Amir er í felum fyrir lögreglunni á Ítalíu 26. mars 2017 12:45 Kærasti, Amirs Shokrgozar hælisleitenda frá Íran sem sendur var til Ítalíu í febrúar, segir að nú sé Amir í felum fyrir lögreglunni á Ítalíu. Hann hafi fengið þær upplýsingar að hann verði sendur til heimalandsins en þar bíður hans dauðarefsing fyrir að vera samkynhneigður og kristinn. Amir er 36 ára hælisleitandi frá Íran sem var á Íslandi í um eitt og hálft ár. Hann flúði heimalandið vegna kynhneigðar sinnar en í Íran liggur dauðarefsing við samkynhneigð. Amir sótti um vernd á Ítalíu og bjó í flóttamannabúðum þar sem honum var nauðgað af hópi. Eftir það bjó hann á götunni í fjóra mánuði. Útlendingastofnun synjaði honum um hæli í fyrra og kærunefnd útlendingamála staðfesti þá niðurstöðu þar sem hann hafði þegar stöðu flóttamanns á Ítalíu. Það dvalarleyfi rann hins vegar út í fyrra. Amir óskaði eftir því að mál hans væri tekið til efnismeðferðar hér á landi vegna viðkvæmrar stöðu hans sem samkynhneigðs manns en því var sem sagt hafnað. Ýmis samtök á Íslandi, til að mynda Samtökin 78 og Solaris hjálparsamtök fyrir hælisleitendur, hafa hvatt yfirvöld til að endurskoða ákvörðun sína um að vísa Amir úr landi og standa við skuldbindingar sínar um að taka tillit til sérstakrar stöðu hinsegin flóttafólks. Þegar Amir var sendur úr landi varð íslenskur unnusti, Jói Stefánsson, eftir hér á landi. Nú er hann í heimsókn hjá Amir og segir stöðuna slæma. „Hún er ekki góð því að ef hann fer á lögreglustöðina og talar við þá þar, þá þarf hann að skrifa undir einhvern pappír um að hann hafi bara eina viku. Þá verður hann sendur úr landi. Strangt til tekið vitum við svo sem ekkert hvar hann muni enda,“ segir Jói. Líklegast er þó að Amir endi í heimalandinu Íran. „Mér skilst að hann fái endurkomubann hingað til Evrópu. Ef hann verður sendur alla leið til Íran þá bíður hans bara dauði.“ „Ástæðan fyrir því að hann verður drepinn er sú að samkynhneigð er ekki leyfð í Íran og hann skipti yfir í kristna trú og það er ekki leyfilegt heldur. Þannig að hann er tvöfalt réttdræpur. Þetta er bara hryllingur og ég þori ekki að hugsa þetta til enda,“ segir Jói. Tengdar fréttir Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“ Andri Snær Magnason, segir sögu Amir Shokrgozar, sem vísað var úr landi, eftir að hafa búið hér í tvö ár, en hann varð að flýja heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar. 4. febrúar 2017 17:34 Hver er mannúð? – saga Amirs Amir er 29 ára samkynhneigður maður. Amir bjó í flóttamannabúðum á Ítalíu og varð þar fyrir miklu áfalli þegar nokkrir menn réðust á hann og börðu hann og nauðguðu. Hann var skilinn eftir meðvitundarlaus. 12. mars 2016 18:04 Segir ómannúðlegt hvernig komið sé fram við Amir Samtökin 78 hvetja yfirvöld til þess að endurskoða ákvörðun sína um að vísa samkynhneigðum hælisleitanda til Ítalíu. Þar hafi honum verið nauðgað í flóttamannabúðum og bíður hans dauðarefsing í heimalandinu vegna kynhneigðar sinnar. 6. febrúar 2017 20:00 Telur Útlendingastofnun sundurgreina gögn til að réttlæta synjun Toshiki Toma, prestur innflytjenda, rekur sögu samkynhneigðs íransks hælisleitanda í aðsendri grein á Vísi í dag. 12. mars 2016 18:59 Hvetja yfirvöld til að endurskoða ákvörðun um brottvísun Amir Stjórn SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk hvetur íslensk yfirvöld til að endurskoða ákvörðun sína um brottvísun Amir Shokrgozar, sem búið hafði á Íslandi í tvö ár, áður en hann var sendur til Ítalíu. 4. febrúar 2017 21:43 Fordæma meðferð íslenskra stjórnvalda á hinsegin flóttafólki Samtökin ´78 fordæma meðferð íslenskra yfirvalda á hinsegin flóttafólki, þar með talið synjun á hælisumsóknum þeirra Martin Omulu og Amír Shókrgózar og yfirvofandi brottvísun þeirra úr landi. 17. febrúar 2016 15:02 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Kærasti, Amirs Shokrgozar hælisleitenda frá Íran sem sendur var til Ítalíu í febrúar, segir að nú sé Amir í felum fyrir lögreglunni á Ítalíu. Hann hafi fengið þær upplýsingar að hann verði sendur til heimalandsins en þar bíður hans dauðarefsing fyrir að vera samkynhneigður og kristinn. Amir er 36 ára hælisleitandi frá Íran sem var á Íslandi í um eitt og hálft ár. Hann flúði heimalandið vegna kynhneigðar sinnar en í Íran liggur dauðarefsing við samkynhneigð. Amir sótti um vernd á Ítalíu og bjó í flóttamannabúðum þar sem honum var nauðgað af hópi. Eftir það bjó hann á götunni í fjóra mánuði. Útlendingastofnun synjaði honum um hæli í fyrra og kærunefnd útlendingamála staðfesti þá niðurstöðu þar sem hann hafði þegar stöðu flóttamanns á