Baltasar leggur Siglufjörð undir sig Jakob Bjarnar skrifar 24. janúar 2015 11:30 Handritshöfundurinn Sigurjón Kjartansson segir að Siglfirðingar hafi tekið kvikmyndagenginu afskaplega vel. Mynd/atli geir grétarsson Kvikmyndagerðarmenn, undir forystu Baltasars Kormáks leikstjóra og Sigurjóns Kjartanssonar sem nú er titlaður „show runner“, hafa lagt undir sig Siglufjörð. Á þeirra vegum er nú staddur í bænum hátt í 70 manna hópur kvikmyndagerðarmanna og leikara og setur svip sinn á bæjarbraginn. Enda stendur mikið til. Tökur á umfangsmestu sjónvarpsþáttaseríu sem gerð hefur verið á Íslandi hefjast á mánudaginn. Fjórir leikstjórar koma að verkinu. „Við erum hér út um allt en höfum ekki orðið vör við annað en afskaplega hlýlegar móttökur,“ segir Sigurjón sem er að vonum spenntur að sjá þetta verkefni verða að veruleika en það hefur verið í undirbúningi í um þrjú ár. Til stendur að taka upp efni sem á að duga í tíu klukkutíma þætti, sem er á við fimm bíómyndir. Sjónvarpsþáttagerð hefur færst mjög í aukana um heim allan og þá hefur orðið til þetta hlutverk sem heitir „show runner“, sem felst í því að hafa yfirumsjón með verkinu, að allt hangi saman og að samræmis sé gætt en fjórir leikstjórar koma að verkinu: Baltasar, Baldvin Zophoníasson (Vonarstræti), Óskar Þór Axelsson (Svartur á leik) og Börkur Sigþórsson sem helst hefur gert garðinn frægan í auglýsingagerð. „Já, ég á að vera maðurinn með svörin. Ég er spenntur að sjá þetta allt verða að veruleika. Handrit er eftir fjóra, ég byrjaði á því að vinna þetta með Ólafi Egilssyni og Jóhanni Ævari Grímssyni, byrjuðum 2012 og síðan tók ég þetta lengra með breskum handritshöfundi sem heitir Clive Bradley,“ segir Sigurjón.Sýna á þættina um heim allan En, það er svo Baltasar Kormákur sem á frumhugmyndina að verkefninu og segir Sigurjón það hafa verið afskaplega ánægjulegt að vinna þetta áfram með honum. RVK-stúdíós og Baltasar Kormákur eru aðalframleiðendur. Til stendur að sýna þættina um heim allan. „Já, það er svona í burðarliðnum. Við erum að gera þetta í samvinnu við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF, sem er sú stærsta sinnar tegundar í Þýskalandi. Og einnig eru skandinavískar ríkisstöðvar í samvinnu með okkur. Frakkar jafnframt, France2, en þetta verður hljóðsett bæði á þýsku og frönsku.“ Aðalleikari er Ólafur Darri, en aðrir leikarar í þessari seríu sem nú er að fara í tökur eru svo Ilmur Kristjánsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson. „Þetta er stórskotalið landsins. Síðan má nefna menn eins og Jóhann Sigurðarson og Pálma Gestsson, Þorstein Bachmann,“ segir Sigurjón. Verkið er frumsamið: „Þetta er: Glæpur er framinn og hver sá seki? Það er grynnsta skýring á verkinu. En, það er ýmislegt fleira sem fléttast þarna inn í. Og við vörpum fram stórum pólitískum og samfélagslegum spurningum,“ segir Sigurjón Kjartansson. Tengdar fréttir Ófærð fær 75 milljónir króna frá ESB Langstærsti styrkur frá upphafi þátttöku Íslendinga í MEDIA kvikmyndaáætlun ESB. 16. júní 2015 13:20 Fyrsta stiklan úr Ófærð Óhugnalegir atburðir eiga sér stað í þáttum Baltasars Kormáks, Ófærð. 5. maí 2015 16:48 Dýrasta sería Íslandssögunnar Ófærð fer í tökur á Íslandi í haust. 