Hvað er í íslenska neftóbakinu? Boði Logason skrifar 22. nóvember 2013 07:00 Því hefur lengi verið haldið fram að hestaskítur og glerbrot væru í íslensku neftóbaki. Sú er ekki raunin. mynd/365 Engin leið er fyrir neytendur íslenska neftóbaksins að vita hvaða efni það inniheldur og engar rannsóknir hafa verið gerðar á því. Fátt er því vitað um tóbakið.Um miðjan desember í fyrra komst fréttastofa að því að í íslenska neftóbakinu, sem af langflestum er notað í vörina, er þrisvar sinnum meira magn af níkótíni en í sænska munntóbakinu. Aðrar upplýsingar hafa ekki legið fyrir, hvorki á heimasíðu ÁTVR né á umbúðum tóbaksins. Fréttastofa reyndi að komast að því hvers vegna ekki sé tilgreint hvaða efni eru í tóbakinu, og hvort að það sé löglegt að halda því leyndu. Neytendastofa sagði málið ekki á sínu valdsviði, og sömu sögu var að segja hjá Matvælastofnun sem sagði að tóbak flokkaðist ekki sem matvara og var fréttamanni bent á að hafa samband við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Þar voru allir sem geta tjáð sig um málið á fundi eða uppteknir þegar reynt var að hafa samband. Í 8. grein tóbaksvarnarlaga segir að heilbrigðisyfirvöld geti krafist þess að framleiðendur gefi upplýsingar um innihald vörunnar. Ekki er vitað hvort að heilbrigðiseftirlitið hefur farið fram á það við framleiðandann, ÁTVR, eða ætli að gera það.Salt og ammoníak Fréttastofa hafði samband við ÁTVR og leitaði eftir upplýsingum um hvaða efni væru í tóbakinu. Í skriflegu svari segir að í tóbakinu séu tóbakslauf, betur þekkt sem hrátóbak og er flutt inn frá Svíþjóð, vatn, salt, ammoníak og pottaska. Útskýring á pottösku má sjá hér til hliðar. Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá embætti Landlæknis, segir að nauðsynlegt sé að tilgreina innihald tóbaksins. „Ég hef þó trú á því að það muni gerast þar sem alþjóðasamningar eru sífellt að gera meiri kröfur um innihaldslýsingar. Það verður að vera krafa fyrir neytandann að hann viti hvert innihaldið sé,“ segir hann. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segist ekki geta svarað því hvers vegna engin innihaldslýsing sé umbúðum tóbaksins. „Það er góð spurning, er það ekki sama og með sígarettur? Við höfum aðeins velt þessu fyrir okkur. Þetta byggir á gamallri hefð og nú er komin ný nálgun á þessa hluti. Svarið er kannski að það hefur aldrei verið gert, frekar en að það ætti að gera það,“ segir hún.Viðar Jensson hjá landlækni og Sigrún Ósk aðstoðarforstjóri ÁTVR.Engar rannsóknir - ekkert vitað um afleiðingar munntóbaksneyslu Athyglisvert er að engar rannsóknir hafa verið gerðar á íslenska neftóbakinu, en þrátt fyrir það hafa tannlæknar og heilbrigðisyfirvöld varað við notkun neftóbaksins, þá sérstaklega í vörina. Viðar bendir á að hrátóbakið, sem er undirstaðan í íslenska neftóbakinu, sé flutt inn frá Svíþjóð og þar hafi verið gerðar fjölmargar rannsóknir á sænska snusinu. „Það má segja að þetta sé sama tóbakið en það er auðvitað þannig að við eigum engar langtímarannsóknir fyrir íslenska neftóbakið, hvorki í nef né munn, það er staðreynd.“ Hann segir að vöntun sé á langtímarannsóknum á íslenska neftóbakinu. „Aðferðin við að gera tóbakið er eldgömul og ég er alveg viss að þegar hún var búin til var það ekki hugsað sem munntóbak eins og er staðreyndin í dag,“ segir hann. Bendir hann á að 70 til 80 prósent af öllu því neftóbaki sem ÁTVR framleiðir endi í vör ungra karlmanna. Sigrún Ósk segir að eftir því sem hún best veit hafi ekki verið gerð nein rannsókn á íslenska neftóbakinu. „Við höfum verið mjög jákvæð fyrir því að taka þátt í samfélagslegum verkefnum. Maður þyrfti að sjá það ef beiðni um það kemur inn á borð til okkar,“ segir hún. Tengdar fréttir Árlega greinast 18 með krabbamein í munnholi og vör Árlega greinast 10 karlar og 8 konur með krabbamein í munnholi og vör samkvæmt fimm ára meðaltali áranna 2005 til 2009. Tilvikin hafa aldrei verið fleiri frá upphafi mælinga en þeim hefur fjölgað um 20 prósent á milli tímabilanna 2000 til 2004 og 2005 til 2009. 