Innlent

Eins og heimilislausir hafi haldið til í Seljavallalaug

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Seljavallalaug.
Frá Seljavallalaug. Vísir/Getty
„Þetta er ein elsta sundlaug Íslands og á að líta vel út þó hún sé gömul,“ segir Erla Þórdís Traustadóttir. Þar talar hún um Seljavallalaug, en hún fór þangað með 16 skiptinema í gær. Erla segist hafa hlakkað til að fara í laugina og að hún hefði aldrei gert það áður, hins vegar hefði ástandið á búningsklefunum ekki verið gott.

„Í búningsklefanum hjá konum voru eldgömul skítug handklæði og notað dömubindi á gólfinu, rusl út í horni og þetta var mjög ósmekklegt,“ segir Erla í samtali við Vísi.

Tvær síðustu umfjallanir um Seljavallalaug á Tripadvisor.com fjalla um hve ógeðslegir búningsklefarnir séu. Leslie frá Bandaríkjunum segir fyrir viku síðan að útlitið hafi verið eins og heimilislausir hafi haldið til þar en gefist upp á því vegna ástandsins.

Margir minnast á ástand búningsklefa og slæma umgengni í umfjöllunum sínum. Einn sem skrifar umfjöllun segir að það sem hafi slegið hann mest hafi verið klósettpappír í mosanum við laugina.

Seljavallalaug var friðlýst árið 2006. Árið 2012 veitti húsafriðunarsjóður tvö hundruð þúsund króna styrk til endurbóta á lauginni en styrkurinn var ekki nýttur og féll niður


Tengdar fréttir

Seljavallalaug ein af bestu sundlaugum veraldar

Lesendur The Guardian hafa valið Seljavallalaug sem eina af tíu bestu sundlaugum veraldar. Fyrir þá sem ekki vita er Seljavallalaug jarðhitalaug sem staðsett er í Laugárgili undir Eyjafjöllum.

Formaður ungmennafélags vill ekki afskipti af Seljavallalaug

Formaður Ungmennafélagsins Eyfellings, sem á Seljavallalaug, segir moldviðri í kringum laugina; hún sé í ágætu standi og viðhald ekki aðkallandi. Byggðaráð Rangárþings eystra og Minjastofnun telja brýna þörf fyrir endurbætur á lauginni.

Umhverfissóðar við Seljavallalaug

Óprútnir umhverfissóðar hafa spreyjað gulri lakkmálningu á þó nokkra steina í grennd við Seljavallalaug á Suðurlandi, en slaugin er ekki vöktuð. Ekki er vitað hverjir eru að verki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×