Flugvallarskipulag fellt úr gildi vegna formgalla Kristján Már Unnarsson skrifar 17. desember 2015 19:00 Deiliskipulag sem fól í sér brotthvarf þriðju flugbrautar Reykjavíkurflugvallar hefur verið fellt úr gildi. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað þann úrskurð upp í dag að formgalli hafi verið á málsmeðferð borgarstjórnar Reykjavíkur. Borgarstjóri telur þetta engu breyta um áform borgarinnar. Það voru eigendur flugskýla í Fluggörðum sem kærðu deiliskipulagið en það fól í sér að minnsta flugbrautin skyldi víkja en einnig flugskýlin, sem og öll flugtengd starfsemi á svæðinu. Í dag höfðu þeir sigur, úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi skipulagið úr gildi vegna formgalla í málsmeðferð borgarstjórnar, þar sem ákvörðun hennar hafi verið tekin áður en öll gögn málsins lágu fyrir. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kvaðst nú síðdegis aðeins hafa lauslega kynnt sér úrskurðinn. Hann teldi þó að hann breytti engu efnislega um málið, hvorki um deiliskipulagið né þriðju brautina. Hugsanlega þyrfti að leggja deiliskipulagið fyrir aftur til endurskoðunar eða í versta falli til endurauglýsingar.Álfhild Nielsen, einn kærenda og talsmaður eigenda flugskýlanna í Fluggörðum.Stöð 2/Ragnar.Álfhild Nielsen, talsmaður kærenda, sagðist lítið geta sagt þar sem hún hafði ekki náð að kynna sér úrskurðinn. Hún teldi þó að niðurfelling deiliskipulagsins þýddi að eldra skipulag tæki aftur gildi, það er Reykjavíkurflugvöllur í óbreyttri mynd með óskertum þremur flugbrautum. Það gilti þar til nýtt deiliskipulag hefði verið gert og kvaðst Álfhild vonast til að borgarstjórn bæri þá gæfu til að fara að lögum. Þá vaknar sú spurning hvort Reykjavíkurborg sé stætt á því að halda áfram málshöfðun gegn innanríkisráðherra til að knýja á um lokun flugbrautarinnar umdeildu nú þegar deiliskipulag, sem kvað á um lokun hennar, hefur verið fellt úr gildi.Úrskurðinn í heild er að finna í viðhengi. Tengdar fréttir Kostnaðarsamar tafir á Hlíðarendareitnum Frestun framkvæmda á Hlíðarendasvæðinu vegna niðurstöðu Samgöngustofu um að leyfa ekki verktökum að koma byggingakrönum fyrir á svæðinu kostar byggingaaðila mörg hundruð þúsund króna á dag. 7. nóvember 2015 20:36 Trúi varla að meirihlutinn sé í góðum málum í þessu ferli Formaður Hjartans í Vatnsmýri segir borgarstjórnarmeirihlutann í Reykjavík kominn langt fram úr sjálfum sér með því að leyfa framkvæmdir við flugbrautarenda. 9. nóvember 2015 19:45 Samgöngustofa hafnar því að reistir verði byggingarkranar á Hlíðarenda Forstjóri ÞG verktaka segir ekki koma að sök í einhverja mánuði að ekki fáist leyfi til að reisa byggingarkrana á Hlíðarenda, en það komi að því. 6. nóvember 2015 18:45 Innanríkisráðherra segir Reykjavíkurflugvöll verða óbreyttan um ófyrirséða framtíð Ólöf Nordal segir að Reykjavíkurflugvöllur verði óbreyttur þar til önnur lausn á flugvallarmálum í Reykjavík finnist. 20. nóvember 2015 18:37 Kennslu- og einkafluginu sagt að víkja á næsta ári Óvissa ríkir um framtíð kennslu- og einkaflugs á Reykjavíkurflugvelli eftir að borgarráð samþykkti stefnumörkun um að það skuli víkja á næsta ári. 14. janúar 2014 18:45 Borgin í mál við ríkið út af flugvellinum Borgarstjóri segist ekki sjá aðra leið en að fara með málið fyrir dómstóla. 19. nóvember 2015 13:47 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðtogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Sjá meira
Deiliskipulag sem fól í sér brotthvarf þriðju flugbrautar Reykjavíkurflugvallar hefur verið fellt úr gildi. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað þann úrskurð upp í dag að formgalli hafi verið á málsmeðferð borgarstjórnar Reykjavíkur. Borgarstjóri telur þetta engu breyta um áform borgarinnar. Það voru eigendur flugskýla í Fluggörðum sem kærðu deiliskipulagið en það fól í sér að minnsta flugbrautin skyldi víkja en einnig flugskýlin, sem og öll flugtengd starfsemi á svæðinu. Í dag höfðu þeir sigur, úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi skipulagið úr gildi vegna formgalla í málsmeðferð borgarstjórnar, þar sem ákvörðun hennar hafi verið tekin áður en öll gögn málsins lágu fyrir. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kvaðst nú síðdegis aðeins hafa lauslega kynnt sér úrskurðinn. Hann teldi þó að hann breytti engu efnislega um málið, hvorki um deiliskipulagið né þriðju brautina. Hugsanlega þyrfti að leggja deiliskipulagið fyrir aftur til endurskoðunar eða í versta falli til endurauglýsingar.Álfhild Nielsen, einn kærenda og talsmaður eigenda flugskýlanna í Fluggörðum.Stöð 2/Ragnar.Álfhild Nielsen, talsmaður kærenda, sagðist lítið geta sagt þar sem hún hafði ekki náð að kynna sér úrskurðinn. Hún teldi þó að niðurfelling deiliskipulagsins þýddi að eldra skipulag tæki aftur gildi, það er Reykjavíkurflugvöllur í óbreyttri mynd með óskertum þremur flugbrautum. Það gilti þar til nýtt deiliskipulag hefði verið gert og kvaðst Álfhild vonast til að borgarstjórn bæri þá gæfu til að fara að lögum. Þá vaknar sú spurning hvort Reykjavíkurborg sé stætt á því að halda áfram málshöfðun gegn innanríkisráðherra til að knýja á um lokun flugbrautarinnar umdeildu nú þegar deiliskipulag, sem kvað á um lokun hennar, hefur verið fellt úr gildi.Úrskurðinn í heild er að finna í viðhengi.
