„Við vitum alveg hvað hefði komið í veg fyrir bæði þessi slys“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. október 2016 10:04 Ólafur Guðmundsson er tæknistjóri hjá EuroRAP, sem annast öryggisúttektir vegakerfa í Evrópu og er varaformaður FÍB. Ólafur Guðmundsson, sérfræðingur í umferðaröryggismálum, segir slysin tvö á Reykjanesbraut á mánudag hafa verið fyrirséð. Öllum sé ljóst hvað hefði komið í veg fyrir þau. „Við vitum alveg hvað hefði komið í veg fyrir þessi slys og það er að það væri miðjuskipting þarna. Það væri að hafa vegrið í miðjunni, eða tvöföldun með vegrið í miðjunni. Þetta er það sem skiptir máli og við erum búin að vita þetta lengi,“ sagði Ólafur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tvö alvarleg umferðarslys urðu á Reykjanesbraut á mánudag. Annað þeirra varð þegar tveir bílar skullu saman við Rósaselstorg með þeim afleiðingum að einn lést og tveir slösuðust. Hitt varð í árekstri lögreglubifhjóls og bifreiðar við Áslandshverfi í Hafnarfirði þegar lögregla og sjúkralið óku forgangsakstur með ökumann bílsins úr slysinu við Rósaselstorg.Taki tvær vikur að bæta úr ástandinu „Það er margt búið að dynja á Reykjanesbrautinni, allt meira og minna fyrirséð,“ segir Ólafur og bendir á að kaflinn frá Kaplakrika á Reykjanesbraut að flugstöðinni sé fimmti slysamesti vegakafli landsins. Hægt sé að bæta úr ástandinu með einföldum hætti. „Ljósastaurarnir eru ekki af viðurkenndri gerð. Það er búið að slökkva á öðrum hverjum staur þannig að þeir eru ekki til neins nema bara keyra á þá. En það sem við gætum gert strax er að laga þessa tvo kafla til endanna og setja bara hreinlega vegrið eða vír í miðjuna og banna framúrakstur þar sem öll þessi slys eru. Það getum við gert á hálfum mánuði, þremur vikum,“ segir hann. „Við ættum að banna vinstri beygjurnar sem eru fyrir ofan Reykjanesbæ þannig að menn verði bara að nota hringtorgin ef þeir ætla að fara inn í Reykjanesbæ. Við ættum líka að gera það sama Hafnarfjarðarmegin, það er frá Straumi að álverinu og alveg inn að hæðinni þar sem slysið varð á mánudag.“ Ólafur segir jafnframt að fræða þurfi fólk og hvetur fólk jafnframt til þess að þrýsta á stjórnvöld að grípa til aðgerða. „Slysið sem átti sér stað, þar sem lögreglumaðurinn og sjúkrabíllinn áttu í hlut, þar voru bara röng viðbrögð almennings við því sem var í gangi," útskýrir Ólafur, sem er sérfræðingur hjá EuroRAP, sem annast öryggisúttektir vegakerfa í Evrópu.Hlusta má á viðtalið við Ólaf í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Karl og kona enn á gjörgæslu eftir umferðarslysið á Reykjanesbraut Slysið átti sér stað þegar lögreglubifhjól og bíll rákust á. 18. október 2016 12:00 Alvarlegt umferðarslys varð þegar lögreglumaður á mótorhjóli aðstoðaði sjúkrabíl í forgangsakstri Slysið varð á Reykjanesbraut við Vallahverfi í Hafnarfirði. 17. október 2016 13:15 Banaslys á Suðurnesjum Banaslys varð þegar tvær bifreiðir lentu í árekstri á Reykjanesbraut, skammt frá Rósaselstorgi á Suðurnesjum um hádegisbil í dag. 17. október 2016 17:28 Þrjú voru flutt á sjúkrahús eftir alvarlegt slys á Reykjanesbraut Lögreglumaður á bifhjóli í forgangsakstri og bíll rákust saman. 17. október 2016 15:59 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
