Ekki fundist eitraður mítill hér á landi Samúel Karl Ólason skrifar 23. júlí 2014 10:48 Vísir/Getty „Hingað til hefur okkur ekki tekist að sýna fram á að borellia bakterían sem veldur Lyme sjúkdómi hafi fundist í þessum mítlum,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir í Bítinu á Bylgunni í morgun. Hún sagði mítla hafa verið senda út til greiningar en til stæði að framkvæma aðra rannsókn í lok sumars. „Með þessu erum við alls ekki að segja að þessi baktería muni ekki berast til landsins með þessum mítlum, eða þá að þetta sé ekki til. Það hefur þó ekki verið staðfest innlent smit. Þessi tilfelli sem við höfum séð hafa öll verið hjá einstaklingum sem hafa sýkst eða smitast úti.“ „Við höldum að einhvern tíman munum við staðfesta innlent smit og við erum að reyna að vera vel vakandi fyrir þessu,“ sagði Bryndís. Hún tók fram að mítlar þyrftu að vera áfastir í rúman sólarhring til að sýkja einstakling. „Það tekur 24 til 36 tíma fyrir bakteríuna að berast úr magainnihaldi mítilsins, í munnvatnið og þaðan í manneskju.“ Bryndís sagði alls ekki nauðsynlegt að fara á sýklalyf sé maður bitinn af skógarmítli. „Almennt séð eru ekki gefin fyrirbyggjandi sýklalyf, nema í undantekningatilfellum. Þar sem smit eru mjög algeng og svo framvegis.“ Þá mælti hún með því að mítill sé losaður með oddmjórri flísatöng og togað sé beint upp. „Ekki með einhverjum smyrslum eða með því að kæfa hann eða slíkt.“Viðbrögð við biti ekki merki um sýkingu „Fólk sem fær viðbrögð um leið er líklega ofnæmisviðbrögð sem margir geta fengið. Best er þá að nota sterakrem og jafnvel ofnæmislyf,“ sagði Bryndís. „Það er þannig að það er mikið af lúsum og mítlum og kóngulóm. Fólk getur fengið bit og það eru margir sem bregðast mjög illa við bitum. Það er mikilvægt að átta sig á því að þegar fólk fær einkenni nánast strax eftir bit, er það alls ekki vegna sýkingar. Sýking tekur tvo til þrjá daga að myndast.“ „Maður sér oft að fólk fær mikil ofnæmisviðbrögð við biti, sem gerist mjög fljótt. Mikil þroti, verkir og bjúgur og það er allt annað en sýking. Til dæmis í tilfelli Lyme sjúkdómsins. Þetta klassíska útbrot sem margir hafa lýst og séð myndir af, myndast eftir um sjö daga að meðaltali.“ Tengdar fréttir Flísatöngin best gegn mítlinum Þórólfur Guðnason hjá Landlækni, segir hvað best sé að gera við biti frá skógarmítli. 22. júlí 2014 14:41 „Þetta var öðruvísi bit en öll bit sem ég hef fengið“ Kristín Jóhanna Gunnarsdóttir sagði frá því í Bítinu í morgun þegar hún var bitin af skógarmítli í Borgarfirði. 22. júlí 2014 11:45 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
„Hingað til hefur okkur ekki tekist að sýna fram á að borellia bakterían sem veldur Lyme sjúkdómi hafi fundist í þessum mítlum,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir í Bítinu á Bylgunni í morgun. Hún sagði mítla hafa verið senda út til greiningar en til stæði að framkvæma aðra rannsókn í lok sumars. „Með þessu erum við alls ekki að segja að þessi baktería muni ekki berast til landsins með þessum mítlum, eða þá að þetta sé ekki til. Það hefur þó ekki verið staðfest innlent smit. Þessi tilfelli sem við höfum séð hafa öll verið hjá einstaklingum sem hafa sýkst eða smitast úti.“ „Við höldum að einhvern tíman munum við staðfesta innlent smit og við erum að reyna að vera vel vakandi fyrir þessu,“ sagði Bryndís. Hún tók fram að mítlar þyrftu að vera áfastir í rúman sólarhring til að sýkja einstakling. „Það tekur 24 til 36 tíma fyrir bakteríuna að berast úr magainnihaldi mítilsins, í munnvatnið og þaðan í manneskju.“ Bryndís sagði alls ekki nauðsynlegt að fara á sýklalyf sé maður bitinn af skógarmítli. „Almennt séð eru ekki gefin fyrirbyggjandi sýklalyf, nema í undantekningatilfellum. Þar sem smit eru mjög algeng og svo framvegis.“ Þá mælti hún með því að mítill sé losaður með oddmjórri flísatöng og togað sé beint upp. „Ekki með einhverjum smyrslum eða með því að kæfa hann eða slíkt.“Viðbrögð við biti ekki merki um sýkingu „Fólk sem fær viðbrögð um leið er líklega ofnæmisviðbrögð sem margir geta fengið. Best er þá að nota sterakrem og jafnvel ofnæmislyf,“ sagði Bryndís. „Það er þannig að það er mikið af lúsum og mítlum og kóngulóm. Fólk getur fengið bit og það eru margir sem bregðast mjög illa við bitum. Það er mikilvægt að átta sig á því að þegar fólk fær einkenni nánast strax eftir bit, er það alls ekki vegna sýkingar. Sýking tekur tvo til þrjá daga að myndast.“ „Maður sér oft að fólk fær mikil ofnæmisviðbrögð við biti, sem gerist mjög fljótt. Mikil þroti, verkir og bjúgur og það er allt annað en sýking. Til dæmis í tilfelli Lyme sjúkdómsins. Þetta klassíska útbrot sem margir hafa lýst og séð myndir af, myndast eftir um sjö daga að meðaltali.“
Tengdar fréttir Flísatöngin best gegn mítlinum Þórólfur Guðnason hjá Landlækni, segir hvað best sé að gera við biti frá skógarmítli. 22. júlí 2014 14:41 „Þetta var öðruvísi bit en öll bit sem ég hef fengið“ Kristín Jóhanna Gunnarsdóttir sagði frá því í Bítinu í morgun þegar hún var bitin af skógarmítli í Borgarfirði. 22. júlí 2014 11:45 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Flísatöngin best gegn mítlinum Þórólfur Guðnason hjá Landlækni, segir hvað best sé að gera við biti frá skógarmítli. 22. júlí 2014 14:41
„Þetta var öðruvísi bit en öll bit sem ég hef fengið“ Kristín Jóhanna Gunnarsdóttir sagði frá því í Bítinu í morgun þegar hún var bitin af skógarmítli í Borgarfirði. 22. júlí 2014 11:45