13. október 2011 14:00 Ungir karlar nota frekar munntóbak Um 7,3% íslenskra karlmanna taka tóbak í vörina og 44% hafa einhvern tímann prófað það, að því er fram kemur í nýlegri könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Landlæknisembættið. Hlutfallið er mun hærra í yngri aldursflokkum. 1. ágúst 2012 06:30 Þrefalt meira nikótín í íslenska neftóbakinu en í sænska snusinu Næstum því þrefalt meira nikótín er í íslensku neftóbaki en í sænska munntóbakinu. Gífurleg aukning hefur verið neyslu munntóbaks hjá ungum karlmönnum síðustu ár en um 15% íslenskra karlmanna á aldrinum 18 til 24 ára nota tóbak í vör daglega. 13. desember 2012 16:28 „Sænskt munntóbak er ekki krabbameinsvaldandi" „Sænskt munntóbak er ekki krabbameinsvaldandi samkvæmt fjölmörgum löngum og stórum rannsóknum í Svíþjóð," segir Hannes Hjartarson, háls- nef- og eyrnalæknir. 16. maí 2013 15:09 Nota neftóbak í vör: Æ fleiri drengir með illa farið tannhold „Ungu strákarnir eru margir að nota íslenskt neftóbak í vörina. Það er efni sem við vitum ekki neitt um, en til að mynda hefur sænska munntóbakið verið rannsakað í þaula. Áhrif þessa íslenska tóbaks eru hins vegar alveg óskrifað blað,“ segir Gunnlaugur Rósarsson tannholdssérfræðingur. Hann telur það afar varhugaverða þróun að aukning á sölu tóbaks skuli vera mikil á meðal ungra karlmanna sem taki neftóbak í vörina. 10. apríl 2012 11:30 Aðgreining á nef- og munntóbaki liggur fyrir í haust Aðgreining á nef- og munntóbaki mun ekki liggja fyrir fyrr en í haust. Þá er áætlað að leggja fram frumvarp til laga um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. Meðal þeirra atriða sem tekið verður á í frumvarpinu er skilgreining á nef- og munntóbaki, að því er Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi velferðarráðuneytisins, greinir frá. 26. mars 2012 07:00 Sala á neftóbaki tvöfaldaðist Sala á neftóbaki rúmlega tvöfaldaðist á sjö ára bili frá 2003 til 2010, úr 11,7 tonnum upp í 25,5 tonn. 23. mars 2011 23:15 Fimmti hver piltur tekur tóbak í vörina Sprenging hefur orðið í sölu neftóbaks hér á landi síðustu ár. Samkvæmt sölutölum ÁTVR seldust í fyrra 23,8 tonn af neftóbaki, sem er rúm tvöföldun frá árinu 2003 þegar 11,6 tonn seldust. 28. september 2010 06:00 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Engin leið er fyrir neytendur íslenska neftóbaksins að vita hvaða efni það inniheldur og engar rannsóknir hafa verið gerðar á því. Fátt er því vitað um tóbakið.Um miðjan desember í fyrra komst fréttastofa að því að í íslenska neftóbakinu, sem af langflestum er notað í vörina, er þrisvar sinnum meira magn af níkótíni en í sænska munntóbakinu. Aðrar upplýsingar hafa ekki legið fyrir, hvorki á heimasíðu ÁTVR né á umbúðum tóbaksins. Fréttastofa reyndi að komast að því hvers vegna ekki sé tilgreint hvaða efni eru í tóbakinu, og hvort að það sé löglegt að halda því leyndu. Neytendastofa sagði málið ekki á sínu valdsviði, og sömu sögu var að segja hjá Matvælastofnun sem sagði að tóbak flokkaðist ekki sem matvara og var fréttamanni bent á að hafa samband við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Þar voru allir sem geta tjáð sig um málið á fundi eða uppteknir þegar reynt var að hafa samband. Í 8. grein tóbaksvarnarlaga segir að heilbrigðisyfirvöld geti krafist þess að framleiðendur gefi upplýsingar um innihald vörunnar. Ekki er vitað hvort að heilbrigðiseftirlitið hefur farið fram á það við framleiðandann, ÁTVR, eða ætli að gera það.Salt og ammoníak Fréttastofa hafði samband við ÁTVR og leitaði eftir upplýsingum um hvaða efni væru í tóbakinu. Í skriflegu svari segir að í tóbakinu séu tóbakslauf, betur þekkt sem hrátóbak og er flutt inn frá Svíþjóð, vatn, salt, ammoníak og pottaska. Útskýring á pottösku má sjá hér til hliðar. Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá embætti Landlæknis, segir að nauðsynlegt sé að tilgreina innihald tóbaksins. „Ég hef þó trú á því að það muni gerast þar sem alþjóðasamningar eru sífellt að gera meiri kröfur um innihaldslýsingar. Það verður að vera krafa fyrir neytandann að hann viti hvert innihaldið sé,“ segir hann. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segist ekki geta svarað því hvers vegna engin innihaldslýsing sé umbúðum tóbaksins. „Það er góð spurning, er það ekki sama og með sígarettur? Við höfum aðeins velt þessu fyrir okkur. Þetta byggir á gamallri hefð og nú er komin ný nálgun á þessa hluti. Svarið er kannski að það hefur aldrei verið gert, frekar en að það ætti að gera það,“ segir hún.Viðar Jensson hjá landlækni og Sigrún Ósk aðstoðarforstjóri ÁTVR.Engar rannsóknir - ekkert vitað um afleiðingar munntóbaksneyslu Athyglisvert er að engar rannsóknir hafa verið gerðar á íslenska neftóbakinu, en þrátt fyrir það hafa tannlæknar og heilbrigðisyfirvöld varað við notkun neftóbaksins, þá sérstaklega í vörina. Viðar bendir á að hrátóbakið, sem er undirstaðan í íslenska neftóbakinu, sé flutt inn frá Svíþjóð og þar hafi verið gerðar fjölmargar rannsóknir á sænska snusinu. „Það má segja að þetta sé sama tóbakið en það er auðvitað þannig að við eigum engar langtímarannsóknir fyrir íslenska neftóbakið, hvorki í nef né munn, það er staðreynd.“ Hann segir að vöntun sé á langtímarannsóknum á íslenska neftóbakinu. „Aðferðin við að gera tóbakið er eldgömul og ég er alveg viss að þegar hún var búin til var það ekki hugsað sem munntóbak eins og er staðreyndin í dag,“ segir hann. Bendir hann á að 70 til 80 prósent af öllu því neftóbaki sem ÁTVR framleiðir endi í vör ungra karlmanna. Sigrún Ósk segir að eftir því sem hún best veit hafi ekki verið gerð nein rannsókn á íslenska neftóbakinu. „Við höfum verið mjög jákvæð fyrir því að taka þátt í samfélagslegum verkefnum. Maður þyrfti að sjá það ef beiðni um það kemur inn á borð til okkar,“ segir hún.
Tengdar fréttir Árlega greinast 18 með krabbamein í munnholi og vör Árlega greinast 10 karlar og 8 konur með krabbamein í munnholi og vör samkvæmt fimm ára meðaltali áranna 2005 til 2009. Tilvikin hafa aldrei verið fleiri frá upphafi mælinga en þeim hefur fjölgað um 20 prósent á milli tímabilanna 2000 til 2004 og 2005 til 2009. 13. október 2011 14:00 Ungir karlar nota frekar munntóbak Um 7,3% íslenskra karlmanna taka tóbak í vörina og 44% hafa einhvern tímann prófað það, að því er fram kemur í nýlegri könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Landlæknisembættið. Hlutfallið er mun hærra í yngri aldursflokkum. 1. ágúst 2012 06:30 Þrefalt meira nikótín í íslenska neftóbakinu en í sænska snusinu Næstum því þrefalt meira nikótín er í íslensku neftóbaki en í sænska munntóbakinu. Gífurleg aukning hefur verið neyslu munntóbaks hjá ungum karlmönnum síðustu ár en um 15% íslenskra karlmanna á aldrinum 18 til 24 ára nota tóbak í vör daglega. 13. desember 2012 16:28 „Sænskt munntóbak er ekki krabbameinsvaldandi" „Sænskt munntóbak er ekki krabbameinsvaldandi samkvæmt fjölmörgum löngum og stórum rannsóknum í Svíþjóð," segir Hannes Hjartarson, háls- nef- og eyrnalæknir. 