Innlent

Kaupa sér velvild

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Stefán Jóhann Stefánsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, situr í stjórn ÍTR.
Stefán Jóhann Stefánsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, situr í stjórn ÍTR.

Stefán Jóhann Stefánsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að fá íþróttafélög hafi efni á því að bjóða borgarfulltrúum og embættismönnum í boð og veislur. ,,Það eru nokkur félög sem hafa efni á að halda slík boð og með því eru þau að kaupa sér ákveðna velvild."

Íþróttafélög og önnur hagsmunasamtök sem eiga í samskiptum við borgina um fjárveitingar, lóðaúthlutanir og annað sem tengist starfsemi og rekstri þeirra bjóða mörg hver borgarfulltrúum og embættismönnum borgarinnar að þiggja boð í veislur og aðrar uppákomur á þeirra vegum.

Líkt og kom fram á Vísi fyrr í dag þá verður árlegt golfmót borgarstjórnar sem fer fram í september í boði Golfklúbbs Reykjavíkur. Að leik loknum verður haldin verðlaunaafhending og kvöldverður í boði golfklúbbsins. Borgarfulltrúum, varaborgarfulltrúum og embættismönnum stendur til boða að taka þátt í mótinu.

Stefán segir að menn þurfi að íhuga boð eins og þessi gaumgæfilega. Meðal annars í tilliti til þeirra siðareglna sem hafa verið til umræðu hjá borginni.

,,Mér hefur fundist varhugavert að þiggja boð eða taka þátt í veisluhöldum á sama tíma að viðkomandi samtök eru að sækja fé til borgarinnar. Ég hef ekki fundið mig í því og tekið þátt í þessum boðum," segir Stefán og bætir við eðlilegra sé að nota fjármunina í barna- og unglingastarf viðkomandi félaga.

Aðspurður hvort Stefán deili þessari skoðun sinni með öðrum aðal- og varamönnum í borgarstjórn segir hann; ,,Ég hef líst þessari skoðun en því miður ekki fundið fyrir henni mikinn hljómgrunn."




Tengdar fréttir

Siðareglur um borgarfulltrúa ná yfir boðsferðir

Drög að siðareglum fyrir embættismenn Reykjavikurborgar og borgarfulltrúa hafa þrisvar sinnum verið lagðar fram í borgarráði, að sögn Dags B. Eggertssonar, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar.

Árlega borgarstjórnarmótið í golfi haldið 11. september

Hið árlega borgarstjórnarmót í golfi verður haldið fimmtudaginn 11. september í boði Golfklúbbs Reykjavíkur á Grafarholtsvelli. Borgarfulltrúum, varaborgarfulltrúum og embættismönnum stendur til boða að taka þátt í mótinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×