14. apríl 2014 08:00 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Kvikmyndagerðarmenn, undir forystu Baltasars Kormáks leikstjóra og Sigurjóns Kjartanssonar sem nú er titlaður „show runner“, hafa lagt undir sig Siglufjörð. Á þeirra vegum er nú staddur í bænum hátt í 70 manna hópur kvikmyndagerðarmanna og leikara og setur svip sinn á bæjarbraginn. Enda stendur mikið til. Tökur á umfangsmestu sjónvarpsþáttaseríu sem gerð hefur verið á Íslandi hefjast á mánudaginn. Fjórir leikstjórar koma að verkinu. „Við erum hér út um allt en höfum ekki orðið vör við annað en afskaplega hlýlegar móttökur,“ segir Sigurjón sem er að vonum spenntur að sjá þetta verkefni verða að veruleika en það hefur verið í undirbúningi í um þrjú ár. Til stendur að taka upp efni sem á að duga í tíu klukkutíma þætti, sem er á við fimm bíómyndir. Sjónvarpsþáttagerð hefur færst mjög í aukana um heim allan og þá hefur orðið til þetta hlutverk sem heitir „show runner“, sem felst í því að hafa yfirumsjón með verkinu, að allt hangi saman og að samræmis sé gætt en fjórir leikstjórar koma að verkinu: Baltasar, Baldvin Zophoníasson (Vonarstræti), Óskar Þór Axelsson (Svartur á leik) og Börkur Sigþórsson sem helst hefur gert garðinn frægan í auglýsingagerð. „Já, ég á að vera maðurinn með svörin. Ég er spenntur að sjá þetta allt verða að veruleika. Handrit er eftir fjóra, ég byrjaði á því að vinna þetta með Ólafi Egilssyni og Jóhanni Ævari Grímssyni, byrjuðum 2012 og síðan tók ég þetta lengra með breskum handritshöfundi sem heitir Clive Bradley,“ segir Sigurjón.Sýna á þættina um heim allan En, það er svo Baltasar Kormákur sem á frumhugmyndina að verkefninu og segir Sigurjón það hafa verið afskaplega ánægjulegt að vinna þetta áfram með honum. RVK-stúdíós og Baltasar Kormákur eru aðalframleiðendur. Til stendur að sýna þættina um heim allan. „Já, það er svona í burðarliðnum. Við erum að gera þetta í samvinnu við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF, sem er sú stærsta sinnar tegundar í Þýskalandi. Og einnig eru skandinavískar ríkisstöðvar í samvinnu með okkur. Frakkar jafnframt, France2, en þetta verður hljóðsett bæði á þýsku og frönsku.“ Aðalleikari er Ólafur Darri, en aðrir leikarar í þessari seríu sem nú er að fara í tökur eru svo Ilmur Kristjánsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson. „Þetta er stórskotalið landsins. Síðan má nefna menn eins og Jóhann Sigurðarson og Pálma Gestsson, Þorstein Bachmann,“ segir Sigurjón. Verkið er frumsamið: „Þetta er: Glæpur er framinn og hver sá seki? Það er grynnsta skýring á verkinu. En, það er ýmislegt fleira sem fléttast þarna inn í. Og við vörpum fram stórum pólitískum og samfélagslegum spurningum,“ segir Sigurjón Kjartansson.
Tengdar fréttir Ófærð fær 75 milljónir króna frá ESB Langstærsti styrkur frá upphafi þátttöku Íslendinga í MEDIA kvikmyndaáætlun ESB. 16. júní 2015 13:20 Fyrsta stiklan úr Ófærð Óhugnalegir atburðir eiga sér stað í þáttum Baltasars Kormáks, Ófærð. 5. maí 2015 16:48 Dýrasta sería Íslandssögunnar Ófærð fer í tökur á Íslandi í haust. 14. apríl 2014 08:00 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Ófærð fær 75 milljónir króna frá ESB Langstærsti styrkur frá upphafi þátttöku Íslendinga í MEDIA kvikmyndaáætlun ESB. 16. júní 2015 13:20
Fyrsta stiklan úr Ófærð Óhugnalegir atburðir eiga sér stað í þáttum Baltasars Kormáks, Ófærð. 5. maí 2015 16:48