Innlent

Fullt hús og blendnar tilfinningar á rýmingarsölu Herkastalans

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Fjöldi fólks lagði leið sína í Herkastalann svokallaða í miðbæ Reykjavíkur í dag til að freista þess að kaupa þar ýmiskonar innanstokksmuni og aðrar gersemar. Hjálpræðisherinn flytur úr húsinu á næstu dögum, eftir yfir hundrað ára starfsemi þar.

Herkastalinn var í byrjun árs seldur til fjárfesta fyrir um 600 milljónir króna. Nýir eigendur fá húsnæðið afhent um mánaðarmótin en til stendur að breyta húsnæðinu í hótel. 

Það var fullt út úr dyrum þegar kastalinn opnaði klukkan tíu í morgun og ljóst að fólk hafði mikinn áhuga á að næla sér í muni úr þessu sögufræga húsi.

„Við fengum frábærar viðtökur. Það var mikið af fólki sem bara beið hér fyrir utan þegar við opnuðum. Við finnum mikinn hlýhug og þetta er bara yndislegt,“ segir Sigurður „kapteinn“ Ingimarsson, flokksleiðtogi hjá Hjálpræðishernum. 

Hann segir fólk gera sér grein fyrir að í munum úr kastalanum felist ákveðin menningarverðmæti. 

„Ég held að það hafi verið mikið atriði hjá mörgum. Þetta er hundrað ára saga hérna þannig að eflaust hefur það spilað inn í,“ segir Sigurður. Allt frá borðbúnaði til bóka, mynda og húsganga var til sölu.

Hjálpræðisherinn hefur fest kaup á lóð við Suðurlandsbraut þar sem til stendur að byggja hús undir starsemina. Á meðan flyst hún að mestu í Mjódd þar sem herinn er til húsa. Sigurður segir að Hjálræðisherinn komi þó til með að halda áfram úti einhverskonar þjónustu í miðbænum fyrir þá sem á þurfa að halda. Það var þó ekki laust við blendnar hjá starfsfólki á þessum tímamótum eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan.


Tengdar fréttir

Herkastalinn seldur til hulduhóps

Hjálpræðisherinn er búinn að selja Herkastalann við Kirkjustræti 2. Gengið var frá kaupunum á miðvikudaginn en kaupverðið var 630 milljónir króna.

Herkastalinn gæti selst á 650 milljónir króna

Unnið er að sölu Herkastalans, gistiheimilis Hjálpræðishersins. Leit að nýju húsnæði fyrir herinn í borginni stendur yfir. Fasteignasalar telja erfitt að verðleggja eignina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×