Niðurskurður og skattahækkanir einkunnarorð ársins 2010 1. október 2009 18:30 Hærri skattar á einstaklinga eiga að skila ríkissjóði tæpum 37 milljörðum króna á næsta ári. Áfengis- og bensingjöld verða hækkuð en framlög til vegaframkvæmda verða lækkuð um tæpa 9 milljarða. Gert er ráð fyrir því að kaupmáttur launa dragist saman um rúmlega 11% á næsta ári. Fjármálaráðherra kynnti í dag fjárlagafrumvarp ársins 2010. Þrátt fyrir niðurskurð og verulegar skattahækkanir er gert ráð fyrir því að ríkissjóður verði rekinn með 87 milljarða króna halla. Mesti þunginn mun lenda á almenningi en stefnt er að hallalausum ríkisfjármálum árið 2013. Skattar á einstaklinga verða þannig hækkaðir og eiga skila ríkissjóði aukalega um 37 milljörðum króna. Fleiri skattahækkanir eru boðaðar í fjárlagafrumvarpinu. Hækkun og breyting á virðisaukaskatti á þannig að skila rúmum níu milljörðum í ríkiskassann, bensínskattar tæpum tveimur milljörðum til viðbótar og þá á nýr orku-, umhverfis- og auðlindaskattur að skila 16 milljörðum. Alls er gert ráð fyrir því að skattahækkanir og breytingar skili aukalega um 63 milljörðum króna í ríkiskassann á næsta ári. „Þetta er örugglega eitt það erfiðasta sem nokkur fjármálaráðherra hefur þurft að leggja fram," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Á móti skattahækkunum mun einnig verða dregið úr ríkisútgjöldum um 35 milljarða. Það verður gert með margvíslegum hætti. Til að mynda verða framlög til vegaframkvæmda skorin niður um tæpa níu milljarða og framlög til heilbrigðismála um tæpa átta. Framlög til fræðslumála hækka þó lítillega á milli ára. Spáð er yfir 10% atvinnuleysi á næsta ári og að kaupmáttur dragist saman um rúmlega 11%. Svigrúm til frekari niðurskurðar er því lítið. „Ég tel að sé hvorki pólitískt né tæknilega hægt að taka stærra skref í þeim efnum en þarna er gert," segir Steingrímur. Tengdar fréttir Boðaðar skattahækkanir ganga ekki upp Skattahækkanir sem boðaðar eru í fjárlagafrumvarpinu ganga ekki upp að mati þingmanns stjórnarandstöðunnar. 1. október 2009 19:03 Fjárlögin: Skatttekjur aukast um 63 milljarða Samkvæmt fjárlögum fyrir 2010 er gert ráð fyrir að beinir og óbeinir skattar muni aukast um rúmlega 63 milljarða kr. frá árinu í ár. Þar af mun aukning á beinum sköttum verða 37,6 milljarðar og á óbeinum sköttum 25,5 milljörðum kr. 1. október 2009 16:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Hærri skattar á einstaklinga eiga að skila ríkissjóði tæpum 37 milljörðum króna á næsta ári. Áfengis- og bensingjöld verða hækkuð en framlög til vegaframkvæmda verða lækkuð um tæpa 9 milljarða. Gert er ráð fyrir því að kaupmáttur launa dragist saman um rúmlega 11% á næsta ári. Fjármálaráðherra kynnti í dag fjárlagafrumvarp ársins 2010. Þrátt fyrir niðurskurð og verulegar skattahækkanir er gert ráð fyrir því að ríkissjóður verði rekinn með 87 milljarða króna halla. Mesti þunginn mun lenda á almenningi en stefnt er að hallalausum ríkisfjármálum árið 2013. Skattar á einstaklinga verða þannig hækkaðir og eiga skila ríkissjóði aukalega um 37 milljörðum króna. Fleiri skattahækkanir eru boðaðar í fjárlagafrumvarpinu. Hækkun og breyting á virðisaukaskatti á þannig að skila rúmum níu milljörðum í ríkiskassann, bensínskattar tæpum tveimur milljörðum til viðbótar og þá á nýr orku-, umhverfis- og auðlindaskattur að skila 16 milljörðum. Alls er gert ráð fyrir því að skattahækkanir og breytingar skili aukalega um 63 milljörðum króna í ríkiskassann á næsta ári. „Þetta er örugglega eitt það erfiðasta sem nokkur fjármálaráðherra hefur þurft að leggja fram," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Á móti skattahækkunum mun einnig verða dregið úr ríkisútgjöldum um 35 milljarða. Það verður gert með margvíslegum hætti. Til að mynda verða framlög til vegaframkvæmda skorin niður um tæpa níu milljarða og framlög til heilbrigðismála um tæpa átta. Framlög til fræðslumála hækka þó lítillega á milli ára. Spáð er yfir 10% atvinnuleysi á næsta ári og að kaupmáttur dragist saman um rúmlega 11%. Svigrúm til frekari niðurskurðar er því lítið. „Ég tel að sé hvorki pólitískt né tæknilega hægt að taka stærra skref í þeim efnum en þarna er gert," segir Steingrímur.
Tengdar fréttir Boðaðar skattahækkanir ganga ekki upp Skattahækkanir sem boðaðar eru í fjárlagafrumvarpinu ganga ekki upp að mati þingmanns stjórnarandstöðunnar. 1. október 2009 19:03 Fjárlögin: Skatttekjur aukast um 63 milljarða Samkvæmt fjárlögum fyrir 2010 er gert ráð fyrir að beinir og óbeinir skattar muni aukast um rúmlega 63 milljarða kr. frá árinu í ár. Þar af mun aukning á beinum sköttum verða 37,6 milljarðar og á óbeinum sköttum 25,5 milljörðum kr. 1. október 2009 16:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Boðaðar skattahækkanir ganga ekki upp Skattahækkanir sem boðaðar eru í fjárlagafrumvarpinu ganga ekki upp að mati þingmanns stjórnarandstöðunnar. 1. október 2009 19:03
Fjárlögin: Skatttekjur aukast um 63 milljarða Samkvæmt fjárlögum fyrir 2010 er gert ráð fyrir að beinir og óbeinir skattar muni aukast um rúmlega 63 milljarða kr. frá árinu í ár. Þar af mun aukning á beinum sköttum verða 37,6 milljarðar og á óbeinum sköttum 25,5 milljörðum kr. 1. október 2009 16:00