Amir er í felum fyrir lögreglunni á Ítalíu 26. mars 2017 12:45 Kærasti, Amirs Shokrgozar hælisleitenda frá Íran sem sendur var til Ítalíu í febrúar, segir að nú sé Amir í felum fyrir lögreglunni á Ítalíu. Hann hafi fengið þær upplýsingar að hann verði sendur til heimalandsins en þar bíður hans dauðarefsing fyrir að vera samkynhneigður og kristinn. Amir er 36 ára hælisleitandi frá Íran sem var á Íslandi í um eitt og hálft ár. Hann flúði heimalandið vegna kynhneigðar sinnar en í Íran liggur dauðarefsing við samkynhneigð. Amir sótti um vernd á Ítalíu og bjó í flóttamannabúðum þar sem honum var nauðgað af hópi. Eftir það bjó hann á götunni í fjóra mánuði. Útlendingastofnun synjaði honum um hæli í fyrra og kærunefnd útlendingamála staðfesti þá niðurstöðu þar sem hann hafði þegar stöðu flóttamanns á Ítalíu. Það dvalarleyfi rann hins vegar út í fyrra. Amir óskaði eftir því að mál hans væri tekið til efnismeðferðar hér á landi vegna viðkvæmrar stöðu hans sem samkynhneigðs manns en því var sem sagt hafnað. Ýmis samtök á Íslandi, til að mynda Samtökin 78 og Solaris hjálparsamtök fyrir hælisleitendur, hafa hvatt yfirvöld til að endurskoða ákvörðun sína um að vísa Amir úr landi og standa við skuldbindingar sínar um að taka tillit til sérstakrar stöðu hinsegin flóttafólks. Þegar Amir var sendur úr landi varð íslenskur unnusti, Jói Stefánsson, eftir hér á landi. Nú er hann í heimsókn hjá Amir og segir stöðuna slæma. „Hún er ekki góð því að ef hann fer á lögreglustöðina og talar við þá þar, þá þarf hann að skrifa undir einhvern pappír um að hann hafi bara eina viku. Þá verður hann sendur úr landi. Strangt til tekið vitum við svo sem ekkert hvar hann muni enda,“ segir Jói. Líklegast er þó að Amir endi í heimalandinu Íran. „Mér skilst að hann fái endurkomubann hingað til Evrópu. Ef hann verður sendur alla leið til Íran þá bíður hans bara dauði.“ „Ástæðan fyrir því að hann verður drepinn er sú að samkynhneigð er ekki leyfð í Íran og hann skipti yfir í kristna trú og það er ekki leyfilegt heldur. Þannig að hann er tvöfalt réttdræpur. Þetta er bara hryllingur og ég þori ekki að hugsa þetta til enda,“ segir Jói. Tengdar fréttir Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“ Andri Snær Magnason, segir sögu Amir Shokrgozar, sem vísað var úr landi, eftir að hafa búið hér í tvö ár, en hann varð að flýja heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar. 4. febrúar 2017 17:34 Hver er mannúð? – saga Amirs Amir er 29 ára samkynhneigður maður. Amir bjó í flóttamannabúðum á Ítalíu og varð þar fyrir miklu áfalli þegar nokkrir menn réðust á hann og börðu hann og nauðguðu. Hann var skilinn eftir meðvitundarlaus. 12. mars 2016 18:04 Segir ómannúðlegt hvernig komið sé fram við Amir Samtökin 78 hvetja yfirvöld til þess að endurskoða ákvörðun sína um að vísa samkynhneigðum hælisleitanda til Ítalíu. Þar hafi honum verið nauðgað í flóttamannabúðum og bíður hans dauðarefsing í heimalandinu vegna kynhneigðar sinnar. 6. febrúar 2017 20:00 Telur Útlendingastofnun sundurgreina gögn til að réttlæta synjun Toshiki Toma, prestur innflytjenda, rekur sögu samkynhneigðs íransks hælisleitanda í aðsendri grein á Vísi í dag. 12. mars 2016 18:59 Hvetja yfirvöld til að endurskoða ákvörðun um brottvísun Amir Stjórn SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk hvetur íslensk yfirvöld til að endurskoða ákvörðun sína um brottvísun Amir Shokrgozar, sem búið hafði á Íslandi í tvö ár, áður en hann var sendur til Ítalíu. 4. febrúar 2017 21:43 Fordæma meðferð íslenskra stjórnvalda á hinsegin flóttafólki Samtökin ´78 fordæma meðferð íslenskra yfirvalda á hinsegin flóttafólki, þar með talið synjun á hælisumsóknum þeirra Martin Omulu og Amír Shókrgózar og yfirvofandi brottvísun þeirra úr landi. 17. febrúar 2016 15:02 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Kærasti, Amirs Shokrgozar hælisleitenda frá Íran sem sendur var til Ítalíu í febrúar, segir að nú sé Amir í felum fyrir lögreglunni á Ítalíu. Hann hafi fengið þær upplýsingar að hann verði sendur til heimalandsins en þar bíður hans dauðarefsing fyrir að vera samkynhneigður og kristinn. Amir er 36 ára hælisleitandi frá Íran sem var á Íslandi í um eitt og hálft ár. Hann flúði heimalandið vegna kynhneigðar sinnar en í Íran liggur dauðarefsing við samkynhneigð. Amir sótti um vernd á Ítalíu og bjó í flóttamannabúðum þar sem honum var nauðgað af hópi. Eftir það bjó hann á götunni í fjóra mánuði. Útlendingastofnun synjaði honum um hæli í fyrra og kærunefnd útlendingamála staðfesti þá niðurstöðu þar sem hann hafði þegar stöðu flóttamanns á