Enski boltinn

Coutinho ekki meira með á árinu 2016

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Coutinho var sárþjáður þegar hann fór af velli gegn Sunderland.
Coutinho var sárþjáður þegar hann fór af velli gegn Sunderland. vísir/getty
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur staðfest að Philippe Coutinho muni ekki spila meira á þessu ári.

Coutinho meiddist á ökkla í leik Liverpool og Sunderland á Anfield á laugardaginn og þurfti að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik.

„Það eru nokkrar vikur þangað til Phil getur spilað aftur með okkur,“ sagði Klopp sem staðfesti að Coutinho myndi ekki snúa aftur á völlinn fyrr en á nýja árinu.

Coutinho hefur verið einn allra besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu en þessi skemmtilegi Brasilíumaður hefur skorað fimm mörk og gefið fimm stoðsendingar í 13 deildarleikjum.

Liverpool er í 2. sæti deildarinnar með 30 stig, einu stigi á eftir toppliði Chelsea.


Tengdar fréttir

Hazard: Manchester City og Liverpool

Eden Hazard, leikmaður Chelsea, telur að Chelsea muni berjast um enska meistaratitilinn við Manchester City og Liverpool en einu stig munar nú á þessum þremur efstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar.

Er Coutinho ökklabrotinn?

Philippe Coutinho, hinn stórskemmtilegi leikmaður Liverpool, gæti verið frá í lengri tíma eftir að hann meiddist í sigri gegn Sunderland í dag.

Coutinho með sködduð liðbönd?

Philippe Coutinho fór meiddur af velli í leiknum gegn Sunderland á Anfield í gær. Óttast er að liðbönd hafi skaddast en það gæti þýtt langa fjarveru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×