Enski boltinn

West Brom gerði Leicester stóran greiða | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dawson rís hæst í teignum og skallar boltann í markið.
Dawson rís hæst í teignum og skallar boltann í markið. vísir/getty
Tony Pulis og lærisveinar hans í West Brom gerðu Leicester City stóran greiða þegar þeir náðu í stig gegn Tottenham í 35. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Lokatölur 1-1.

Craig Dawson, varnarmaður West Brom, var í aðalhlutverki á White Hart Lane í kvöld en hann skoraði bæði mörkin, í sitt hvort markið.

Mörkin má sjá hér að neðan.

Dawson byrjaði á því að skora sjálfmark eftir 33. mínútur og kom Tottenham 1-0 yfir. Heimamenn áttu þrjú skot í tréverkið en náðu ekki að bæta öðru marki við.

Þeim hefndist fyrir það þegar Dawson reis hæst í teignum á 73. mínútu og skallaði boltann í netið. Fleiri urðu mörkin ekki og vonbrigði Tottenham-manna því mikil.

Leicester er nú með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir.

Refirnir mæta Manchester United á Old Trafford í næstu umferð á meðan Tottenham sækir Chelsea heim.

Tottenham 1-0 West Brom Tottenham 1-1 West Brom



Fleiri fréttir

Sjá meira


×