Dæmi um tímakaup upp á tæpar 600 krónur sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 18. júlí 2016 11:33 Grunur leikur á brotið hafi verið alvarlega á réttindum starfsmanna á vinnusvæðinu við Bakka norðan Húsavíkur. Vísir/GVA Grunur leikur á brotið hafi verið alvarlega á réttindum starfsmanna á vinnusvæðinu við Bakka norðan Húsavíkur. Dæmi eru um að starfsfólk hafi fengið undir sex hundruð krónur í tímakaup og að það hafi verið svikið um á þriðja hundrað þúsund krónur í hverjum mánuði. Morgunblaðið greindi fyrst frá. Framsýn stéttarfélag fundaði með lögreglu í síðustu viku til að hafa yfir mál sem komið hafa inn á borð félagsins og varða alvarleg brot á vinnumarkaði á félagssvæðinu, að því er segir á heimasíðu félagsins. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar, segir að um sé að ræða brot af hálfu erlendra undirverktaka, ýmist frá Póllandi og Litháen.Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar. „Við erum að sjá kaup til dæmis, laun í kringum 150 þúsund krónur á mánuði fyrir fulla vinnu, þegar lágmarkslaun eru 250 þúsund á Íslandi til dæmis. Við erum að sjá hugmyndir um tímakaup upp á 588 krónur, sem og kaup upp á 700-800 krónur, sem náttúrulega langt neðan við þær reglur sem gilda á Íslandi,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. Brotin séu margvísleg, en að um sé að ræða brot á íslenskum lögum og kjarasamningum. Hann segir að umræddir starfsmenn vinni um 120 til 130 prósent vinnu, og þannig séu þeir sviknir um hátt í þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði. „Miðað við vinnutímann hjá þessum mönnum þá hefði þessi mánuður átt að gefa þeim í kringum 400 þúsund krónur, því þetta eru menn sem vinna umfram fulla vinnuskyldu.“ Aðalsteinn ítrekar að flest allir á svæðinu standi sig vel. Einungis sé um einstaka undirverktaka að ræða, og að vel sé fylgst með öllum þeim sem þarna starfi, en mikil uppbygging á sér stað á þessu svæði. „Við vinnum þetta á breiðum grundvelli. Það hefur tekist mjög vel að koma í veg fyrir þessi undirboð með þessu eftirliti og skilningi verkkaupa og verktaka sem eru ráðandi verktakar, þannig að við eigum mjög gott samstarf við þá. Í þessari viku erum við með mál sem við erum að fylgja eftir og reynum að leysa. Það eru tvö mál í þessari viku sem við þurfum að leysa og tengjast þessum undirboðum,“ segir Aðalsteinn.Leiðrétting: Upphaflega var birt mynd af gröfu og vörubíl í eigu Þ.S Verktaka. Tekið er fram að ekki er átt við Þ.S Verktaka í þessari frétt. Beðist er velvirðingar á þessu. Tengdar fréttir Brotið á verkafólki á Þeistareykjum Tugir starfsmanna fengu um 1.200 krónur á tímann síðasta sumar fyrir vinnu við uppbyggingu við Þeistareyki. Unnu 68 tíma á viku. 29. mars 2016 06:00 Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Áætlað að íbúum Húsavíkur fjölgi um allt að 400 manns Ráðamenn Norðurþings sjá fram á að reisa þurfi 120 nýjar íbúðir á Húsavík á næstu árum. 9. júlí 2016 22:22 Þeir nota stultur til að létta sér störfin Stultur eins og krakkar léku sér gjarnan á í gamla daga geta komið sér vel á ólíklegustu stöðum. 