Erlent

Brelfie nýjasta æðið á Facebook

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Mæðurnar berjast fyrir breyttu viðhorfi.
Mæðurnar berjast fyrir breyttu viðhorfi. vísir/getty
„Brelfie“ er nýtt æði á samskiptamiðlum. Þar láta nýbakaðar mæður til sín taka með því að birta af sér sjálfmyndir með barnið á brjósti, en það er meðal annars liður í baráttunni við breytt viðhorf á brjóstagjöf á almannafæri. Orðið brelfie er dregið af ensku orðunum breastfeeding selfie, eða „brjóstagjafarsjálfsmynd“.

Myndbirtingarnar eru umdeildar og hafa samskiptamiðlar logað að undanförnu. Mæðurnar hafa sætt töluverðri gagnrýni og segja sumir að „sumt eigi einfaldlega ekki heima á netinu“. Aðrir segja að „barnið hafi ekkert val og myndbirtingarnar þar af leiðandi ósanngjarnar“.

Brjóstagjafarmyndum hefur reglulega verið eytt út af samskiptamiðlum, þar sem sumir segja myndirnar misbjóða blygðunarkennd sinni. Facebook hefur þó breytt stefnu sinni gagnvart slíkum myndbirtingum og eru þær nú leyfðar.


Tengdar fréttir

Fjörutíu mæður gefa brjóst á Café París - meinlegur misskilningur

Rúmlega fjörutíu mæður ætla að hittast á kaffihúsinu Café París í miðborg Reykjavíkur á fimmtudaginn og gefa börnum sínum brjóst. Um er að ræða mótmæli vegna pistils sem Hrafnhildur A. Björnsdóttir ritaði á heimasíðuna Spegll.is en þar lýsti hún því þegar vinkonu hennar var meinað að gefa barni sínu brjóst á veitingastað í Reykjavík.

Vísað af veitingastöðum fyrir að gefa brjóst

Viðhorf gagnvart brjóstagjöf á almannafæri hér á landi virðist hafa versnað síðustu ár segir einn skipuleggjandi brjóstagjafarviku. Dæmi eru um að konum hafi verið vísað út af veitingastöðum fyrir það eitt að gefa brjóst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×