„Við vitum alveg hvað hefði komið í veg fyrir bæði þessi slys“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. október 2016 10:04 Ólafur Guðmundsson er tæknistjóri hjá EuroRAP, sem annast öryggisúttektir vegakerfa í Evrópu og er varaformaður FÍB. Ólafur Guðmundsson, sérfræðingur í umferðaröryggismálum, segir slysin tvö á Reykjanesbraut á mánudag hafa verið fyrirséð. Öllum sé ljóst hvað hefði komið í veg fyrir þau. „Við vitum alveg hvað hefði komið í veg fyrir þessi slys og það er að það væri miðjuskipting þarna. Það væri að hafa vegrið í miðjunni, eða tvöföldun með vegrið í miðjunni. Þetta er það sem skiptir máli og við erum búin að vita þetta lengi,“ sagði Ólafur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tvö alvarleg umferðarslys urðu á Reykjanesbraut á mánudag. Annað þeirra varð þegar tveir bílar skullu saman við Rósaselstorg með þeim afleiðingum að einn lést og tveir slösuðust. Hitt varð í árekstri lögreglubifhjóls og bifreiðar við Áslandshverfi í Hafnarfirði þegar lögregla og sjúkralið óku forgangsakstur með ökumann bílsins úr slysinu við Rósaselstorg.Taki tvær vikur að bæta úr ástandinu „Það er margt búið að dynja á Reykjanesbrautinni, allt meira og minna fyrirséð,“ segir Ólafur og bendir á að kaflinn frá Kaplakrika á Reykjanesbraut að flugstöðinni sé fimmti slysamesti vegakafli landsins. Hægt sé að bæta úr ástandinu með einföldum hætti. „Ljósastaurarnir eru ekki af viðurkenndri gerð. Það er búið að slökkva á öðrum hverjum staur þannig að þeir eru ekki til neins nema bara keyra á þá. En það sem við gætum gert strax er að laga þessa tvo kafla til endanna og setja bara hreinlega vegrið eða vír í miðjuna og banna framúrakstur þar sem öll þessi slys eru. Það getum við gert á hálfum mánuði, þremur vikum,“ segir hann. „Við ættum að banna vinstri beygjurnar sem eru fyrir ofan Reykjanesbæ þannig að menn verði bara að nota hringtorgin ef þeir ætla að fara inn í Reykjanesbæ. Við ættum líka að gera það sama Hafnarfjarðarmegin, það er frá Straumi að álverinu og alveg inn að hæðinni þar sem slysið varð á mánudag.“ Ólafur segir jafnframt að fræða þurfi fólk og hvetur fólk jafnframt til þess að þrýsta á stjórnvöld að grípa til aðgerða. „Slysið sem átti sér stað, þar sem lögreglumaðurinn og sjúkrabíllinn áttu í hlut, þar voru bara röng viðbrögð almennings við því sem var í gangi," útskýrir Ólafur, sem er sérfræðingur hjá EuroRAP, sem annast öryggisúttektir vegakerfa í Evrópu.Hlusta má á viðtalið við Ólaf í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Karl og kona enn á gjörgæslu eftir umferðarslysið á Reykjanesbraut Slysið átti sér stað þegar lögreglubifhjól og bíll rákust á. 18. október 2016 12:00 Alvarlegt umferðarslys varð þegar lögreglumaður á mótorhjóli aðstoðaði sjúkrabíl í forgangsakstri Slysið varð á Reykjanesbraut við Vallahverfi í Hafnarfirði. 17. október 2016 13:15 Banaslys á Suðurnesjum Banaslys varð þegar tvær bifreiðir lentu í árekstri á Reykjanesbraut, skammt frá Rósaselstorgi á Suðurnesjum um hádegisbil í dag. 17. október 2016 17:28 Þrjú voru flutt á sjúkrahús eftir alvarlegt slys á Reykjanesbraut Lögreglumaður á bifhjóli í forgangsakstri og bíll rákust saman. 17. október 2016 15:59 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Sólveig Anna hjólar í „woke“ sjálfstæðismenn í borginni Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Sjá meira
