BYKO gert að greiða tíunda hluta upphaflegrar sektar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. október 2015 18:16 Sekt BYKO var lækkuð úr 650 milljónum niður í 65 milljónir. vísir/ernir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þess efnis að BYKO hafi brotið gegn banni við ólögmætu samráði. Nefndin taldi brotin hins vegar ekki jafn alvarleg og Samkeppniseftirlitið og var sekt fyrirtækisins því lækkuð úr 650 milljónum í 65 milljónir. Úrskurður þessa efnis var kveðinn upp í dag. Í úrskurði áfrýjunarnefndarinnar segir að „BYKO hafi brotið gegn ákvæðum 10. gr. samkeppnislaga. Er því í meginatriðum lýst að skipulögð og kerfisbundin upplýsingaskipti um verð hafi leitt til ástands sem þróaðist í þá átt að gera báðum kleift að hækka verð sín. Hin tíðu samskipti leiddu einnig til þess að leitað var eftir hreinræktuðu verðsamráði...“ Í apríl féll dómur í Héraðsdómi Reykjaness í máli sérstaks saksóknara gegn starfsmönnum Húsasmiðjunnar, BYKO og Úlfsins sem tengdust málinu. Taldi áfrýjunarnefndin að hún væri ekki bundin af niðurstöðu dómsins en þar voru ellefu af tólf sakborningum sýknaðir. Orðrétt sagði í niðurstöðum dómsins: „Benda öll þessi skilaboð til þess að hið gagnstæða hafi verið, mikil og hörð samkeppni, en ekki verðsamráð“. Í yfirlýsingu frá Samkeppniseftirlitinu kemur fram að því sé falið að meta hvort þeir almannahagsmunir, sem felast í virkri samkeppni, kalli á að úrskurðir áfrýjunarnefndarinnar séu bornir undir dómstóla. Í samræmi við þessar skyldur mun Samkeppniseftirlitið fara yfir forsendur nefndarinnar. Í yfirlýsingu frá BYKO segir að fyrirtækið hafi alltaf haldið fram sakleysi sínu gagnvart hvers kyns ásökunum um ólögmætt verðsamráð. Enda þótt Áfrýjunarnefnd samkeppnismála komist að þeirri niðurstöðu að sektarfjárhæðin skuli einungis vera 10% af ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er ljóst að nefndin hefur að engu framangreinda niðurstöðu héraðsdóms um að ekki hafi verið um verðsamráð að ræða. BYKO lítur á úrskurð áfrýjunarnefndar sem áfangasigur og telur sig vera saklaust af hvers kyns ólögmætu verðsamráði. BYKO mun leita allra leiða til þess að fá þá einörðu afstöðu sína staðfesta. Tengdar fréttir Neita því að hafa kannað framtíðarverð: "Hefði verið fáránlegt“ Aðalmeðferð í máli embættis sérstaks saksóknara gegn 12 starfsmönnum Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins var framhaldið í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 13. febrúar 2015 11:00 BYKO sektað um 650 milljónir vegna ólögmæts samráðs Samkeppniseftirlitið metur brot BYKO mjög alvarleg. 15. maí 2015 11:12 Sár og reiður yfir risasekt Samkeppniseftirlitsins Samkeppniseftirlitið sektaði BYKO í dag um 650 milljónir fyrir alvarlegt verðsamráð við Húsasmiðjuna. BYKO áfrýjar niðurstöðunni. 15. maí 2015 19:00 Brot Byko alvarleg og ollu almenningi öllum tjóni Samkeppniseftirlitið sektað Byko í gær um 650 milljónir króna vegna ólöglegs samráðs. Stjórnendur Byko saka Samkeppniseftirlitið um áróður og segja ákvörðunina í andstöðu við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness. 16. maí 2015 07:00 Byko hætti verðkönnunum eftir handtökur: „Gerðuð þetta grunsamlegt“ Saksóknari spilaði hlerað símtal þar sem yfirmaður heyrðist segja: „Við höfum verið too much í cutting corners“ 12. febrúar 2015 14:06 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þess efnis að BYKO hafi brotið gegn banni við ólögmætu samráði. Nefndin taldi brotin hins vegar ekki jafn alvarleg og Samkeppniseftirlitið og var sekt fyrirtækisins því lækkuð úr 650 milljónum í 65 milljónir. Úrskurður þessa efnis var kveðinn upp í dag. Í úrskurði áfrýjunarnefndarinnar segir að „BYKO hafi brotið gegn ákvæðum 10. gr. samkeppnislaga. Er því í meginatriðum lýst að skipulögð og kerfisbundin upplýsingaskipti um verð hafi leitt til ástands sem þróaðist í þá átt að gera báðum kleift að hækka verð sín. Hin tíðu samskipti leiddu einnig til þess að leitað var eftir hreinræktuðu verðsamráði...