Ítalíu. Það dvalarleyfi rann hins vegar út í fyrra. Amir óskaði eftir því að mál hans væri tekið til efnismeðferðar hér á landi vegna viðkvæmrar stöðu hans sem samkynhneigðs manns en því var sem sagt hafnað. Ýmis samtök á Íslandi, til að mynda Samtökin 78 og Solaris hjálparsamtök fyrir hælisleitendur, hafa hvatt yfirvöld til að endurskoða ákvörðun sína um að vísa Amir úr landi og standa við skuldbindingar sínar um að taka tillit til sérstakrar stöðu hinsegin flóttafólks. Þegar Amir var sendur úr landi varð íslenskur unnusti, Jói Stefánsson, eftir hér á landi. Nú er hann í heimsókn hjá Amir og segir stöðuna slæma. „Hún er ekki góð því að ef hann fer á lögreglustöðina og talar við þá þar, þá þarf hann að skrifa undir einhvern pappír um að hann hafi bara eina viku. Þá verður hann sendur úr landi. Strangt til tekið vitum við svo sem ekkert hvar hann muni enda,“ segir Jói. Líklegast er þó að Amir endi í heimalandinu Íran. „Mér skilst að hann fái endurkomubann hingað til Evrópu. Ef hann verður sendur alla leið til Íran þá bíður hans bara dauði.“ „Ástæðan fyrir því að hann verður drepinn er sú að samkynhneigð er ekki leyfð í Íran og hann skipti yfir í kristna trú og það er ekki leyfilegt heldur. Þannig að hann er tvöfalt réttdræpur. Þetta er bara hryllingur og ég þori ekki að hugsa þetta til enda,“ segir Jói.
Tengdar fréttir Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“ Andri Snær Magnason, segir sögu Amir Shokrgozar, sem vísað var úr landi, eftir að hafa búið hér í tvö ár, en hann varð að flýja heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar. 4. febrúar 2017 17:34 Hver er mannúð? – saga Amirs Amir er 29 ára samkynhneigður maður. Amir bjó í flóttamannabúðum á Ítalíu og varð þar fyrir miklu áfalli þegar nokkrir menn réðust á hann og börðu hann og nauðguðu. Hann var skilinn eftir meðvitundarlaus. 12. mars 2016 18:04 Segir ómannúðlegt hvernig komið sé fram við Amir Samtökin 78 hvetja yfirvöld til þess að endurskoða ákvörðun sína um að vísa samkynhneigðum hælisleitanda til Ítalíu. Þar hafi honum verið nauðgað í flóttamannabúðum og bíður hans dauðarefsing í heimalandinu vegna kynhneigðar sinnar. 6. febrúar 2017 20:00 Telur Útlendingastofnun sundurgreina gögn til að réttlæta synjun Toshiki Toma, prestur innflytjenda, rekur sögu samkynhneigðs íransks hælisleitanda í aðsendri grein á Vísi í dag. 12. mars 2016 18:59 Hvetja yfirvöld til að endurskoða ákvörðun um brottvísun Amir Stjórn SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk hvetur íslensk yfirvöld til að endurskoða ákvörðun sína um brottvísun Amir Shokrgozar, sem búið hafði á Íslandi í tvö ár, áður en hann var sendur til Ítalíu. 4. febrúar 2017 21:43 Fordæma meðferð íslenskra stjórnvalda á hinsegin flóttafólki Samtökin ´78 fordæma meðferð íslenskra yfirvalda á hinsegin flóttafólki, þar með talið synjun á hælisumsóknum þeirra Martin Omulu og Amír Shókrgózar og yfirvofandi brottvísun þeirra úr landi. 17. febrúar 2016 15:02 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“ Andri Snær Magnason, segir sögu Amir Shokrgozar, sem vísað var úr landi, eftir að hafa búið hér í tvö ár, en hann varð að flýja heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar. 4. febrúar 2017 17:34
Hver er mannúð? – saga Amirs Amir er 29 ára samkynhneigður maður. Amir bjó í flóttamannabúðum á Ítalíu og varð þar fyrir miklu áfalli þegar nokkrir menn réðust á hann og börðu hann og nauðguðu. Hann var skilinn eftir meðvitundarlaus. 12. mars 2016 18:04
Segir ómannúðlegt hvernig komið sé fram við Amir Samtökin 78 hvetja yfirvöld til þess að endurskoða ákvörðun sína um að vísa samkynhneigðum hælisleitanda til Ítalíu. Þar hafi honum verið nauðgað í flóttamannabúðum og bíður hans dauðarefsing í heimalandinu vegna kynhneigðar sinnar. 6. febrúar 2017 20:00
Telur Útlendingastofnun sundurgreina gögn til að réttlæta synjun Toshiki Toma, prestur innflytjenda, rekur sögu samkynhneigðs íransks hælisleitanda í aðsendri grein á Vísi í dag. 12. mars 2016 18:59
Hvetja yfirvöld til að endurskoða ákvörðun um brottvísun Amir Stjórn SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk hvetur íslensk yfirvöld til að endurskoða ákvörðun sína um brottvísun Amir Shokrgozar, sem búið hafði á Íslandi í tvö ár, áður en hann var sendur til Ítalíu. 4. febrúar 2017 21:43
Fordæma meðferð íslenskra stjórnvalda á hinsegin flóttafólki Samtökin ´78 fordæma meðferð íslenskra yfirvalda á hinsegin flóttafólki, þar með talið synjun á hælisumsóknum þeirra Martin Omulu og Amír Shókrgózar og yfirvofandi brottvísun þeirra úr landi. 17. febrúar 2016 15:02