Enski boltinn

Origi og Milner kláruðu Sunderland | Sjáðu mörkin

Það tók Liverpool 75 mínútur að komast yfir gegn Sunderland á heimavelli í dag, en lokatölur urðu 2-0 sigur Liverpool.

Liverpool óð í færum í fyrri hálfleik, en náði ekki að troða boltanum í netið og staðan var því markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik.

Heimamenn í Liverpool urðu fyrir áfalli í fyrri hálfleik þegar Coutinho fór af velli vegna meiðsla, en hann var borinn af velli. Meiðsli hans litu út fyrir að vera alvarleg.

Áfram héldu yfirburðir Liverpool í síðari hálfleik. Fyrsta mark leiksins kom þegar stundarfjórðungur var eftir þegar Divock Origi skoraði með fallegu skoti í fjærhornið.

Annað markið kom eftir frábæran sprett Sadio Mane, en hann fiskaði vítaspyrnu. James Milner steig á punktinn og skoraði. Lokatölur 2-0.

Með sigrinum skaust Liverpool á toppinn í nokkra tíma að minnsta kosti, en liðið er með betri markatölu en City. Chelsea getur svo farið á toppinn með sigri á taplausu Tottenham-liði á eftir.

Sunderland er áfram á botninum með átta stig, en enn tekst David Moyes ekki að vinna á Anfield.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×