Handbolti

Björgvin Páll og tveir aðrir Íslendingar á listanum yfir „hipstera“ á HM

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Skeggin vinsæl.
Skeggin vinsæl. vísir/afp/getty
Heimasíða heimsmeistaramótsins í handbolta hefur tekið saman lista yfir skeggjaða „hipstera“ á mótinu og þar má finna þrjá Íslendinga.

Alskegg eru í mikilli tísku út um allan heim og hefur tískan náð inn á HM í handbolta þar sem má finna fjöldan allan af alskeggjuðum mönnum.

„Þetta er minn stíll núna og ég elska hann. Hafið engar áhyggjur, ég er ekki að fara að raka mig. Ekki strax,“ segir Miha Zvizej, leikmaður Slóveníu, um skeggið sitt.

Björgvin Páll Gústavsson, Róbert Gunnarsson og Bjarki Már Gunnarsson eru á lista mótsins yfir þessa skeggjuðu „hipstera“ eins og þeir eru kallaðir í samantektinni.

Þar má líka finna Danann Jesper Nöddesbo, Frakkann Nicola Karabatic og bróður hans, Luka, Rússann Konstantin Igropulo og Spánverjann Jorge Maqueda.

Alla samantektina má sjá hér.

Jesper Nöddesbo, línumaður Dana.vísir/afp
Miha Zvizej, línumaður Slóvena.vísir/afp
Jorge Maqueda, skytta Spánar.vísir/getty
Nikola Karabatic, leikstjórnandi Frakka.vísir/afp
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Íslands.vísir/afp
Konstantin Igropulo, skytta Rússlands.vísir/afp

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×