Foreldrar áhyggjufullir yfir snjalltækjanotkun Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. febrúar 2017 19:00 Félag foreldra leikskólabarna í Reykjavík stendur fyrir opinni ráðstefnu um áhrif skjátíma á börn og unglinga á morgun, og möguleg heilsufarsleg áhrif þráðlausrar örbylgjugeislunar. Sveinn S. Kjartansson, formaður Félags leikskólabarna í Reykjavík, segir marga foreldra áhyggjufulla yfir snjalltækjanotkun og vilji fá viðmið til að nota bæði heima og í skóla. „Við höfum tekið eftir áhyggjum hjá foreldrum um hvaða viðmið skuli nota. Við erum með áheyrnarfulltrúa á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar og þar er mikill áhugi. Út frá því ákváðum við að fá sérfræðinga hingað til land, til að ræða þessi mál, fara yfir nýjustu rannsóknir og hjálpa okkur að móta okkur skoðun um hvað best sé að gera,” segir Sveinn. Doktor Robert Morris mun fjalla sérstaklega um reglugerðir varðandi snjalltæki og þráðlaust net. Hann segir að við, fullorðna fólkið, höfum gefið börnunum snjalltækin og gefið þeim aðgang að tækninni án þess að hafa stjórn á málunum. „Að vissu leyti erum við að gera eina stærstu tilraun sem gerð hefur verið á börnunum okkar. Það eru sífellt fleiri vísbendingar um að þessi tæki skapi hættu og það eru tiltölulega sterkar vísbendingar um að farsímar, til dæmis, skapi hættu á krabbameini,” segir Morris. Stjórnvöld í ýmsum löndum hafa gripið í taumana að einhverju leyti. Í Frakklandi hefur til að mynda þráðlaust net verið bannað í grunnskólum og mörg önnur lönd hafa gefið út leiðbeiningar varðandi skjánotkun barna út frá heilsuviðmiðum. Morris segir að ganga eigi mun lengra. „Ég tel að til dæmis farsímar eigi ekki heima í skóla. Síminn gerir í raun ekkert annað en að trufla námsferlið. Það eru margar ástæður fyrir því að farsímar ættu ekki að vera í skólum og ég á erfitt með að sjá ástæðu til að farsímar ættu að vera í skólum. Þetta væri einfaldur upphafspunktur. Ég tel líka að mjög ung börn ættu ekki að vera þar sem þráðlaust net er. Það er engin ástæða til að lítið barn grúfi sig yfir spjaldtölvu eða farsíma,” segir Morris. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Reykjavík Natura á morgun frá klukkan 8-16. Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Félag foreldra leikskólabarna í Reykjavík stendur fyrir opinni ráðstefnu um áhrif skjátíma á börn og unglinga á morgun, og möguleg heilsufarsleg áhrif þráðlausrar örbylgjugeislunar. Sveinn S. Kjartansson, formaður Félags leikskólabarna í Reykjavík, segir marga foreldra áhyggjufulla yfir snjalltækjanotkun og vilji fá viðmið til að nota bæði heima og í skóla. „Við höfum tekið eftir áhyggjum hjá foreldrum um hvaða viðmið skuli nota. Við erum með áheyrnarfulltrúa á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar og þar er mikill áhugi. Út frá því ákváðum við að fá sérfræðinga hingað til land, til að ræða þessi mál, fara yfir nýjustu rannsóknir og hjálpa okkur að móta okkur skoðun um hvað best sé að gera,” segir Sveinn. Doktor Robert Morris mun fjalla sérstaklega um reglugerðir varðandi snjalltæki og þráðlaust net. Hann segir að við, fullorðna fólkið, höfum gefið börnunum snjalltækin og gefið þeim aðgang að tækninni án þess að hafa stjórn á málunum. „Að vissu leyti erum við að gera eina stærstu tilraun sem gerð hefur verið á börnunum okkar. Það eru sífellt fleiri vísbendingar um að þessi tæki skapi hættu og það eru tiltölulega sterkar vísbendingar um að farsímar, til dæmis, skapi hættu á krabbameini,” segir Morris. Stjórnvöld í ýmsum löndum hafa gripið í taumana að einhverju leyti. Í Frakklandi hefur til að mynda þráðlaust net verið bannað í grunnskólum og mörg önnur lönd hafa gefið út leiðbeiningar varðandi skjánotkun barna út frá heilsuviðmiðum. Morris segir að ganga eigi mun lengra. „Ég tel að til dæmis farsímar eigi ekki heima í skóla. Síminn gerir í raun ekkert annað en að trufla námsferlið. Það eru margar ástæður fyrir því að farsímar ættu ekki að vera í skólum og ég á erfitt með að sjá ástæðu til að farsímar ættu að vera í skólum. Þetta væri einfaldur upphafspunktur. Ég tel líka að mjög ung börn ættu ekki að vera þar sem þráðlaust net er. Það er engin ástæða til að lítið barn grúfi sig yfir spjaldtölvu eða farsíma,” segir Morris. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Reykjavík Natura á morgun frá klukkan 8-16.
Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira