Biskup segir ráðherra fara gegn frelsi skoðana Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 29. september 2015 07:00 Samtökin 78 vilja tryggja mannréttindi samkynja para sem vilja gifta sig í kirkju. Vísir/Andri Marínó „Þegar prestar gegna opinberum skyldum eins og nú er, enda hefur hjúskaparvígsla lögformlegar afleiðingar, tel ég að þeir geti ekki hafnað að gefa saman pör á grundvelli kynhneigðar þeirra. Verði hins vegar breytingar þar á, og sú athöfn verði einungis blessunarathöfn, eigi önnur sjónarmið við,“ svarar Ólöf Nordal innanríkisráðherra spurð hvort hún telji eðlilegt að hjúskaparlög séu skoðuð sem sérlög gagnvart lögum um opinberar skyldur og réttindi starfsmanna ríkisins. Lög sem leggja bann við að opinberir starfsmenn mismuni almenningi.Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti og starfandi biskup.Vísir/GVA„Með þessari yfirlýsingu innanríkisráðherra er komin upp alveg ný staða í málinu. Ef frelsi skoðana og sannfæringar sem stjórnarskráin tryggir gildir ekki hér, gildir það ákvæði þá nokkurn tíma?“ spyr starfandi biskup og vígslubiskup, Kristján Valur Ingólfsson, og segir Þjóðkirkjuna munu fara fram á að allri óvissu um málið verði eytt. Hilmar Hildar Magnúsarson, formaður Samtakanna 78, segist geta verið sammála Kristjáni Valum það eitt að það þurfi að eyða óvissu í málinu. Hilmar Hildar Magnúsarson, formaður Samtakanna 78.vísir/gva„Það væri mjög til bóta. Annars stend ég við fyrri málflutning minn. Þetta er grundvallarprinsipp og getur ekki verið óhreyft í lögum. Það skiptir ekki máli hversu fáir mögulega hafna samkynja pari um hjónavígslu, það sem skiptir máli er að heimildin sé ekki til staðar í lögum. Þannig er það nú.“ Frumvarp til breytingar á lögum er ekki á þingmálaskrá innanríkisráðherra fyrir komandi vetur í þinginu. Umræðan þykir Ólöfu hins vegar tilefni til að farið verði yfir þessi mál. Annars vegar hjá kirkjunni sjálfri, að hún hafi skýra afstöðu og jafnframt að löggjöfin sé skýr um þessi réttindi. Ólöf mun leita eftir tillögum biskups við setningu reglna um það hvenær prestum sé skylt eða eftir atvikum heimilt að framkvæma hjónavígslu. „Reglur um það hafa ekki verið settar, en aðkoma biskups að þeim reglum byggir væntanlega á sjálfstæði þjóðkirkjunnar sem trúfélags. Hins vegar telur ráðuneytið að tilefni sé til að kalla eftir tillögum frá biskupi um það hvenær prestum sé skylt að framkvæma hjónavígslu og hvenær þeim sé það heimilt."Ólöf Nordal innanríkisráðherra.vísir/ernirÓlöf lagði fram breytingartillögu í allsherjarnefnd þegar ný hjúskaparlög voru til umfjöllunar þingveturinn 2009-2010 þess efnis að festa það í lög að prestum yrði aldrei skylt að framkvæma hjónavígslu gegn trúarlegri sannfæringu sinni. Hún segir nefndarálitið lagt fram þegar verið var að breyta lögum og búa til ein hjúskaparlög. „Ýmis álitamál voru uppi í þeirri umræðu, m.a. það að misræmi væri á milli laga þegar litið var til borgaralegra vígslumanna og trúarlegra. Sú skylda var lögð á borgaralega vígslumenn að gefa ávallt saman meðan slíkt var ekki eins afdráttarlaust þegar litið var til trúarlegra vígslumanna. Í nefndaráliti meirihlutans kom fram að hann taldi ekki unnt að leggja skyldu presta að gefa saman hjón þar sem það gæti farið í bága við réttindi viðkomandi presta." Ólöf nefnir einnig að þá hafi komið til umræðu hvort trúarlegir vígslumenn ættu yfirleitt að geta gefið hjón saman í lögformlegan gerning. „Hvort rétt væri að stíga það skref að trúarleg vígsla væri blessunarathöfn en hin lögformlega væri alltaf borgaraleg, þ.e. hjón yrðu að láta skrá sig hjá yfirvaldi og gæti þá í kjölfarið valið blessunarathöfn trúfélags.“ Tengdar fréttir Samviskufrelsi presta bull, trúarbrögð ekki æðri mannréttindum Séra Hildur Eir Bolladóttir segir samviskufrelsi presta bull. Í Fréttablaðinu í dag segir vígslubiskup í Skálholti og starfandi biskup, Kristján Valur Ingólfsson, að samviskufrelsi presta sé stjórnarskrárvarinn réttur og meðal dýrmætustu mannréttinda. 24. september 2015 11:59 Starfandi biskup telur samviskufrelsi presta dýrmætan rétt Segir innanríkikisráðherra ekki getað skikkað presta til að gefa saman samkynhneigð pör. 28. september 2015 20:00 Segir kirkjuna leggjast gegn réttarbótum samkynhneigðra Baldur Þórhallsson segir kirkjuna hafa barist leynt og ljóst gegn mannréttindum samkynhneigðra og kallar Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, úlf í sauðagæru. 24. september 2015 13:10 Samtökin 78 vilja fara í mál vegna kirkjunnar Ekkert kemur í veg fyrir að samkynja pörum sé mismunað innan kirkjunnar. Samtökin '78 og Þjóðkirkjan leggja ekki sama skilning í samviskufrelsi presta. 24. september 2015 07:00 Ráðherra vildi lögfesta frelsi presta til að synja samkynja pörum um giftingu Ólöf Nordal innanríkisráðherra vildi að prestum yrði aldrei skylt að framkvæma hjónavígslu gegn trúarsannfæringu sinni og lagði til breytingu á lögum. 25. september 2015 07:00 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira
„Þegar prestar gegna opinberum skyldum eins og nú er, enda hefur hjúskaparvígsla lögformlegar afleiðingar, tel ég að þeir geti ekki hafnað að gefa saman pör á grundvelli kynhneigðar þeirra. Verði hins vegar breytingar þar á, og sú athöfn verði einungis blessunarathöfn, eigi önnur sjónarmið við,“ svarar Ólöf Nordal innanríkisráðherra spurð hvort hún telji eðlilegt að hjúskaparlög séu skoðuð sem sérlög gagnvart lögum um opinberar skyldur og réttindi starfsmanna ríkisins. Lög sem leggja bann við að opinberir starfsmenn mismuni almenningi.Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti og starfandi biskup.Vísir/GVA„Með þessari yfirlýsingu innanríkisráðherra er komin upp alveg ný staða í málinu. Ef frelsi skoðana og sannfæringar sem stjórnarskráin tryggir gildir ekki hér, gildir það ákvæði þá nokkurn tíma?“ spyr starfandi biskup og vígslubiskup, Kristján Valur Ingólfsson, og segir Þjóðkirkjuna munu fara fram á að allri óvissu um málið verði eytt. Hilmar Hildar Magnúsarson, formaður Samtakanna 78, segist geta verið sammála Kristjáni Valum það eitt að það þurfi að eyða óvissu í málinu. Hilmar Hildar Magnúsarson, formaður Samtakanna 78.vísir/gva„Það væri mjög til bóta. Annars stend ég við fyrri málflutning minn. Þetta er grundvallarprinsipp og getur ekki verið óhreyft í lögum. Það skiptir ekki máli hversu fáir mögulega hafna samkynja pari um hjónavígslu, það sem skiptir máli er að heimildin sé ekki til staðar í lögum. Þannig er það nú.“ Frumvarp til breytingar á lögum er ekki á þingmálaskrá innanríkisráðherra fyrir komandi vetur í þinginu. Umræðan þykir Ólöfu hins vegar tilefni til að farið verði yfir þessi mál. Annars vegar hjá kirkjunni sjálfri, að hún hafi skýra afstöðu og jafnframt að löggjöfin sé skýr um þessi réttindi. Ólöf mun leita eftir tillögum biskups við setningu reglna um það hvenær prestum sé skylt eða eftir atvikum heimilt að framkvæma hjónavígslu. „Reglur um það hafa ekki verið settar, en aðkoma biskups að þeim reglum byggir væntanlega á sjálfstæði þjóðkirkjunnar sem trúfélags. Hins vegar telur ráðuneytið að tilefni sé til að kalla eftir tillögum frá biskupi um það hvenær prestum sé skylt að framkvæma hjónavígslu og hvenær þeim sé það heimilt."Ólöf Nordal innanríkisráðherra.vísir/ernirÓlöf lagði fram breytingartillögu í allsherjarnefnd þegar ný hjúskaparlög voru til umfjöllunar þingveturinn 2009-2010 þess efnis að festa það í lög að prestum yrði aldrei skylt að framkvæma hjónavígslu gegn trúarlegri sannfæringu sinni. Hún segir nefndarálitið lagt fram þegar verið var að breyta lögum og búa til ein hjúskaparlög. „Ýmis álitamál voru uppi í þeirri umræðu, m.a. það að misræmi væri á milli laga þegar litið var til borgaralegra vígslumanna og trúarlegra. Sú skylda var lögð á borgaralega vígslumenn að gefa ávallt saman meðan slíkt var ekki eins afdráttarlaust þegar litið var til trúarlegra vígslumanna. Í nefndaráliti meirihlutans kom fram að hann taldi ekki unnt að leggja skyldu presta að gefa saman hjón þar sem það gæti farið í bága við réttindi viðkomandi presta." Ólöf nefnir einnig að þá hafi komið til umræðu hvort trúarlegir vígslumenn ættu yfirleitt að geta gefið hjón saman í lögformlegan gerning. „Hvort rétt væri að stíga það skref að trúarleg vígsla væri blessunarathöfn en hin lögformlega væri alltaf borgaraleg, þ.e. hjón yrðu að láta skrá sig hjá yfirvaldi og gæti þá í kjölfarið valið blessunarathöfn trúfélags.“
Tengdar fréttir Samviskufrelsi presta bull, trúarbrögð ekki æðri mannréttindum Séra Hildur Eir Bolladóttir segir samviskufrelsi presta bull. Í Fréttablaðinu í dag segir vígslubiskup í Skálholti og starfandi biskup, Kristján Valur Ingólfsson, að samviskufrelsi presta sé stjórnarskrárvarinn réttur og meðal dýrmætustu mannréttinda. 24. september 2015 11:59 Starfandi biskup telur samviskufrelsi presta dýrmætan rétt Segir innanríkikisráðherra ekki getað skikkað presta til að gefa saman samkynhneigð pör. 28. september 2015 20:00 Segir kirkjuna leggjast gegn réttarbótum samkynhneigðra Baldur Þórhallsson segir kirkjuna hafa barist leynt og ljóst gegn mannréttindum samkynhneigðra og kallar Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, úlf í sauðagæru. 24. september 2015 13:10 Samtökin 78 vilja fara í mál vegna kirkjunnar Ekkert kemur í veg fyrir að samkynja pörum sé mismunað innan kirkjunnar. Samtökin '78 og Þjóðkirkjan leggja ekki sama skilning í samviskufrelsi presta. 24. september 2015 07:00 Ráðherra vildi lögfesta frelsi presta til að synja samkynja pörum um giftingu Ólöf Nordal innanríkisráðherra vildi að prestum yrði aldrei skylt að framkvæma hjónavígslu gegn trúarsannfæringu sinni og lagði til breytingu á lögum. 25. september 2015 07:00 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira
Samviskufrelsi presta bull, trúarbrögð ekki æðri mannréttindum Séra Hildur Eir Bolladóttir segir samviskufrelsi presta bull. Í Fréttablaðinu í dag segir vígslubiskup í Skálholti og starfandi biskup, Kristján Valur Ingólfsson, að samviskufrelsi presta sé stjórnarskrárvarinn réttur og meðal dýrmætustu mannréttinda. 24. september 2015 11:59
Starfandi biskup telur samviskufrelsi presta dýrmætan rétt Segir innanríkikisráðherra ekki getað skikkað presta til að gefa saman samkynhneigð pör. 28. september 2015 20:00
Segir kirkjuna leggjast gegn réttarbótum samkynhneigðra Baldur Þórhallsson segir kirkjuna hafa barist leynt og ljóst gegn mannréttindum samkynhneigðra og kallar Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, úlf í sauðagæru. 24. september 2015 13:10
Samtökin 78 vilja fara í mál vegna kirkjunnar Ekkert kemur í veg fyrir að samkynja pörum sé mismunað innan kirkjunnar. Samtökin '78 og Þjóðkirkjan leggja ekki sama skilning í samviskufrelsi presta. 24. september 2015 07:00
Ráðherra vildi lögfesta frelsi presta til að synja samkynja pörum um giftingu Ólöf Nordal innanríkisráðherra vildi að prestum yrði aldrei skylt að framkvæma hjónavígslu gegn trúarsannfæringu sinni og lagði til breytingu á lögum. 25. september 2015 07:00