16. maí 2013 15:09 Nota neftóbak í vör: Æ fleiri drengir með illa farið tannhold „Ungu strákarnir eru margir að nota íslenskt neftóbak í vörina. Það er efni sem við vitum ekki neitt um, en til að mynda hefur sænska munntóbakið verið rannsakað í þaula. Áhrif þessa íslenska tóbaks eru hins vegar alveg óskrifað blað,“ segir Gunnlaugur Rósarsson tannholdssérfræðingur. Hann telur það afar varhugaverða þróun að aukning á sölu tóbaks skuli vera mikil á meðal ungra karlmanna sem taki neftóbak í vörina. 10. apríl 2012 11:30 Aðgreining á nef- og munntóbaki liggur fyrir í haust Aðgreining á nef- og munntóbaki mun ekki liggja fyrir fyrr en í haust. Þá er áætlað að leggja fram frumvarp til laga um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. Meðal þeirra atriða sem tekið verður á í frumvarpinu er skilgreining á nef- og munntóbaki, að því er Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi velferðarráðuneytisins, greinir frá. 26. mars 2012 07:00 Sala á neftóbaki tvöfaldaðist Sala á neftóbaki rúmlega tvöfaldaðist á sjö ára bili frá 2003 til 2010, úr 11,7 tonnum upp í 25,5 tonn. 23. mars 2011 23:15 Fimmti hver piltur tekur tóbak í vörina Sprenging hefur orðið í sölu neftóbaks hér á landi síðustu ár. Samkvæmt sölutölum ÁTVR seldust í fyrra 23,8 tonn af neftóbaki, sem er rúm tvöföldun frá árinu 2003 þegar 11,6 tonn seldust. 28. september 2010 06:00 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Árlega greinast 18 með krabbamein í munnholi og vör Árlega greinast 10 karlar og 8 konur með krabbamein í munnholi og vör samkvæmt fimm ára meðaltali áranna 2005 til 2009. Tilvikin hafa aldrei verið fleiri frá upphafi mælinga en þeim hefur fjölgað um 20 prósent á milli tímabilanna 2000 til 2004 og 2005 til 2009. 13. október 2011 14:00
Ungir karlar nota frekar munntóbak Um 7,3% íslenskra karlmanna taka tóbak í vörina og 44% hafa einhvern tímann prófað það, að því er fram kemur í nýlegri könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Landlæknisembættið. Hlutfallið er mun hærra í yngri aldursflokkum. 1. ágúst 2012 06:30
Þrefalt meira nikótín í íslenska neftóbakinu en í sænska snusinu Næstum því þrefalt meira nikótín er í íslensku neftóbaki en í sænska munntóbakinu. Gífurleg aukning hefur verið neyslu munntóbaks hjá ungum karlmönnum síðustu ár en um 15% íslenskra karlmanna á aldrinum 18 til 24 ára nota tóbak í vör daglega. 13. desember 2012 16:28
„Sænskt munntóbak er ekki krabbameinsvaldandi" „Sænskt munntóbak er ekki krabbameinsvaldandi samkvæmt fjölmörgum löngum og stórum rannsóknum í Svíþjóð," segir Hannes Hjartarson, háls- nef- og eyrnalæknir. 16. maí 2013 15:09
Nota neftóbak í vör: Æ fleiri drengir með illa farið tannhold „Ungu strákarnir eru margir að nota íslenskt neftóbak í vörina. Það er efni sem við vitum ekki neitt um, en til að mynda hefur sænska munntóbakið verið rannsakað í þaula. Áhrif þessa íslenska tóbaks eru hins vegar alveg óskrifað blað,“ segir Gunnlaugur Rósarsson tannholdssérfræðingur. Hann telur það afar varhugaverða þróun að aukning á sölu tóbaks skuli vera mikil á meðal ungra karlmanna sem taki neftóbak í vörina. 10. apríl 2012 11:30
Aðgreining á nef- og munntóbaki liggur fyrir í haust Aðgreining á nef- og munntóbaki mun ekki liggja fyrir fyrr en í haust. Þá er áætlað að leggja fram frumvarp til laga um breytingar á lögum um tóbaksvarnir. Meðal þeirra atriða sem tekið verður á í frumvarpinu er skilgreining á nef- og munntóbaki, að því er Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi velferðarráðuneytisins, greinir frá. 26. mars 2012 07:00
Sala á neftóbaki tvöfaldaðist Sala á neftóbaki rúmlega tvöfaldaðist á sjö ára bili frá 2003 til 2010, úr 11,7 tonnum upp í 25,5 tonn. 23. mars 2011 23:15
Fimmti hver piltur tekur tóbak í vörina Sprenging hefur orðið í sölu neftóbaks hér á landi síðustu ár. Samkvæmt sölutölum ÁTVR seldust í fyrra 23,8 tonn af neftóbaki, sem er rúm tvöföldun frá árinu 2003 þegar 11,6 tonn seldust. 28. september 2010 06:00