Enski boltinn

Enginn hefur meiðst oftar en Wayne Rooney | Sjáið topp 20 listann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Vísir/Getty
Theo Walcott og Alex Oxlade-Chamberlain eru enn á ný á sjúkrabekknum hjá Arsenal en þeir eru samt hvorki leikmennirnir sem hafa meiðst oftast í ensku úrvalsdeildinni né hjá Arsenal.

Telegraph tók saman þá leikmenn í ensku úrvalsdeildinni sem hafa oftast glímt við meiðsli á undanförnum fimm árum Efstur á blaði er Manchester United leikmaðurinn Wayne Rooney sem hefur alls meiðst 34 sinnum frá árinu 2010.

Rooney hefur lengst verið frá í 32 daga eða þegar hann meiddist á hné í leik á móti Fulham árið 2012.

Í öðru sæti er Gabriel Agbonlahor hjá Aston Villa sem hefur glímt við 32 ólík meiðsli eða veikindi á þessum tíma.  Agbonlahor hefur verið veikur í 7 af þessum 32 skiptum og þessi veikindi koma honum upp í annað sætið.

Þriðji og fyrsti Arsenal-maðurinn á listanum er síðan franski miðvörðurinn Laurent Koscielny sem hefur meiðst 30 sinnum.

Abou Diaby, Thomas Rosicky og Theo Walcott hafa verið samanlagt frá í tólf ár en þeirra meiðsli eru færri þótt að þau hafi jafnan verið alvarlegri.

Fleiri Arsenal-menn eru á listanum eins og þeir Kieran Gibbs, Tomas Rosicky, Theo Walcott, Danny Welbeck, Jack Wilshere og Robin van Persie en sá síðastnefndi spilaði líka með Manchester United.

Alls eru átta núverandi eða fyrrum Arsenal-menn á listanum en þar er þó ekki Aaron Ramsey sem hefur meiðst nokkrum sinnum illa ekki nógu oft til að komast á þennan lista.



Leikmenn sem hafa glímt við flest meiðsli frá 2010-2015:

1. Wayne Rooney (Manchester United) - 34 mismundadi meiðsli/veikindi

2. Gabriel Agblonlahor (Aston Villa) - 32

3. Laurent Koscielny (Arsenal) - 30

4. Jonny Evans (West Bromwich) - 29

5. Yaya Toure (Manchester City) - 28

6. Steven Fletcher (Sunderland) - 28

7. Kieran Gibbs (Arsenal) - 28

8. Samir Nasri (Manchester City) - 28

9. Tomas Rosicky (Arsenal) 27

10. James Collins (West Ham) - 27

11. Theo Walcott (Arsenal) - 26

12. Luke Shaw (Manchester United) - 26

13. Danny Welbeck (Arsenal) - 26

14. Vincent Kompany (Manchester City) - 26

15. Mouse Dembele (Tottenham) - 26

16. Phil Jones (Manchester United) - 26

17. Jonathan Walters (Stoke) - 26

18. Daniel Sturridge (Liverpool) - 25

19. Jack Wilshere (Arsenal) - 25

20. Robin van Persie (Arsenal og Manchester United) - 25


Tengdar fréttir

Einn sem stendur undir millinafni

Wayne Rooney fagnar þrítugsafmæli sínu í dag en enn sér ekki fyrir endi ferils þessa magnaða knattspyrnukappa. Hann mun leiða sína menn í Man­chester United í grannaslagnum gegn City á morgun.

Rooney ætlar ekki að hirða ágóðann sjálfur

Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United og enska landsliðsins, hélt upp á þrítugsafmælið sitt um síðustu helgi og hann er líka búinn að fá leyfi frá United um að skipuleggja góðgerðaleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×