Niðurskurður og skattahækkanir einkunnarorð ársins 2010 1. október 2009 18:30 Hærri skattar á einstaklinga eiga að skila ríkissjóði tæpum 37 milljörðum króna á næsta ári. Áfengis- og bensingjöld verða hækkuð en framlög til vegaframkvæmda verða lækkuð um tæpa 9 milljarða. Gert er ráð fyrir því að kaupmáttur launa dragist saman um rúmlega 11% á næsta ári. Fjármálaráðherra kynnti í dag fjárlagafrumvarp ársins 2010. Þrátt fyrir niðurskurð og verulegar skattahækkanir er gert ráð fyrir því að ríkissjóður verði rekinn með 87 milljarða króna halla. Mesti þunginn mun lenda á almenningi en stefnt er að hallalausum ríkisfjármálum árið 2013. Skattar á einstaklinga verða þannig hækkaðir og eiga skila ríkissjóði aukalega um 37 milljörðum króna. Fleiri skattahækkanir eru boðaðar í fjárlagafrumvarpinu. Hækkun og breyting á virðisaukaskatti á þannig að skila rúmum níu milljörðum í ríkiskassann, bensínskattar tæpum tveimur milljörðum til viðbótar og þá á nýr orku-, umhverfis- og auðlindaskattur að skila 16 milljörðum. Alls er gert ráð fyrir því að skattahækkanir og breytingar skili aukalega um 63 milljörðum króna í ríkiskassann á næsta ári. „Þetta er örugglega eitt það erfiðasta sem nokkur fjármálaráðherra hefur þurft að leggja fram," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Á móti skattahækkunum mun einnig verða dregið úr ríkisútgjöldum um 35 milljarða. Það verður gert með margvíslegum hætti. Til að mynda verða framlög til vegaframkvæmda skorin niður um tæpa níu milljarða og framlög til heilbrigðismála um tæpa átta. Framlög til fræðslumála hækka þó lítillega á milli ára. Spáð er yfir 10% atvinnuleysi á næsta ári og að kaupmáttur dragist saman um rúmlega 11%. Svigrúm til frekari niðurskurðar er því lítið. „Ég tel að sé hvorki pólitískt né tæknilega hægt að taka stærra skref í þeim efnum en þarna er gert," segir Steingrímur. Tengdar fréttir Boðaðar skattahækkanir ganga ekki upp Skattahækkanir sem boðaðar eru í fjárlagafrumvarpinu ganga ekki upp að mati þingmanns stjórnarandstöðunnar. 1. október 2009 19:03 Fjárlögin: Skatttekjur aukast um 63 milljarða Samkvæmt fjárlögum fyrir 2010 er gert ráð fyrir að beinir og óbeinir skattar muni aukast um rúmlega 63 milljarða kr. frá árinu í ár. Þar af mun aukning á beinum sköttum verða 37,6 milljarðar og á óbeinum sköttum 25,5 milljörðum kr. 1. október 2009 16:00 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Sjá meira
Hærri skattar á einstaklinga eiga að skila ríkissjóði tæpum 37 milljörðum króna á næsta ári. Áfengis- og bensingjöld verða hækkuð en framlög til vegaframkvæmda verða lækkuð um tæpa 9 milljarða. Gert er ráð fyrir því að kaupmáttur launa dragist saman um rúmlega 11% á næsta ári. Fjármálaráðherra kynnti í dag fjárlagafrumvarp ársins 2010. Þrátt fyrir niðurskurð og verulegar skattahækkanir er gert ráð fyrir því að ríkissjóður verði rekinn með 87 milljarða króna halla. Mesti þunginn mun lenda á almenningi en stefnt er að hallalausum ríkisfjármálum árið 2013. Skattar á einstaklinga verða þannig hækkaðir og eiga skila ríkissjóði aukalega um 37 milljörðum króna. Fleiri skattahækkanir eru boðaðar í fjárlagafrumvarpinu. Hækkun og breyting á virðisaukaskatti á þannig að skila rúmum níu milljörðum í ríkiskassann, bensínskattar tæpum tveimur milljörðum til viðbótar og þá á nýr orku-, umhverfis- og auðlindaskattur að skila 16 milljörðum. Alls er gert ráð fyrir því að skattahækkanir og breytingar skili aukalega um 63 milljörðum króna í ríkiskassann á næsta ári. „Þetta er örugglega eitt það erfiðasta sem nokkur fjármálaráðherra hefur þurft að leggja fram," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Á móti skattahækkunum mun einnig verða dregið úr ríkisútgjöldum um 35 milljarða. Það verður gert með margvíslegum hætti. Til að mynda verða framlög til vegaframkvæmda skorin niður um tæpa níu milljarða og framlög til heilbrigðismála um tæpa átta. Framlög til fræðslumála hækka þó lítillega á milli ára. Spáð er yfir 10% atvinnuleysi á næsta ári og að kaupmáttur dragist saman um rúmlega 11%. Svigrúm til frekari niðurskurðar er því lítið. „Ég tel að sé hvorki pólitískt né tæknilega hægt að taka stærra skref í þeim efnum en þarna er gert," segir Steingrímur.
Tengdar fréttir Boðaðar skattahækkanir ganga ekki upp Skattahækkanir sem boðaðar eru í fjárlagafrumvarpinu ganga ekki upp að mati þingmanns stjórnarandstöðunnar. 1. október 2009 19:03 Fjárlögin: Skatttekjur aukast um 63 milljarða Samkvæmt fjárlögum fyrir 2010 er gert ráð fyrir að beinir og óbeinir skattar muni aukast um rúmlega 63 milljarða kr. frá árinu í ár. Þar af mun aukning á beinum sköttum verða 37,6 milljarðar og á óbeinum sköttum 25,5 milljörðum kr. 1. október 2009 16:00 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Sjá meira
Boðaðar skattahækkanir ganga ekki upp Skattahækkanir sem boðaðar eru í fjárlagafrumvarpinu ganga ekki upp að mati þingmanns stjórnarandstöðunnar. 1. október 2009 19:03
Fjárlögin: Skatttekjur aukast um 63 milljarða Samkvæmt fjárlögum fyrir 2010 er gert ráð fyrir að beinir og óbeinir skattar muni aukast um rúmlega 63 milljarða kr. frá árinu í ár. Þar af mun aukning á beinum sköttum verða 37,6 milljarðar og á óbeinum sköttum 25,5 milljörðum kr. 1. október 2009 16:00