Evróputrúboðið 1. nóvember 2008 04:30 Í janúar sl. ritaði ég grein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni Sjúkt og ósjálfbært efnahagskerfi. Þar benti ég á fjölmörg teikn um aðsteðjandi kreppu og sagði m.a.: „En kreppa samtengds fjármála- og efnahagskerfis heimsins er langtum djúpstæðari en atburðir síðustu mánaða vitna um. Driffjöður þessa kerfis er neysla og ofurneysla á Vesturlöndum þvert ofan í þá vitneskju sem fyrir liggur um áhrifin á umhverfið og heilsu manna í þokkabót. Hnattvædda efnahagskerfið sem innleitt var í núverandi mynd með hömlulausum rafrænum fjármagnsflutningum fyrir 15-20 árum er orðið að meinvætti sem seint verður ráðið við, ef bábyljan um óskeikulleika markaðarins verður höfð að leiðarljósi.“ Þróunin það sem af er þessu ári hefur því miður staðfest svörtustu hrakspár. Ráðamenn og almenningur sitja nú yfir brunarústum vængbrotins efnahagskerfis og þörfin fyrir endurmat og nýja hugsun er brýn. Fáránlegt ákall eftir ESB-aðildHérlendis hefur mest farið fyrir ákalli eftir að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu og að tekin verði upp evra sem gjaldmiðill í stað krónu. Árinni kennir illur ræðari. Gjaldþrot bankanna og fall íslensku krónunnar var afleiðing óstjórnar síðustu ára en ekki orsök. Ef hér hefði verið skapleg efnahagsstjórn og eðlilegar skorður verið settar við útrás og skuldsetningu hefði Ísland ekki verið verr sett nú en aðrar Norðurlandsþjóðir í þeirri alþjóðlegu kreppu sem yfir gengur.Útrásarbrjálæðið íslenska gerðist raunar í skjóli EES-samningsins. Nú vilja margir ganga lengra í von um evru og skjól frá Evrópska seðlabankanum, sem tómt mál er að tala um næstu árin. Það grafalvarlega í stöðunni er að það er annar ríkisstjórnarflokkurinn, Samfylkingin, sem ásamt fleirum heldur þessu gamla stefnumáli sínu um ESB-aðild til streitu í stað þess að leggjast á árar á raunsæjum forsendum um endurreisn íslensks efnahagslífs og verjast um leið frekari áföllum.Aðild að Evrópusambandinu snýst um fjölmörg atriði, þar á meðal grundvallarspurningar er varða fullveldi, forræði yfir náttúruauðlindum og stöðu Íslands meðal þjóða. Það er í senn ósiðlegt og andstætt góðum lýðræðishefðum að ætla að knýja fram afstöðu í svo örlagaríku máli með þjóðina í losti eftir þau áföll sem nú hafa dunið yfir.Hvað verður um myntbandalag ESB?@Megin-Ol Idag 8,3p :Þær hremmingar sem nú ganga yfir efnahagskerfi veraldar eiga eftir að hafa djúpstæð áhrif og innan tíðar getur blasað við gjörbreytt landslag í viðskiptum og alþjóðamálum. Það á m.a. við um forsendur hnattvæðingarinnar og ríkjasamsteypur eins og Evrópusambandið. ESB og Evru-svæðið innan þess er afar illa búið undir þá kreppu sem nú ristir æ dýpra í efnahagslíf heimsins. Þýskaland, sem ásamt Frakklandi er burðarás í Evru-myntbandalaginu, er sem vöruútflytjandi afar viðkvæmt fyrir samdrætti. Þótt Evru-löndin séu ekki skuldsettari á heildina litið en Bandaríkin hefur hagvöxtur þar verið langtum minni og aldurssamsetning önnur og óhagstæðari og hið sama á einnig við um Japan. Að auki er atvinnuleysi innan ESB þegar gífurlegt vandamál, um 70% meira en í Japan og tvöfalt meira en verið hefur í Bandaríkjunum. Efnahagsvöxturinn sem átti að fylgja innri markaðnum hefur látið á sér standa og ESB er þannig afar illa undir frekari samdrátt búið. Leiðandi ríki á Evrusvæðinu hafa að undanförnu brotið meginreglur Maastricht-sáttmálans um ríkisfjármál, skuldsetningu og efnahagslegan stöðugleika. Aðsteðjandi kreppa getur því fyrr en varir sett myntbandalagið í uppnám. Kjarninn í hertum áróðri hérlendis fyrir að Ísland sæki um aðild að ESB hvílir þannig á ótraustum grunni, svo ekki sé litið til annarra þátta sem mæla gegn aðild. Heilvita menn ættu að sjá að við núverandi aðstæður og dýpkandi alþjóðlega kreppu framundan væri hreint glapræði að fara að bindast Evrópusambandinu í meira mæli en orðið er.