Innlent

Fréttastjóri RÚV: Ummæli Arnars Páls ófagleg og ósmekkleg

atli ísleifsson skrifar
Arnar Páll Hauksson stýrði umræðum á einum viðburða á Fundi fólksins í gær.
Arnar Páll Hauksson stýrði umræðum á einum viðburða á Fundi fólksins í gær. Vísir/Eyþór
Ummæli Arnars Páls Haukssonar, fréttamanns RÚV, á Fundi fólksins í garð forsætisráðherra voru ófagleg og ósmekkleg, þótt þau hafi verið látin falla í hálfkæringi.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Rakel Þorbergsdóttur, fréttastjóra RÚV.

Þar áréttar hún að framkoma fréttamannsins brjóti í bága við vinnureglur fréttastofu RÚV og endurspegli hvorki þau viðhorf né vinnubrögð sem starfsmenn fréttastofu eiga að ástunda í samskiptum sínum við viðmælendur.

„Fréttastofa RÚV harmar þetta atvik og biðst afsökunar á því, líkt og Arnar Páll sjálfur sem hafði samband við forsætisráðherra í gærkvöld og bað hann afsökunar á ummælum sínum,“ segir í yfirlýsingunni.

Yfirlýsingin í heild sinni:

Fréttastofa RÚV harmar ummæli starfsmanns

Vegna ummæla Arnars Páls Haukssonar, fréttamanns RÚV, á Fundi fólksins í garð Sigurðar Inga Jóhannssonar, forsætisráðherra, skal áréttað að framkoma fréttamannsins brýtur í bága við vinnureglur fréttastofu RÚV.

Ummælin voru ófagleg og ósmekkleg, þótt þau hafi verið látin falla í hálfkæringi, og endurspegla hvorki þau viðhorf né vinnubrögð sem starfsmenn fréttastofu eiga að ástunda í samskiptum sínum við viðmælendur.

Fréttastofa RÚV harmar þetta atvik og biðst afsökunar á því, líkt og Arnar Páll sjálfur sem hafði samband við forsætisráðherra í gærkvöld og bað hann  afsökunar á ummælum sínum.

Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri RÚV


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×