Enski boltinn

Alli gæti verið á leið i þriggja leikja bann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alli og Yacob munnhöggvast eftir atvikið.
Alli og Yacob munnhöggvast eftir atvikið. vísir/getty
Dele Alli, nýkjörinn besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, gæti átt yfir höfði sér þriggja leikja bann fyrir að kýla Claudio Yacob í magann í leik Tottenham og West Brom í gær.

Alli missti stjórn á skapi sínu á 26. mínútu og sló til Yacob. Mike Jones, dómari leiksins, sá atvikið ekki en það náðist á myndbandi og enska knattspyrnusambandið hefur ákært Alli á grundvelli þess.

Ef Alli verður fundinn sekur missir hann væntanlega af öllum þremur leikjunum sem Tottenham á eftir í úrvalsdeildinni.

Tottenham náði aðeins jafntefli gegn West Brom í gær og er því sjö stigum á eftir toppliði Leicester City þegar þrjár umferðir eru eftir.

Sjá einnig: Pressan náði til sumra leikmanna Tottenham og þeir frusu

Alli hefur slegið í gegn með Tottenham í vetur og skorað 10 mörk í úrvalsdeildinni. Þá er hann búinn að vinna sér sæti í byrjunarliði enska landsliðsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×