Innlent

Aukakjördæmaþing Framsóknar fer loks fram í kvöld

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/valli
Framsóknarflokkurinn í borginni hefur boðað til aukakjördæmisþings að Suðurlandsbraut 24 í Reykjavík, klukkan 19:30 í kvöld.

Áður hafði flokkurinn boðað til aukakjördæmisþings Sumardaginn fyrsta en þinginu var frestað „af óviðráðanlegum orsökum“ líkt og segir á heimsíðu flokksins.

Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Framsóknarflokksins, mun ekki gefa kost á sér á lista flokksins í Reykjavík.

Guðni var sterklega orðaður við efsta sætið á lista Framsóknarflokksins í borginni eftir að Óskar Bergsson hætti við að fara fyrir lista flokksins.

Til að byrja með mun Þór Ingþórsson halda ræðu sem formaður Kjördæmasambands Framsóknarflokksins í Reykjavík og því næst mun stjórn KFR leggja fram tillögu um framboðslista Framsóknar í Reykjavík.

Verði listinn samþykktur mun nýr oddviti Framsóknar í Reykjavík halda ræðu.

Atkvæðisrétt hafa þeir fulltrúar er valdir voru á kjördæmaþing KFR í október.


Tengdar fréttir

Leita enn að nýjum oddvita

Guðni Ágústsson hætti við að taka oddvitasæti framsóknarmanna í Reykjavík á elleftu stundu. Leit framsóknarmanna að oddvita stendur enn yfir þegar rúmur mánuður er til kosninga.

Guðni Ágústsson er orðinn KR-ingur

Formaðurinn kannast ekki við að urgur sé innan vébanda KR vegna þess að Guðni Ágústsson er aðal ræðumaður á Herrakvöldi KR-inga.

Ekki bloggsorinn sem stóð í Guðna

Vígdís Hauksdóttir segir ástæður þess að Guðni Ágústsson fór ekki fram í Reykjavík séu aðrar en meint netofbeldi.

Aukakjördæmaþingi var frestað í tvígang

Brösuglega hefur gengið fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík að ná saman lista til borgarstjórnar. Aukakjördæmaþingi hefur verið frestað tvívegis, þann 5. apríl og 24. apríl. Þriðja tilraun til aukakjördæmaþings verður þann 29. apríl næstkomandi.

Óvissa hjá framsóknarmönnum í Reykjavík

Guðni Ágústsson hætti á elleftu stundu við að taka oddvitasæti hjá Framsókn í Reykjavík. Sigrún Magnúsdóttir segir menn hafa farið hamförum í gagnrýni á Guðna. Framsóknarmenn segja framboðsmálin vandræðaleg.

Guðni vildi sameina allt innanlandsflug í Keflavík

Guðni Ágústsson lýsti því yfir í maí 2007 að hann teldi réttast að innanlandsflugið flyttist til Keflavíkur og vildi hann sameina allt flug í landinu þar. Það gengur í berhögg við það sem hann segir núna en hann vill halda innanlandsfluginu í Vatnsmýri. Hann ætlar að tilkynna um framboð sitt á Reykjavíkurflugvelli á fimmtudag.

Guðni vildi aðra en Framsóknarmenn á listann

Umræðan á netinu varð ekki til þess að Guðni Ágústsson hætti við framboð sitt til borgarstjórnarkosninga. „Nei, það gerði hún ekki. Ég er vanur pólitík og menn sem hafa verið lengi í stjórnmálum fá sigg á sálina.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×