„Við vitum alveg hvað hefði komið í veg fyrir bæði þessi slys“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. október 2016 10:04 Ólafur Guðmundsson er tæknistjóri hjá EuroRAP, sem annast öryggisúttektir vegakerfa í Evrópu og er varaformaður FÍB. Ólafur Guðmundsson, sérfræðingur í umferðaröryggismálum, segir slysin tvö á Reykjanesbraut á mánudag hafa verið fyrirséð. Öllum sé ljóst hvað hefði komið í veg fyrir þau. „Við vitum alveg hvað hefði komið í veg fyrir þessi slys og það er að það væri miðjuskipting þarna. Það væri að hafa vegrið í miðjunni, eða tvöföldun með vegrið í miðjunni. Þetta er það sem skiptir máli og við erum búin að vita þetta lengi,“ sagði Ólafur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tvö alvarleg umferðarslys urðu á Reykjanesbraut á mánudag. Annað þeirra varð þegar tveir bílar skullu saman við Rósaselstorg með þeim afleiðingum að einn lést og tveir slösuðust. Hitt varð í árekstri lögreglubifhjóls og bifreiðar við Áslandshverfi í Hafnarfirði þegar lögregla og sjúkralið óku forgangsakstur með ökumann bílsins úr slysinu við Rósaselstorg.Taki tvær vikur að bæta úr ástandinu „Það er margt búið að dynja á Reykjanesbrautinni, allt meira og minna fyrirséð,“ segir Ólafur og bendir á að kaflinn frá Kaplakrika á Reykjanesbraut að flugstöðinni sé fimmti slysamesti vegakafli landsins. Hægt sé að bæta úr ástandinu með einföldum hætti. „Ljósastaurarnir eru ekki af viðurkenndri gerð. Það er búið að slökkva á öðrum hverjum staur þannig að þeir eru ekki til neins nema bara keyra á þá. En það sem við gætum gert strax er að laga þessa tvo kafla til endanna og setja bara hreinlega vegrið eða vír í miðjuna og banna framúrakstur þar sem öll þessi slys eru. Það getum við gert á hálfum mánuði, þremur vikum,“ segir hann. „Við ættum að banna vinstri beygjurnar sem eru fyrir ofan Reykjanesbæ þannig að menn verði bara að nota hringtorgin ef þeir ætla að fara inn í Reykjanesbæ. Við ættum líka að gera það sama Hafnarfjarðarmegin, það er frá Straumi að álverinu og alveg inn að hæðinni þar sem slysið varð á mánudag.“ Ólafur segir jafnframt að fræða þurfi fólk og hvetur fólk jafnframt til þess að þrýsta á stjórnvöld að grípa til aðgerða. „Slysið sem átti sér stað, þar sem lögreglumaðurinn og sjúkrabíllinn áttu í hlut, þar voru bara röng viðbrögð almennings við því sem var í gangi," útskýrir Ólafur, sem er sérfræðingur hjá EuroRAP, sem annast öryggisúttektir vegakerfa í Evrópu.Hlusta má á viðtalið við Ólaf í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Karl og kona enn á gjörgæslu eftir umferðarslysið á Reykjanesbraut Slysið átti sér stað þegar lögreglubifhjól og bíll rákust á. 18. október 2016 12:00 Alvarlegt umferðarslys varð þegar lögreglumaður á mótorhjóli aðstoðaði sjúkrabíl í forgangsakstri Slysið varð á Reykjanesbraut við Vallahverfi í Hafnarfirði. 17. október 2016 13:15 Banaslys á Suðurnesjum Banaslys varð þegar tvær bifreiðir lentu í árekstri á Reykjanesbraut, skammt frá Rósaselstorgi á Suðurnesjum um hádegisbil í dag. 17. október 2016 17:28 Þrjú voru flutt á sjúkrahús eftir alvarlegt slys á Reykjanesbraut Lögreglumaður á bifhjóli í forgangsakstri og bíll rákust saman. 