Tengdar fréttir Kostnaðarsamar tafir á Hlíðarendareitnum Frestun framkvæmda á Hlíðarendasvæðinu vegna niðurstöðu Samgöngustofu um að leyfa ekki verktökum að koma byggingakrönum fyrir á svæðinu kostar byggingaaðila mörg hundruð þúsund króna á dag. 7. nóvember 2015 20:36 Trúi varla að meirihlutinn sé í góðum málum í þessu ferli Formaður Hjartans í Vatnsmýri segir borgarstjórnarmeirihlutann í Reykjavík kominn langt fram úr sjálfum sér með því að leyfa framkvæmdir við flugbrautarenda. 9. nóvember 2015 19:45 Samgöngustofa hafnar því að reistir verði byggingarkranar á Hlíðarenda Forstjóri ÞG verktaka segir ekki koma að sök í einhverja mánuði að ekki fáist leyfi til að reisa byggingarkrana á Hlíðarenda, en það komi að því. 6. nóvember 2015 18:45 Innanríkisráðherra segir Reykjavíkurflugvöll verða óbreyttan um ófyrirséða framtíð Ólöf Nordal segir að Reykjavíkurflugvöllur verði óbreyttur þar til önnur lausn á flugvallarmálum í Reykjavík finnist. 20. nóvember 2015 18:37 Kennslu- og einkafluginu sagt að víkja á næsta ári Óvissa ríkir um framtíð kennslu- og einkaflugs á Reykjavíkurflugvelli eftir að borgarráð samþykkti stefnumörkun um að það skuli víkja á næsta ári. 14. janúar 2014 18:45 Borgin í mál við ríkið út af flugvellinum Borgarstjóri segist ekki sjá aðra leið en að fara með málið fyrir dómstóla. 19. nóvember 2015 13:47 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðtogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Sjá meira
Kostnaðarsamar tafir á Hlíðarendareitnum Frestun framkvæmda á Hlíðarendasvæðinu vegna niðurstöðu Samgöngustofu um að leyfa ekki verktökum að koma byggingakrönum fyrir á svæðinu kostar byggingaaðila mörg hundruð þúsund króna á dag. 7. nóvember 2015 20:36
Trúi varla að meirihlutinn sé í góðum málum í þessu ferli Formaður Hjartans í Vatnsmýri segir borgarstjórnarmeirihlutann í Reykjavík kominn langt fram úr sjálfum sér með því að leyfa framkvæmdir við flugbrautarenda. 9. nóvember 2015 19:45
Samgöngustofa hafnar því að reistir verði byggingarkranar á Hlíðarenda Forstjóri ÞG verktaka segir ekki koma að sök í einhverja mánuði að ekki fáist leyfi til að reisa byggingarkrana á Hlíðarenda, en það komi að því. 6. nóvember 2015 18:45
Innanríkisráðherra segir Reykjavíkurflugvöll verða óbreyttan um ófyrirséða framtíð Ólöf Nordal segir að Reykjavíkurflugvöllur verði óbreyttur þar til önnur lausn á flugvallarmálum í Reykjavík finnist. 20. nóvember 2015 18:37
Kennslu- og einkafluginu sagt að víkja á næsta ári Óvissa ríkir um framtíð kennslu- og einkaflugs á Reykjavíkurflugvelli eftir að borgarráð samþykkti stefnumörkun um að það skuli víkja á næsta ári. 14. janúar 2014 18:45
Borgin í mál við ríkið út af flugvellinum Borgarstjóri segist ekki sjá aðra leið en að fara með málið fyrir dómstóla. 19. nóvember 2015 13:47