Í stað villuljósa er verkefnið framundan að brjótast út úr skuldafjötrum og sníða stakk að vexti. Halda þarf þétt utan um auðlindir landsins og óspillta náttúru, efla menntun og rækta fjölþjóðasamstarf sem byggi á því besta sem Ísland hefur að bjóða umheiminum.Höfundur er fyrrverandi ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í janúar sl. ritaði ég grein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni Sjúkt og ósjálfbært efnahagskerfi. Þar benti ég á fjölmörg teikn um aðsteðjandi kreppu og sagði m.a.: „En kreppa samtengds fjármála- og efnahagskerfis heimsins er langtum djúpstæðari en atburðir síðustu mánaða vitna um. Driffjöður þessa kerfis er neysla og ofurneysla á Vesturlöndum þvert ofan í þá vitneskju sem fyrir liggur um áhrifin á umhverfið og heilsu manna í þokkabót. Hnattvædda efnahagskerfið sem innleitt var í núverandi mynd með hömlulausum rafrænum fjármagnsflutningum fyrir 15-20 árum er orðið að meinvætti sem seint verður ráðið við, ef bábyljan um óskeikulleika markaðarins verður höfð að leiðarljósi.“ Þróunin það sem af er þessu ári hefur því miður staðfest svörtustu hrakspár. Ráðamenn og almenningur sitja nú yfir brunarústum vængbrotins efnahagskerfis og þörfin fyrir endurmat og nýja hugsun er brýn. Fáránlegt ákall eftir ESB-aðildHérlendis hefur mest farið fyrir ákalli eftir að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu og að tekin verði upp evra sem gjaldmiðill í stað krónu. Árinni kennir illur ræðari. Gjaldþrot bankanna og fall íslensku krónunnar var afleiðing óstjórnar síðustu ára en ekki orsök. Ef hér hefði verið skapleg efnahagsstjórn og eðlilegar skorður verið settar við útrás og skuldsetningu hefði Ísland ekki verið verr sett nú en aðrar Norðurlandsþjóðir í þeirri alþjóðlegu kreppu sem yfir gengur.Útrásarbrjálæðið íslenska gerðist raunar í skjóli EES-samningsins. Nú vilja margir ganga lengra í von um evru og skjól frá Evrópska seðlabankanum, sem tómt mál er að tala um næstu árin. Það grafalvarlega í stöðunni er að það er annar ríkisstjórnarflokkurinn, Samfylkingin, sem ásamt fleirum heldur þessu gamla stefnumáli sínu um ESB-aðild til streitu í stað þess að leggjast á árar á raunsæjum forsendum um endurreisn íslensks efnahagslífs og verjast um leið frekari áföllum.Aðild að Evrópusambandinu snýst um fjölmörg atriði, þar á meðal grundvallarspurningar er varða fullveldi, forræði yfir náttúruauðlindum og stöðu Íslands meðal þjóða. Það er í senn ósiðlegt og andstætt góðum lýðræðishefðum að ætla að knýja fram afstöðu í svo örlagaríku máli með þjóðina í losti eftir þau áföll sem nú hafa dunið yfir.Hvað verður um myntbandalag ESB?@Megin-Ol Idag 8,3p :Þær hremmingar sem nú ganga yfir efnahagskerfi veraldar eiga eftir að hafa djúpstæð áhrif og innan tíðar getur blasað við gjörbreytt landslag í viðskiptum og alþjóðamálum. Það á m.a. við um forsendur hnattvæðingarinnar og ríkjasamsteypur eins og Evrópusambandið. ESB og Evru-svæðið innan þess er afar illa búið undir þá kreppu sem nú ristir æ dýpra í efnahagslíf heimsins. Þýskaland, sem ásamt Frakklandi er burðarás í Evru-myntbandalaginu, er sem vöruútflytjandi afar viðkvæmt fyrir samdrætti. Þótt Evru-löndin séu ekki skuldsettari á heildina litið en Bandaríkin hefur hagvöxtur þar verið langtum minni og aldurssamsetning önnur og óhagstæðari og hið sama á einnig við um Japan. Að auki er atvinnuleysi innan ESB þegar gífurlegt vandamál, um 70% meira en í Japan og tvöfalt meira en verið hefur í Bandaríkjunum. Efnahagsvöxturinn sem átti að fylgja innri markaðnum hefur látið á sér standa og ESB er þannig afar illa undir frekari samdrátt búið. Leiðandi ríki á Evrusvæðinu hafa að undanförnu brotið meginreglur Maastricht-sáttmálans um ríkisfjármál, skuldsetningu og efnahagslegan stöðugleika. Aðsteðjandi kreppa getur því fyrr en varir sett myntbandalagið í uppnám. Kjarninn í hertum áróðri hérlendis fyrir að Ísland sæki um aðild að ESB hvílir þannig á ótraustum grunni, svo ekki sé litið til annarra þátta sem mæla gegn aðild. Heilvita menn ættu að sjá að við núverandi aðstæður og dýpkandi alþjóðlega kreppu framundan væri hreint glapræði að fara að bindast Evrópusambandinu í meira mæli en orðið er.Í stað villuljósa er verkefnið framundan að brjótast út úr skuldafjötrum og sníða stakk að vexti. Halda þarf þétt utan um auðlindir landsins og óspillta náttúru, efla menntun og rækta fjölþjóðasamstarf sem byggi á því besta sem Ísland hefur að bjóða umheiminum.Höfundur er fyrrverandi ráðherra.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar