Erlent

Brottflutningur frá Aleppo stöðvaður

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Ríkisstjórn Sýrlands hefur stöðvað brottflutning almennra borgara frá austurhluta Aleppo. Uppreisnarmenn eru sakaðir um að hafa brotið gegn skilmálum samkomulagsins varðandi brottflutninginn með því að koma í veg fyrir brottflutning frá tveimur öðrum bæjum í Sýrlandi sem stjórnarherinn stjórnar og uppreisnarhópar sitja um.

Ástæðan liggur hins vegar ekki fyrir og ganga ásakanir á víxl.

Fregnir hafa einnig borist af því að skotið hafi verið á rútur sem notaðar voru til að flytja borgara.

Þá hefur Alþjóðlegu heilbrigðisstofnuninni, Rauða krossinum, rauða hálfmánanum og öðrum góðgerðarsamtökum verið skipað að yfirgefa Aleppo.

Búið er að flytja minnst sex þúsund manns frá borginni frá því í gær, en Sameinuðu þjóðirnar áætla að rúmlega 50 þúsund manns séu þar enn.


Tengdar fréttir

Íbúar fastir og komast ekki frá Aleppo

Ekkert varð úr vopnahléi sem átti að gefa íbúum í hverfum uppreisnarmanna í Aleppo tækifæri til að forða sér. Loftárásir stjórnarhersins hófust að nýju í gær. Amnesty International sakar stjórnarherinn um stríðsglæpi.

Varar við því að Idlib geti orðið næsta Aleppo

Staffan di Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, segir að borgin Idlib í norðvesturhluta landsins geti orðið næsta Aleppo ef vopnahléi verður ekki komið á í landinu eða komist verði að pólitísku samkomulagi um að binda enda á styrjöldina sem þar hefur geisað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×