Ólafur Guðmundsson, sérfræðingur í umferðaröryggismálum, segir slysin tvö á Reykjanesbraut á mánudag hafa verið fyrirséð. Öllum sé ljóst hvað hefði komið í veg fyrir þau. „Við vitum alveg hvað hefði komið í veg fyrir þessi slys og það er að það væri miðjuskipting þarna. Það væri að hafa vegrið í miðjunni, eða tvöföldun með vegrið í miðjunni. Þetta er það sem skiptir máli og við erum búin að vita þetta lengi,“ sagði Ólafur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tvö alvarleg umferðarslys urðu á Reykjanesbraut á mánudag. Annað þeirra varð þegar tveir bílar skullu saman við Rósaselstorg með þeim afleiðingum að einn lést og tveir slösuðust. Hitt varð í árekstri lögreglubifhjóls og bifreiðar við Áslandshverfi í Hafnarfirði þegar lögregla og sjúkralið óku forgangsakstur með ökumann bílsins úr slysinu við Rósaselstorg.Taki tvær vikur að bæta úr ástandinu „Það er margt búið að dynja á Reykjanesbrautinni, allt meira og minna fyrirséð,“ segir Ólafur og bendir á að kaflinn frá Kaplakrika á Reykjanesbraut að flugstöðinni sé fimmti slysamesti vegakafli landsins. Hægt sé að bæta úr ástandinu með einföldum hætti. „Ljósastaurarnir eru ekki af viðurkenndri gerð. Það er búið að slökkva á öðrum hverjum staur þannig að þeir eru ekki til neins nema bara keyra á þá. En það sem við gætum gert strax er að laga þessa tvo kafla til endanna og setja bara hreinlega vegrið eða vír í miðjuna og banna framúrakstur þar sem öll þessi slys eru. Það getum við gert á hálfum mánuði, þremur vikum,“ segir hann. „Við ættum að banna vinstri beygjurnar sem eru fyrir ofan Reykjanesbæ þannig að menn verði bara að nota hringtorgin ef þeir ætla að fara inn í Reykjanesbæ. Við ættum líka að gera það sama Hafnarfjarðarmegin, það er frá Straumi að álverinu og alveg inn að hæðinni þar sem slysið varð á mánudag.“ Ólafur segir jafnframt að fræða þurfi fólk og hvetur fólk jafnframt til þess að þrýsta á stjórnvöld að grípa til aðgerða. „Slysið sem átti sér stað, þar sem lögreglumaðurinn og sjúkrabíllinn áttu í hlut, þar voru bara röng viðbrögð almennings við því sem var í gangi," útskýrir Ólafur, sem er sérfræðingur hjá EuroRAP, sem annast öryggisúttektir vegakerfa í Evrópu.Hlusta má á viðtalið við Ólaf í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Karl og kona enn á gjörgæslu eftir umferðarslysið á Reykjanesbraut Slysið átti sér stað þegar lögreglubifhjól og bíll rákust á. 18. október 2016 12:00 Alvarlegt umferðarslys varð þegar lögreglumaður á mótorhjóli aðstoðaði sjúkrabíl í forgangsakstri Slysið varð á Reykjanesbraut við Vallahverfi í Hafnarfirði. 17. október 2016 13:15 Banaslys á Suðurnesjum Banaslys varð þegar tvær bifreiðir lentu í árekstri á Reykjanesbraut, skammt frá Rósaselstorgi á Suðurnesjum um hádegisbil í dag. 17. október 2016 17:28 Þrjú voru flutt á sjúkrahús eftir alvarlegt slys á Reykjanesbraut Lögreglumaður á bifhjóli í forgangsakstri og bíll rákust saman. 17. október 2016 15:59 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Sólveig Anna hjólar í „woke“ sjálfstæðismenn í borginni Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Sjá meira
Karl og kona enn á gjörgæslu eftir umferðarslysið á Reykjanesbraut Slysið átti sér stað þegar lögreglubifhjól og bíll rákust á. 18. október 2016 12:00
Alvarlegt umferðarslys varð þegar lögreglumaður á mótorhjóli aðstoðaði sjúkrabíl í forgangsakstri Slysið varð á Reykjanesbraut við Vallahverfi í Hafnarfirði. 17. október 2016 13:15
Banaslys á Suðurnesjum Banaslys varð þegar tvær bifreiðir lentu í árekstri á Reykjanesbraut, skammt frá Rósaselstorgi á Suðurnesjum um hádegisbil í dag. 17. október 2016 17:28
Þrjú voru flutt á sjúkrahús eftir alvarlegt slys á Reykjanesbraut Lögreglumaður á bifhjóli í forgangsakstri og bíll rákust saman. 17. október 2016 15:59