Lífið

Bak við tjöldin í Frozen myndatöku

Ellý Ármanns skrifar
myndir/elly@365.is
Disney og útgáfufyrirtæki Edda USA valdi 6–12 ára stúlkur til að sitja fyrir í væntanlegri hárgreiðslubók sem gefin verður út í Bandaríkjunum en bókin er byggð á einni vinsælustu teiknimynd allra tíma, Frozen, sem slegið hefur hvert metið á fætur öðru út um allan heim. Prufur fóru fram í Smáralind en eftirspurnin var mikil eins og sjá má hér.

 „Í myndinni koma ótal hárgreiðslur við sögu og margar stelpur vilja læra að greiða sér eins og sögupersónur myndarinnar. Bókin mun sýna hvernig hægt er að gera þær greiðslur á auðveldan og skemmtilegan máta", segir Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack, höfundur bókarinnar en hún hefur áður gefið út bækurnar Hárið og Lokkar. 

Lífið leit við í myndatöku sem fram fór í ljósmyndaveri Gassa ljósmyndara í dag. Eins og sjá má er mikil vinna á bak við væntanlega bók.

Skrollaðu niður til að sjá myndskeið.

Þolinmæðisvinna.
Förðunin skiptir miklu máli.
Mikil vinna er á bak við hverja blaðsíðu í væntanlegri bók.
Við mynduðum skjá ljósmyndarans.
Hárið lagað fyrir myndatökuna. Sjáið hvað fatnaðurinn er fallegur og svipaður og í myndinni.
Hér er höfundur bókarinnar að huga að greiðslunni.

Tengdar fréttir

Röddin heillaði Disney

Rödd Bryndísar Reynis var samþykkt af teiknimyndarisanum Disney fyrir íslensku útgáfuna á myndinni vinsælu Frozen en hún ljáði Elsu snæprinsessu rödd sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×