Ólafur Guðmundsson, sérfræðingur í umferðaröryggismálum, segir slysin tvö á Reykjanesbraut á mánudag hafa verið fyrirséð. Öllum sé ljóst hvað hefði komið í veg fyrir þau. „Við vitum alveg hvað hefði komið í veg fyrir þessi slys og það er að það væri miðjuskipting þarna. Það væri að hafa vegrið í miðjunni, eða tvöföldun með vegrið í miðjunni. Þetta er það sem skiptir máli og við erum búin að vita þetta lengi,“ sagði Ólafur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tvö alvarleg umferðarslys urðu á Reykjanesbraut á mánudag. Annað þeirra varð þegar tveir bílar skullu saman við Rósaselstorg með þeim afleiðingum að einn lést og tveir slösuðust. Hitt varð í árekstri lögreglubifhjóls og bifreiðar við Áslandshverfi í Hafnarfirði þegar lögregla og sjúkralið óku forgangsakstur með ökumann bílsins úr slysinu við Rósaselstorg.Taki tvær vikur að bæta úr ástandinu „Það er margt búið að dynja á Reykjanesbrautinni, allt meira og minna fyrirséð,“ segir Ólafur og bendir á að kaflinn frá Kaplakrika á Reykjanesbraut að flugstöðinni sé fimmti slysamesti vegakafli landsins. Hægt sé að bæta úr ástandinu með einföldum hætti. „Ljósastaurarnir eru ekki af viðurkenndri gerð. Það er búið að slökkva á öðrum hverjum staur þannig að þeir eru ekki til neins nema bara keyra á þá. En það sem við gætum gert strax er að laga þessa tvo kafla til endanna og setja bara hreinlega vegrið eða vír í miðjuna og banna framúrakstur þar sem öll þessi slys eru. Það getum við gert á hálfum mánuði, þremur vikum,“ segir hann. „Við ættum að banna vinstri beygjurnar sem eru fyrir ofan Reykjanesbæ þannig að menn verði bara að nota hringtorgin ef þeir ætla að fara inn í Reykjanesbæ. Við ættum líka að gera það sama Hafnarfjarðarmegin, það er frá Straumi að álverinu og alveg inn að hæðinni þar sem slysið varð á mánudag.“ Ólafur segir jafnframt að fræða þurfi fólk og hvetur fólk jafnframt til þess að þrýsta á stjórnvöld að grípa til aðgerða. „Slysið sem átti sér stað, þar sem lögreglumaðurinn og sjúkrabíllinn áttu í hlut, þar voru bara röng viðbrögð almennings við því sem var í gangi," útskýrir Ólafur, sem er sérfræðingur hjá EuroRAP, sem annast öryggisúttektir vegakerfa í Evrópu.Hlusta má á viðtalið við Ólaf í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Karl og kona enn á gjörgæslu eftir umferðarslysið á Reykjanesbraut Slysið átti sér stað þegar lögreglubifhjól og bíll rákust á. 18. október 2016 12:00 Alvarlegt umferðarslys varð þegar lögreglumaður á mótorhjóli aðstoðaði sjúkrabíl í forgangsakstri Slysið varð á Reykjanesbraut við Vallahverfi í Hafnarfirði. 17. október 2016 13:15 Banaslys á Suðurnesjum Banaslys varð þegar tvær bifreiðir lentu í árekstri á Reykjanesbraut, skammt frá Rósaselstorgi á Suðurnesjum um hádegisbil í dag. 17. október 2016 17:28 Þrjú voru flutt á sjúkrahús eftir alvarlegt slys á Reykjanesbraut Lögreglumaður á bifhjóli í forgangsakstri og bíll rákust saman. 17. október 2016 15:59 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
Karl og kona enn á gjörgæslu eftir umferðarslysið á Reykjanesbraut Slysið átti sér stað þegar lögreglubifhjól og bíll rákust á. 18. október 2016 12:00
Alvarlegt umferðarslys varð þegar lögreglumaður á mótorhjóli aðstoðaði sjúkrabíl í forgangsakstri Slysið varð á Reykjanesbraut við Vallahverfi í Hafnarfirði. 17. október 2016 13:15
Banaslys á Suðurnesjum Banaslys varð þegar tvær bifreiðir lentu í árekstri á Reykjanesbraut, skammt frá Rósaselstorgi á Suðurnesjum um hádegisbil í dag. 17. október 2016 17:28
Þrjú voru flutt á sjúkrahús eftir alvarlegt slys á Reykjanesbraut Lögreglumaður á bifhjóli í forgangsakstri og bíll rákust saman. 17. október 2016 15:59