Enski boltinn

Mahrez valinn bestur af leikmönnunum | Alli besti ungi leikmaðurinn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mahrez fagnar hér marki sínu gegn Swansea fyrr í dag.
Mahrez fagnar hér marki sínu gegn Swansea fyrr í dag. Vísir/getty
Riyad Mahrez var í kvöld valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili af leikmönnum deildarinnar en hann var einn af fjórum leikmönnum Leicester í liði ársins.

Mahrez hefur verið í algjöru lykilhlutverki hjá spútnikliði Leicester í vetur en alsírski kantmaðurinn hefur skorað alls 17 mörk og lagt upp önnur ellefu á þessu tímabili.

Þá var miðjumaðurinn Dele Alli valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar á fyrsta tímabili sínu í deildinni eftir að hafa gengið til liðs við Tottenham frá MK Dons síðasta sumar.

Alli sem er aðeins 20 ára gamall skaust fram á sjónarsviðið síðasta haust en hann hefur skorað 10 mörk á fyrsta tímabili sínu í ensku úrvalsdeildinni ásamt því að leika fyrstu landsleiki sína.

Í liði ársins er að finna fjóra leikmenn Leicester en ásamt Mahrez eru þar N'golo Kante, Wes Morgan og Jamie Vardy. Tottenham á einnig fjóra fulltrúa í liðinu en þar er að finna ásamt Alli þá Toby Alderweireld, Danny Rose og Harry Kane.

Þá eiga Arsenal (Hector Bellerín), Manchester United (David De Gea) og West Ham (Dimitri Payet) öll einn fulltrúa í liðinu.

Leikmaður ársins: Ryiad Mahrez, Leicester

Besti ungi leikmaðurinn: Dele Alli, Tottenham

Lið ársins:

David De Gea, Manchester United

Hector Bellerín, Arsenal

Wes Morgan, Leicester

Toby Alderwereild, Tottenham

Danny Rose, Tottenham

Riyad Mahrez, Leicester

Dele Alli, Tottenham

N'Golo Kante, Leicester

Dimitri Payet, West Ham

Jamie Vardy, Leicester

Harry Kane, Tottenham




Fleiri fréttir

Sjá meira


×