“ Í apríl féll dómur í Héraðsdómi Reykjaness í máli sérstaks saksóknara gegn starfsmönnum Húsasmiðjunnar, BYKO og Úlfsins sem tengdust málinu. Taldi áfrýjunarnefndin að hún væri ekki bundin af niðurstöðu dómsins en þar voru ellefu af tólf sakborningum sýknaðir. Orðrétt sagði í niðurstöðum dómsins: „Benda öll þessi skilaboð til þess að hið gagnstæða hafi verið, mikil og hörð samkeppni, en ekki verðsamráð“. Í yfirlýsingu frá Samkeppniseftirlitinu kemur fram að því sé falið að meta hvort þeir almannahagsmunir, sem felast í virkri samkeppni, kalli á að úrskurðir áfrýjunarnefndarinnar séu bornir undir dómstóla. Í samræmi við þessar skyldur mun Samkeppniseftirlitið fara yfir forsendur nefndarinnar. Í yfirlýsingu frá BYKO segir að fyrirtækið hafi alltaf haldið fram sakleysi sínu gagnvart hvers kyns ásökunum um ólögmætt verðsamráð. Enda þótt Áfrýjunarnefnd samkeppnismála komist að þeirri niðurstöðu að sektarfjárhæðin skuli einungis vera 10% af ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er ljóst að nefndin hefur að engu framangreinda niðurstöðu héraðsdóms um að ekki hafi verið um verðsamráð að ræða. BYKO lítur á úrskurð áfrýjunarnefndar sem áfangasigur og telur sig vera saklaust af hvers kyns ólögmætu verðsamráði. BYKO mun leita allra leiða til þess að fá þá einörðu afstöðu sína staðfesta.
Tengdar fréttir Neita því að hafa kannað framtíðarverð: "Hefði verið fáránlegt“ Aðalmeðferð í máli embættis sérstaks saksóknara gegn 12 starfsmönnum Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins var framhaldið í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 13. febrúar 2015 11:00 BYKO sektað um 650 milljónir vegna ólögmæts samráðs Samkeppniseftirlitið metur brot BYKO mjög alvarleg. 15. maí 2015 11:12 Sár og reiður yfir risasekt Samkeppniseftirlitsins Samkeppniseftirlitið sektaði BYKO í dag um 650 milljónir fyrir alvarlegt verðsamráð við Húsasmiðjuna. BYKO áfrýjar niðurstöðunni. 15. maí 2015 19:00 Brot Byko alvarleg og ollu almenningi öllum tjóni Samkeppniseftirlitið sektað Byko í gær um 650 milljónir króna vegna ólöglegs samráðs. Stjórnendur Byko saka Samkeppniseftirlitið um áróður og segja ákvörðunina í andstöðu við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness. 16. maí 2015 07:00 Byko hætti verðkönnunum eftir handtökur: „Gerðuð þetta grunsamlegt“ Saksóknari spilaði hlerað símtal þar sem yfirmaður heyrðist segja: „Við höfum verið too much í cutting corners“ 12. febrúar 2015 14:06 Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Neita því að hafa kannað framtíðarverð: "Hefði verið fáránlegt“ Aðalmeðferð í máli embættis sérstaks saksóknara gegn 12 starfsmönnum Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins var framhaldið í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 13. febrúar 2015 11:00
BYKO sektað um 650 milljónir vegna ólögmæts samráðs Samkeppniseftirlitið metur brot BYKO mjög alvarleg. 15. maí 2015 11:12
Sár og reiður yfir risasekt Samkeppniseftirlitsins Samkeppniseftirlitið sektaði BYKO í dag um 650 milljónir fyrir alvarlegt verðsamráð við Húsasmiðjuna. BYKO áfrýjar niðurstöðunni. 15. maí 2015 19:00
Brot Byko alvarleg og ollu almenningi öllum tjóni Samkeppniseftirlitið sektað Byko í gær um 650 milljónir króna vegna ólöglegs samráðs. Stjórnendur Byko saka Samkeppniseftirlitið um áróður og segja ákvörðunina í andstöðu við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness. 16. maí 2015 07:00
Byko hætti verðkönnunum eftir handtökur: „Gerðuð þetta grunsamlegt“ Saksóknari spilaði hlerað símtal þar sem yfirmaður heyrðist segja: „Við höfum verið too much í cutting corners“ 12. febrúar 2015 14:06