Innlent

Facebook nauðgarinn dæmdur í fimm ára fangelsi

Ívar Anton færður fyrir dómara.
Ívar Anton færður fyrir dómara.

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag hinn 22 ára gamla Ívar Anton Jóhansson í fimm ára fangelsi fyrir að nauðga fjórum barnungum stúlkum. Þá var hann einnig dæmdur fyrir vörslu á grófu klámefni og auðgunarbrot.

Maðurinn kynntist fórnarlömbum sínum á Facebook samskiptasíðunni. Maðurinn er einnig dæmdur til að greiða stúlkunum fjórum miskabætur, samtals að upphæði 3,5 milljónir króna. Einni stúlkunni greiðir hann 1,5 milljónir króna, annari 800 þúsund og hinum tveimur 600 þúsund.

Í byrjun desember barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kæra frá foreldrum vegna samskipta mannsins við dóttur þeirra. Hann var þá handtekinn og yfirheyrður en sleppt að því búnu.

Á næstu tveimur vikum höfðu svo foreldrar tveggja stúlkna til viðbótar samband við lögreglu vegna samskipta mannsins við dætur þeirra á Facebook og kærðu athæfi hans. Þá var hann handtekinn og hefur verið í varðhaldi síðan.






Tengdar fréttir

Gróft barnaklám í tölvu Facebook nauðgara

Gróft barnaklám fannst í tölvu mannsins sem situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um kynferðisbrot gegn þremur ungum stúlkum sem hann tældi á Facebook. Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldið yfir manninum í dag.

Grunaður um að nauðga unglingsstúlku ítrekað

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag rúmlega tvítugan karlmann sem grunaður er um að hafa nauðgað 16 ára stúlku. Hann er grunaður um að hafa haldið henni í gíslingu á heimili sínu í tólf tíma, nauðgað og gengið í skrokk á henni. Maðurinn komst í kynni við stúlkuna á Facebook.

Gæti fengið sextán ára fangelsi

Brot karlmanns sem situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um gróf kynferðisbrot gegn fjórum unglingsstúlkum, sem hann kynntist í gegnum Facebook, varða allt að sextán ára fangelsi.

Fimm stúlkur tældar á Netinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál fimmtu stúlkunnar sem karlmaður er grunaður um að hafa tælt í gegnum Facebook. Hún var þrettán ára þegar meint kynferðisbrot mannsins gegn henni átti sér stað.

Nauðgaði og átti barnaklám

Ríkissaksóknari hefur ákært fésbókarmanninn svokallaða fyrir ýmis brot, þar á meðal gróf kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum, sem hann komst í kynni við á Facebook.

Móðir fórnarlambs Facebook nauðgara: Kerfið brást

Tuttugu og eins árs karlmaður var í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna gruns um kynferðisbrot gegn þremur stúlkum. Móðir stúlkunnar, sem fyrst var brotið á, furðar sig á því að maðurinn hafi verið látinn ganga laus og fengið þannig tækifæri á að brjóta gegn tveimur til viðbótar.

Facebook nauðgari áfram í varðhaldi

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni á þrítugsaldri sem grunaður er um kynferðisbrot gegn þremur stúlkum á aldrinum 13 til 16 ára. Maðurinn heitir Ívar Anton Jóhansson og er 22 ára gamall. Hann kynntist stúlkunum á Facebook samskiptavefnum eins og rakið hefur verið í kvöldfréttum Stöðvar 2.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×