10. júlí 2016 22:36 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Grunur leikur á brotið hafi verið alvarlega á réttindum starfsmanna á vinnusvæðinu við Bakka norðan Húsavíkur. Dæmi eru um að starfsfólk hafi fengið undir sex hundruð krónur í tímakaup og að það hafi verið svikið um á þriðja hundrað þúsund krónur í hverjum mánuði. Morgunblaðið greindi fyrst frá. Framsýn stéttarfélag fundaði með lögreglu í síðustu viku til að hafa yfir mál sem komið hafa inn á borð félagsins og varða alvarleg brot á vinnumarkaði á félagssvæðinu, að því er segir á heimasíðu félagsins. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar, segir að um sé að ræða brot af hálfu erlendra undirverktaka, ýmist frá Póllandi og Litháen.Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar. „Við erum að sjá kaup til dæmis, laun í kringum 150 þúsund krónur á mánuði fyrir fulla vinnu, þegar lágmarkslaun eru 250 þúsund á Íslandi til dæmis. Við erum að sjá hugmyndir um tímakaup upp á 588 krónur, sem og kaup upp á 700-800 krónur, sem náttúrulega langt neðan við þær reglur sem gilda á Íslandi,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. Brotin séu margvísleg, en að um sé að ræða brot á íslenskum lögum og kjarasamningum. Hann segir að umræddir starfsmenn vinni um 120 til 130 prósent vinnu, og þannig séu þeir sviknir um hátt í þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði. „Miðað við vinnutímann hjá þessum mönnum þá hefði þessi mánuður átt að gefa þeim í kringum 400 þúsund krónur, því þetta eru menn sem vinna umfram fulla vinnuskyldu.“ Aðalsteinn ítrekar að flest allir á svæðinu standi sig vel. Einungis sé um einstaka undirverktaka að ræða, og að vel sé fylgst með öllum þeim sem þarna starfi, en mikil uppbygging á sér stað á þessu svæði. „Við vinnum þetta á breiðum grundvelli. Það hefur tekist mjög vel að koma í veg fyrir þessi undirboð með þessu eftirliti og skilningi verkkaupa og verktaka sem eru ráðandi verktakar, þannig að við eigum mjög gott samstarf við þá. Í þessari viku erum við með mál sem við erum að fylgja eftir og reynum að leysa. Það eru tvö mál í þessari viku sem við þurfum að leysa og tengjast þessum undirboðum,“ segir Aðalsteinn.Leiðrétting: Upphaflega var birt mynd af gröfu og vörubíl í eigu Þ.S Verktaka. Tekið er fram að ekki er átt við Þ.S Verktaka í þessari frétt. Beðist er velvirðingar á þessu.
Tengdar fréttir Brotið á verkafólki á Þeistareykjum Tugir starfsmanna fengu um 1.200 krónur á tímann síðasta sumar fyrir vinnu við uppbyggingu við Þeistareyki. Unnu 68 tíma á viku. 29. mars 2016 06:00 Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Áætlað að íbúum Húsavíkur fjölgi um allt að 400 manns Ráðamenn Norðurþings sjá fram á að reisa þurfi 120 nýjar íbúðir á Húsavík á næstu árum. 9. júlí 2016 22:22 Þeir nota stultur til að létta sér störfin Stultur eins og krakkar léku sér gjarnan á í gamla daga geta komið sér vel á ólíklegustu stöðum. 10. júlí 2016 22:36 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Brotið á verkafólki á Þeistareykjum Tugir starfsmanna fengu um 1.200 krónur á tímann síðasta sumar fyrir vinnu við uppbyggingu við Þeistareyki. Unnu 68 tíma á viku. 29. mars 2016 06:00
Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45
Áætlað að íbúum Húsavíkur fjölgi um allt að 400 manns Ráðamenn Norðurþings sjá fram á að reisa þurfi 120 nýjar íbúðir á Húsavík á næstu árum. 9. júlí 2016 22:22
Þeir nota stultur til að létta sér störfin Stultur eins og krakkar léku sér gjarnan á í gamla daga geta komið sér vel á ólíklegustu stöðum. 10. júlí 2016 22:36