Ítalíu. Það dvalarleyfi rann hins vegar út í fyrra. Amir óskaði eftir því að mál hans væri tekið til efnismeðferðar hér á landi vegna viðkvæmrar stöðu hans sem samkynhneigðs manns en því var sem sagt hafnað. Ýmis samtök á Íslandi, til að mynda Samtökin 78 og Solaris hjálparsamtök fyrir hælisleitendur, hafa hvatt yfirvöld til að endurskoða ákvörðun sína um að vísa Amir úr landi og standa við skuldbindingar sínar um að taka tillit til sérstakrar stöðu hinsegin flóttafólks. Þegar Amir var sendur úr landi varð íslenskur unnusti, Jói Stefánsson, eftir hér á landi. Nú er hann í heimsókn hjá Amir og segir stöðuna slæma. „Hún er ekki góð því að ef hann fer á lögreglustöðina og talar við þá þar, þá þarf hann að skrifa undir einhvern pappír um að hann hafi bara eina viku. Þá verður hann sendur úr landi. Strangt til tekið vitum við svo sem ekkert hvar hann muni enda,“ segir Jói. Líklegast er þó að Amir endi í heimalandinu Íran. „Mér skilst að hann fái endurkomubann hingað til Evrópu. Ef hann verður sendur alla leið til Íran þá bíður hans bara dauði.“ „Ástæðan fyrir því að hann verður drepinn er sú að samkynhneigð er ekki leyfð í Íran og hann skipti yfir í kristna trú og það er ekki leyfilegt heldur. Þannig að hann er tvöfalt réttdræpur. Þetta er bara hryllingur og ég þori ekki að hugsa þetta til enda,“ segir Jói.
Tengdar fréttir Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“ Andri Snær Magnason, segir sögu Amir Shokrgozar, sem vísað var úr landi, eftir að hafa búið hér í tvö ár, en hann varð að flýja heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar. 4. febrúar 2017 17:34 Hver er mannúð? – saga Amirs Amir er 29 ára samkynhneigður maður. Amir bjó í flóttamannabúðum á Ítalíu og varð þar fyrir miklu áfalli þegar nokkrir menn réðust á hann og börðu hann og nauðguðu. Hann var skilinn eftir meðvitundarlaus. 12. mars 2016 18:04 Segir ómannúðlegt hvernig komið sé fram við Amir Samtökin 78 hvetja yfirvöld til þess að endurskoða ákvörðun sína um að vísa samkynhneigðum hælisleitanda til Ítalíu. Þar hafi honum verið nauðgað í flóttamannabúðum og bíður hans dauðarefsing í heimalandinu vegna kynhneigðar sinnar. 6. febrúar 2017 20:00 Telur Útlendingastofnun sundurgreina gögn til að réttlæta synjun Toshiki Toma, prestur innflytjenda, rekur sögu samkynhneigðs íransks hælisleitanda í aðsendri grein á Vísi í dag. 12. mars 2016 18:59 Hvetja yfirvöld til að endurskoða ákvörðun um brottvísun Amir Stjórn SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk hvetur íslensk yfirvöld til að endurskoða ákvörðun sína um brottvísun Amir Shokrgozar, sem búið hafði á Íslandi í tvö ár, áður en hann var sendur til Ítalíu. 4. febrúar 2017 21:43 Fordæma meðferð íslenskra stjórnvalda á hinsegin flóttafólki Samtökin ´78 fordæma meðferð íslenskra yfirvalda á hinsegin flóttafólki, þar með talið synjun á hælisumsóknum þeirra Martin Omulu og Amír Shókrgózar og yfirvofandi brottvísun þeirra úr landi. 17. febrúar 2016 15:02 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“ Andri Snær Magnason, segir sögu Amir Shokrgozar, sem vísað var úr landi, eftir að hafa búið hér í tvö ár, en hann varð að flýja heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar. 4. febrúar 2017 17:34
Hver er mannúð? – saga Amirs Amir er 29 ára samkynhneigður maður. Amir bjó í flóttamannabúðum á Ítalíu og varð þar fyrir miklu áfalli þegar nokkrir menn réðust á hann og börðu hann og nauðguðu. Hann var skilinn eftir meðvitundarlaus. 12. mars 2016 18:04
Segir ómannúðlegt hvernig komið sé fram við Amir Samtökin 78 hvetja yfirvöld til þess að endurskoða ákvörðun sína um að vísa samkynhneigðum hælisleitanda til Ítalíu. Þar hafi honum verið nauðgað í flóttamannabúðum og bíður hans dauðarefsing í heimalandinu vegna kynhneigðar sinnar. 6. febrúar 2017 20:00
Telur Útlendingastofnun sundurgreina gögn til að réttlæta synjun Toshiki Toma, prestur innflytjenda, rekur sögu samkynhneigðs íransks hælisleitanda í aðsendri grein á Vísi í dag. 12. mars 2016 18:59
Hvetja yfirvöld til að endurskoða ákvörðun um brottvísun Amir Stjórn SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk hvetur íslensk yfirvöld til að endurskoða ákvörðun sína um brottvísun Amir Shokrgozar, sem búið hafði á Íslandi í tvö ár, áður en hann var sendur til Ítalíu. 4. febrúar 2017 21:43
Fordæma meðferð íslenskra stjórnvalda á hinsegin flóttafólki Samtökin ´78 fordæma meðferð íslenskra yfirvalda á hinsegin flóttafólki, þar með talið synjun á hælisumsóknum þeirra Martin Omulu og Amír Shókrgózar og yfirvofandi brottvísun þeirra úr landi. 17. febrúar 2016 15:02