BYKO gert að greiða tíunda hluta upphaflegrar sektar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. október 2015 18:16 Sekt BYKO var lækkuð úr 650 milljónum niður í 65 milljónir. vísir/ernir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þess efnis að BYKO hafi brotið gegn banni við ólögmætu samráði. Nefndin taldi brotin hins vegar ekki jafn alvarleg og Samkeppniseftirlitið og var sekt fyrirtækisins því lækkuð úr 650 milljónum í 65 milljónir. Úrskurður þessa efnis var kveðinn upp í dag. Í úrskurði áfrýjunarnefndarinnar segir að „BYKO hafi brotið gegn ákvæðum 10. gr. samkeppnislaga. Er því í meginatriðum lýst að skipulögð og kerfisbundin upplýsingaskipti um verð hafi leitt til ástands sem þróaðist í þá átt að gera báðum kleift að hækka verð sín. Hin tíðu samskipti leiddu einnig til þess að leitað var eftir hreinræktuðu verðsamráði...“ Í apríl féll dómur í Héraðsdómi Reykjaness í máli sérstaks saksóknara gegn starfsmönnum Húsasmiðjunnar, BYKO og Úlfsins sem tengdust málinu. Taldi áfrýjunarnefndin að hún væri ekki bundin af niðurstöðu dómsins en þar voru ellefu af tólf sakborningum sýknaðir. Orðrétt sagði í niðurstöðum dómsins: „Benda öll þessi skilaboð til þess að hið gagnstæða hafi verið, mikil og hörð samkeppni, en ekki verðsamráð“. Í yfirlýsingu frá Samkeppniseftirlitinu kemur fram að því sé falið að meta hvort þeir almannahagsmunir, sem felast í virkri samkeppni, kalli á að úrskurðir áfrýjunarnefndarinnar séu bornir undir dómstóla. Í samræmi við þessar skyldur mun Samkeppniseftirlitið fara yfir forsendur nefndarinnar. Í yfirlýsingu frá BYKO segir að fyrirtækið hafi alltaf haldið fram sakleysi sínu gagnvart hvers kyns ásökunum um ólögmætt verðsamráð. Enda þótt Áfrýjunarnefnd samkeppnismála komist að þeirri niðurstöðu að sektarfjárhæðin skuli einungis vera 10% af ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er ljóst að nefndin hefur að engu framangreinda niðurstöðu héraðsdóms um að ekki hafi verið um verðsamráð að ræða. BYKO lítur á úrskurð áfrýjunarnefndar sem áfangasigur og telur sig vera saklaust af hvers kyns ólögmætu verðsamráði. BYKO mun leita allra leiða til þess að fá þá einörðu afstöðu sína staðfesta. Tengdar fréttir Neita því að hafa kannað framtíðarverð: "Hefði verið fáránlegt“ Aðalmeðferð í máli embættis sérstaks saksóknara gegn 12 starfsmönnum Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins var framhaldið í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 13. febrúar 2015 11:00 BYKO sektað um 650 milljónir vegna ólögmæts samráðs Samkeppniseftirlitið metur brot BYKO mjög alvarleg. 15. maí 2015 11:12 Sár og reiður yfir risasekt Samkeppniseftirlitsins Samkeppniseftirlitið sektaði BYKO í dag um 650 milljónir fyrir alvarlegt verðsamráð við Húsasmiðjuna. BYKO áfrýjar niðurstöðunni. 15. maí 2015 19:00 Brot Byko alvarleg og ollu almenningi öllum tjóni Samkeppniseftirlitið sektað Byko í gær um 650 milljónir króna vegna ólöglegs samráðs. Stjórnendur Byko saka Samkeppniseftirlitið um áróður og segja ákvörðunina í andstöðu við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness. 16. maí 2015 07:00 Byko hætti verðkönnunum eftir handtökur: „Gerðuð þetta grunsamlegt“ Saksóknari spilaði hlerað símtal þar sem yfirmaður heyrðist segja: „Við höfum verið too much í cutting corners“ 12. febrúar 2015 14:06 Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Siggi til Varist Viðskipti innlent Peningaskápurinn ... Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Sjá meira
