Hver var Bobby Fischer?

 
Innlent
11:31 18. JANÚAR 2008
Bobby Fischer
Bobby Fischer

Robert James Fischer var fæddur þann 9.mars árið 1943. Hann lést á Landsspítalanum í Fossvogi í gær eftir alvarleg veikindi og hefði því orðið 65 ára gamall á þessu ári. Bobby Fischer varð frægur á unglingsárum fyrir hæfileika sína við skákborðið.

Þann 1.september árið 1972 tefldi hann hið sögufræga einvígi gegn Boris Spassky og sigraði einvígið. Þar með varð hann annar Bandaríkjamaðurinn til að vera krýndur heimsmeistari í skák.

Bobby var alla tíð afar umdeildur maður og missti titilinn þegar hann neitaði að verja hann árið 1975. Ferill hans einkenndist alla tíð af óvejulegri hegðun Fischers og varð hann fljótlega umdeildur fyrir stjórnmálaskoðanir sínar. Þær skoðanir einkenndust af gyðingahatri og fyrirleit hann fæðingarland sitt. Bandaríkin.

Árið 1992 komst Fischer í heimfréttirnar þegar hann tók þátt í skákmóti í Júgóslavíu. Með þeirri þáttáköku sinni braut hann alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn landinu sem bandaríkjastjórn hafði sett. Í kjölfarið varð hann eftirlýstur í Bandaríkjunum. Fischer hélt síðan til Japans þar sem hann dvaldi en var fangelsaður eftir að upp komst að hann var með útrunnið vegabréf.

Eftir erfiða dvöl í fangelsi í Japan kom gamall vinur Bobby frá íslandsdvölinni til bjargar. Sæmundur Pálsson betur þekktur sem Sæmi Rokk hafði verið bílstjóri Bobbys hér á landi og það var fyrir tilstilli Sæmundar að farið var í að fá skákmeistarann lausan. Bobby sótti um landvistarleyfi hér á landi með bréfi sem hann sendi Davíði Oddssyni utanríkisráðherra árið 2004.

Bobby fékk síðan jákvætt svar sem fór illa í bandarísk stjórnvöld. Samtökin RFJ undir forystu Einars S. Einarssonar hófu mikla baráttu fyrir því að fá hingað til lands. Í kjölfarið fór Bobby fram á íslenska ríkisborgararétt svo hann kæmist hingað til lands.

Alþingi samþykkti síðan að veita Fischer ríkisborgararéttinn þann 21.mars árið 2005. Tveimur dögum síðar flaug hann hingað til lands og lenti á Reykjavíkurflugvelli. Hann bjó því á Íslandi síðustu daga ævi sinnar og kryddaði þjóðlífið með sérvisku sinni. "Hér er hreint og gott loft, nóg rými og góður matur," sagði Bobby Fischer við komuna til Íslands.

Fischer settist ekki við taflborð á síðasta skeiði ævi sinnar en er gjarnan talinn einn allra besti skákmaður allra tíma. Hann sagðist hafa lítinn áhuga á skák þegar hann kom hingað til lands. Bobby hafði dvalið á sjúkrahúsi um nokkurt skeið áður en hann lést.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Hver var Bobby Fischer?
Fara efst