Erlent

Fjármálaráðherra Póllands vikið úr embætti

Atli Ísleifsson skrifar
Pawel Szalamacha.
Pawel Szalamacha. Vísir/AFP
Beata Szydlo, forsætisráðherra Póllands, vék í dag Pawel Szalamacha úr embætti fjármálaráðherra landsins.

Szydlo sagði uppstokkun í ríkisstjórn nauðsynlega til að koma áætlun ríkisstjórnar um hvata í pólsku efnahagslífi í framkvæmd og sjá hana verða að veruleika.

„Við erum með áætlun og það er kominn tími á aðgerðir,“ sagði Szydlo á fréttamannafundi í dag.

Í frétt Reuters kemur fram að Mateusz Morawiecki, efnahagsmálaráðherra Póllands, muni taka að sér verkefni á boði fjármálaráðherra.


Tengdar fréttir

Framkvæmdastjórnin sendir ríkisstjórn Póllands viðvörun

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) segir breytingar á pólsku stjórnarskránni ógn við lýðræði í landinu. Refsiaðgerðir koma til greina. Pólska ríkisstjórnin hefur fengið fimm daga til að bregðast við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×