Lífið

Smakkaði hákarl á Airwaves: Á bragðið eins og sokkur með ælu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Tónlistarfólkið Jed Parsons og Hera Hjartardóttir mættu í morgunþátt FM957 í morgun en þau troða upp á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem stendur yfir alla helgina.

Jed og Hera hafa þekkst um árabil en þau kynntust á tónleikaferðalagi. Þau kíktu á hátíðina í gær þó þau hefðu ekki verið að spila.

„Við eyddum þónokkrum tíma í biðröð í gær,“ segir Jed en þau Hera fóru að horfa á Megas spila. 

„Ég var að frjósa - það var svo kalt,“ bætir Jed við. Þá segist hann hafa smakkað hákarl í gær.

„Þetta var eins og að borða sokka sem hafa hangið úti í ælu,“ segir hann eins og heyra má í meðfylgjandi hljóðbroti. „Áferðin var hræðileg.“


Tengdar fréttir

Hvað er hægt að sjá frítt á Airwaves?

Heill hellingur af "off-venue“-viðburðum er í boði á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem hefst í dag. Samanlagt getur fólk valið úr 675 tónleikum.

Pylsur og tónlist

Bæjarins bestu taka þátt í Iceland Airwaves hátíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×