Baltasar leggur Siglufjörð undir sig Jakob Bjarnar skrifar 24. janúar 2015 11:30 Handritshöfundurinn Sigurjón Kjartansson segir að Siglfirðingar hafi tekið kvikmyndagenginu afskaplega vel. Mynd/atli geir grétarsson Kvikmyndagerðarmenn, undir forystu Baltasars Kormáks leikstjóra og Sigurjóns Kjartanssonar sem nú er titlaður „show runner“, hafa lagt undir sig Siglufjörð. Á þeirra vegum er nú staddur í bænum hátt í 70 manna hópur kvikmyndagerðarmanna og leikara og setur svip sinn á bæjarbraginn. Enda stendur mikið til. Tökur á umfangsmestu sjónvarpsþáttaseríu sem gerð hefur verið á Íslandi hefjast á mánudaginn. Fjórir leikstjórar koma að verkinu. „Við erum hér út um allt en höfum ekki orðið vör við annað en afskaplega hlýlegar móttökur,“ segir Sigurjón sem er að vonum spenntur að sjá þetta verkefni verða að veruleika en það hefur verið í undirbúningi í um þrjú ár. Til stendur að taka upp efni sem á að duga í tíu klukkutíma þætti, sem er á við fimm bíómyndir. Sjónvarpsþáttagerð hefur færst mjög í aukana um heim allan og þá hefur orðið til þetta hlutverk sem heitir „show runner“, sem felst í því að hafa yfirumsjón með verkinu, að allt hangi saman og að samræmis sé gætt en fjórir leikstjórar koma að verkinu: Baltasar, Baldvin Zophoníasson (Vonarstræti), Óskar Þór Axelsson (Svartur á leik) og Börkur Sigþórsson sem helst hefur gert garðinn frægan í auglýsingagerð. „Já, ég á að vera maðurinn með svörin. Ég er spenntur að sjá þetta allt verða að veruleika. Handrit er eftir fjóra, ég byrjaði á því að vinna þetta með Ólafi Egilssyni og Jóhanni Ævari Grímssyni, byrjuðum 2012 og síðan tók ég þetta lengra með breskum handritshöfundi sem heitir Clive Bradley,“ segir Sigurjón.Sýna á þættina um heim allan En, það er svo Baltasar Kormákur sem á frumhugmyndina að verkefninu og segir Sigurjón það hafa verið afskaplega ánægjulegt að vinna þetta áfram með honum. RVK-stúdíós og Baltasar Kormákur eru aðalframleiðendur. Til stendur að sýna þættina um heim allan. „Já, það er svona í burðarliðnum. Við erum að gera þetta í samvinnu við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF, sem er sú stærsta sinnar tegundar í Þýskalandi. Og einnig eru skandinavískar ríkisstöðvar í samvinnu með okkur. Frakkar jafnframt, France2, en þetta verður hljóðsett bæði á þýsku og frönsku.“ Aðalleikari er Ólafur Darri, en aðrir leikarar í þessari seríu sem nú er að fara í tökur eru svo Ilmur Kristjánsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson. „Þetta er stórskotalið landsins. Síðan má nefna menn eins og Jóhann Sigurðarson og Pálma Gestsson, Þorstein Bachmann,“ segir Sigurjón. Verkið er frumsamið: „Þetta er: Glæpur er framinn og hver sá seki? Það er grynnsta skýring á verkinu. En, það er ýmislegt fleira sem fléttast þarna inn í. Og við vörpum fram stórum pólitískum og samfélagslegum spurningum,“ segir Sigurjón Kjartansson. Tengdar fréttir Ófærð fær 75 milljónir króna frá ESB Langstærsti styrkur frá upphafi þátttöku Íslendinga í MEDIA kvikmyndaáætlun ESB. 16. júní 2015 13:20 Fyrsta stiklan úr Ófærð Óhugnalegir atburðir eiga sér stað í þáttum Baltasars Kormáks, Ófærð. 5. maí 2015 16:48 Dýrasta sería Íslandssögunnar Ófærð fer í tökur á Íslandi í haust. 14. apríl 2014 08:00 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira
Kvikmyndagerðarmenn, undir forystu Baltasars Kormáks leikstjóra og Sigurjóns Kjartanssonar sem nú er titlaður „show runner“, hafa lagt undir sig Siglufjörð. Á þeirra vegum er nú staddur í bænum hátt í 70 manna hópur kvikmyndagerðarmanna og leikara og setur svip sinn á bæjarbraginn. Enda stendur mikið til. Tökur á umfangsmestu sjónvarpsþáttaseríu sem gerð hefur verið á Íslandi hefjast á mánudaginn. Fjórir leikstjórar koma að verkinu. „Við erum hér út um allt en höfum ekki orðið vör við annað en afskaplega hlýlegar móttökur,“ segir Sigurjón sem er að vonum spenntur að sjá þetta verkefni verða að veruleika en það hefur verið í undirbúningi í um þrjú ár. Til stendur að taka upp efni sem á að duga í tíu klukkutíma þætti, sem er á við fimm bíómyndir. Sjónvarpsþáttagerð hefur færst mjög í aukana um heim allan og þá hefur orðið til þetta hlutverk sem heitir „show runner“, sem felst í því að hafa yfirumsjón með verkinu, að allt hangi saman og að samræmis sé gætt en fjórir leikstjórar koma að verkinu: Baltasar, Baldvin Zophoníasson (Vonarstræti), Óskar Þór Axelsson (Svartur á leik) og Börkur Sigþórsson sem helst hefur gert garðinn frægan í auglýsingagerð. „Já, ég á að vera maðurinn með svörin. Ég er spenntur að sjá þetta allt verða að veruleika. Handrit er eftir fjóra, ég byrjaði á því að vinna þetta með Ólafi Egilssyni og Jóhanni Ævari Grímssyni, byrjuðum 2012 og síðan tók ég þetta lengra með breskum handritshöfundi sem heitir Clive Bradley,“ segir Sigurjón.Sýna á þættina um heim allan En, það er svo Baltasar Kormákur sem á frumhugmyndina að verkefninu og segir Sigurjón það hafa verið afskaplega ánægjulegt að vinna þetta áfram með honum. RVK-stúdíós og Baltasar Kormákur eru aðalframleiðendur. Til stendur að sýna þættina um heim allan. „Já, það er svona í burðarliðnum. Við erum að gera þetta í samvinnu við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF, sem er sú stærsta sinnar tegundar í Þýskalandi. Og einnig eru skandinavískar ríkisstöðvar í samvinnu með okkur. Frakkar jafnframt, France2, en þetta verður hljóðsett bæði á þýsku og frönsku.“ Aðalleikari er Ólafur Darri, en aðrir leikarar í þessari seríu sem nú er að fara í tökur eru svo Ilmur Kristjánsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson. „Þetta er stórskotalið landsins. Síðan má nefna menn eins og Jóhann Sigurðarson og Pálma Gestsson, Þorstein Bachmann,“ segir Sigurjón. Verkið er frumsamið: „Þetta er: Glæpur er framinn og hver sá seki? Það er grynnsta skýring á verkinu. En, það er ýmislegt fleira sem fléttast þarna inn í. Og við vörpum fram stórum pólitískum og samfélagslegum spurningum,“ segir Sigurjón Kjartansson.
Tengdar fréttir Ófærð fær 75 milljónir króna frá ESB Langstærsti styrkur frá upphafi þátttöku Íslendinga í MEDIA kvikmyndaáætlun ESB. 16. júní 2015 13:20 Fyrsta stiklan úr Ófærð Óhugnalegir atburðir eiga sér stað í þáttum Baltasars Kormáks, Ófærð. 5. maí 2015 16:48 Dýrasta sería Íslandssögunnar Ófærð fer í tökur á Íslandi í haust. 14. apríl 2014 08:00 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira
Ófærð fær 75 milljónir króna frá ESB Langstærsti styrkur frá upphafi þátttöku Íslendinga í MEDIA kvikmyndaáætlun ESB. 16. júní 2015 13:20
Fyrsta stiklan úr Ófærð Óhugnalegir atburðir eiga sér stað í þáttum Baltasars Kormáks, Ófærð. 5. maí 2015 16:48