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þess efnis að BYKO hafi brotið gegn banni við ólögmætu samráði. Nefndin taldi brotin hins vegar ekki jafn alvarleg og Samkeppniseftirlitið og var sekt fyrirtækisins því lækkuð úr 650 milljónum í 65 milljónir. Úrskurður þessa efnis var kveðinn upp í dag. Í úrskurði áfrýjunarnefndarinnar segir að „BYKO hafi brotið gegn ákvæðum 10. gr. samkeppnislaga. Er því í meginatriðum lýst að skipulögð og kerfisbundin upplýsingaskipti um verð hafi leitt til ástands sem þróaðist í þá átt að gera báðum kleift að hækka verð sín. Hin tíðu samskipti leiddu einnig til þess að leitað var eftir hreinræktuðu verðsamráði...“ Í apríl féll dómur í Héraðsdómi Reykjaness í máli sérstaks saksóknara gegn starfsmönnum Húsasmiðjunnar, BYKO og Úlfsins sem tengdust málinu. Taldi áfrýjunarnefndin að hún væri ekki bundin af niðurstöðu dómsins en þar voru ellefu af tólf sakborningum sýknaðir. Orðrétt sagði í niðurstöðum dómsins: „Benda öll þessi skilaboð til þess að hið gagnstæða hafi verið, mikil og hörð samkeppni, en ekki verðsamráð“. Í yfirlýsingu frá Samkeppniseftirlitinu kemur fram að því sé falið að meta hvort þeir almannahagsmunir, sem felast í virkri samkeppni, kalli á að úrskurðir áfrýjunarnefndarinnar séu bornir undir dómstóla. Í samræmi við þessar skyldur mun Samkeppniseftirlitið fara yfir forsendur nefndarinnar. Í yfirlýsingu frá BYKO segir að fyrirtækið hafi alltaf haldið fram sakleysi sínu gagnvart hvers kyns ásökunum um ólögmætt verðsamráð. Enda þótt Áfrýjunarnefnd samkeppnismála komist að þeirri niðurstöðu að sektarfjárhæðin skuli einungis vera 10% af ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er ljóst að nefndin hefur að engu framangreinda niðurstöðu héraðsdóms um að ekki hafi verið um verðsamráð að ræða. BYKO lítur á úrskurð áfrýjunarnefndar sem áfangasigur og telur sig vera saklaust af hvers kyns ólögmætu verðsamráði. BYKO mun leita allra leiða til þess að fá þá einörðu afstöðu sína staðfesta.
Tengdar fréttir Neita því að hafa kannað framtíðarverð: "Hefði verið fáránlegt“ Aðalmeðferð í máli embættis sérstaks saksóknara gegn 12 starfsmönnum Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins var framhaldið í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 13. febrúar 2015 11:00 BYKO sektað um 650 milljónir vegna ólögmæts samráðs Samkeppniseftirlitið metur brot BYKO mjög alvarleg. 15. maí 2015 11:12 Sár og reiður yfir risasekt Samkeppniseftirlitsins Samkeppniseftirlitið sektaði BYKO í dag um 650 milljónir fyrir alvarlegt verðsamráð við Húsasmiðjuna. BYKO áfrýjar niðurstöðunni. 15. maí 2015 19:00 Brot Byko alvarleg og ollu almenningi öllum tjóni Samkeppniseftirlitið sektað Byko í gær um 650 milljónir króna vegna ólöglegs samráðs. Stjórnendur Byko saka Samkeppniseftirlitið um áróður og segja ákvörðunina í andstöðu við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness. 16. maí 2015 07:00 Byko hætti verðkönnunum eftir handtökur: „Gerðuð þetta grunsamlegt“ Saksóknari spilaði hlerað símtal þar sem yfirmaður heyrðist segja: „Við höfum verið too much í cutting corners“ 12. febrúar 2015 14:06 Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Siggi til Varist Viðskipti innlent Peningaskápurinn ... Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Sjá meira
Neita því að hafa kannað framtíðarverð: "Hefði verið fáránlegt“ Aðalmeðferð í máli embættis sérstaks saksóknara gegn 12 starfsmönnum Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins var framhaldið í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 13. febrúar 2015 11:00
BYKO sektað um 650 milljónir vegna ólögmæts samráðs Samkeppniseftirlitið metur brot BYKO mjög alvarleg. 15. maí 2015 11:12
Sár og reiður yfir risasekt Samkeppniseftirlitsins Samkeppniseftirlitið sektaði BYKO í dag um 650 milljónir fyrir alvarlegt verðsamráð við Húsasmiðjuna. BYKO áfrýjar niðurstöðunni. 15. maí 2015 19:00
Brot Byko alvarleg og ollu almenningi öllum tjóni Samkeppniseftirlitið sektað Byko í gær um 650 milljónir króna vegna ólöglegs samráðs. Stjórnendur Byko saka Samkeppniseftirlitið um áróður og segja ákvörðunina í andstöðu við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness. 16. maí 2015 07:00
Byko hætti verðkönnunum eftir handtökur: „Gerðuð þetta grunsamlegt“ Saksóknari spilaði hlerað símtal þar sem yfirmaður heyrðist segja: „Við höfum verið too much í cutting corners“ 12. febrúar 2015 14:06