17. október 2016 15:59 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Ólafur Guðmundsson, sérfræðingur í umferðaröryggismálum, segir slysin tvö á Reykjanesbraut á mánudag hafa verið fyrirséð. Öllum sé ljóst hvað hefði komið í veg fyrir þau. „Við vitum alveg hvað hefði komið í veg fyrir þessi slys og það er að það væri miðjuskipting þarna. Það væri að hafa vegrið í miðjunni, eða tvöföldun með vegrið í miðjunni. Þetta er það sem skiptir máli og við erum búin að vita þetta lengi,“ sagði Ólafur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tvö alvarleg umferðarslys urðu á Reykjanesbraut á mánudag. Annað þeirra varð þegar tveir bílar skullu saman við Rósaselstorg með þeim afleiðingum að einn lést og tveir slösuðust. Hitt varð í árekstri lögreglubifhjóls og bifreiðar við Áslandshverfi í Hafnarfirði þegar lögregla og sjúkralið óku forgangsakstur með ökumann bílsins úr slysinu við Rósaselstorg.Taki tvær vikur að bæta úr ástandinu „Það er margt búið að dynja á Reykjanesbrautinni, allt meira og minna fyrirséð,“ segir Ólafur og bendir á að kaflinn frá Kaplakrika á Reykjanesbraut að flugstöðinni sé fimmti slysamesti vegakafli landsins. Hægt sé að bæta úr ástandinu með einföldum hætti. „Ljósastaurarnir eru ekki af viðurkenndri gerð. Það er búið að slökkva á öðrum hverjum staur þannig að þeir eru ekki til neins nema bara keyra á þá. En það sem við gætum gert strax er að laga þessa tvo kafla til endanna og setja bara hreinlega vegrið eða vír í miðjuna og banna framúrakstur þar sem öll þessi slys eru. Það getum við gert á hálfum mánuði, þremur vikum,“ segir hann. „Við ættum að banna vinstri beygjurnar sem eru fyrir ofan Reykjanesbæ þannig að menn verði bara að nota hringtorgin ef þeir ætla að fara inn í Reykjanesbæ. Við ættum líka að gera það sama Hafnarfjarðarmegin, það er frá Straumi að álverinu og alveg inn að hæðinni þar sem slysið varð á mánudag.“ Ólafur segir jafnframt að fræða þurfi fólk og hvetur fólk jafnframt til þess að þrýsta á stjórnvöld að grípa til aðgerða. „Slysið sem átti sér stað, þar sem lögreglumaðurinn og sjúkrabíllinn áttu í hlut, þar voru bara röng viðbrögð almennings við því sem var í gangi," útskýrir Ólafur, sem er sérfræðingur hjá EuroRAP, sem annast öryggisúttektir vegakerfa í Evrópu.Hlusta má á viðtalið við Ólaf í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Karl og kona enn á gjörgæslu eftir umferðarslysið á Reykjanesbraut Slysið átti sér stað þegar lögreglubifhjól og bíll rákust á. 18. október 2016 12:00 Alvarlegt umferðarslys varð þegar lögreglumaður á mótorhjóli aðstoðaði sjúkrabíl í forgangsakstri Slysið varð á Reykjanesbraut við Vallahverfi í Hafnarfirði. 17. október 2016 13:15 Banaslys á Suðurnesjum Banaslys varð þegar tvær bifreiðir lentu í árekstri á Reykjanesbraut, skammt frá Rósaselstorgi á Suðurnesjum um hádegisbil í dag. 17. október 2016 17:28 Þrjú voru flutt á sjúkrahús eftir alvarlegt slys á Reykjanesbraut Lögreglumaður á bifhjóli í forgangsakstri og bíll rákust saman. 17. október 2016 15:59 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Karl og kona enn á gjörgæslu eftir umferðarslysið á Reykjanesbraut Slysið átti sér stað þegar lögreglubifhjól og bíll rákust á. 18. október 2016 12:00
Alvarlegt umferðarslys varð þegar lögreglumaður á mótorhjóli aðstoðaði sjúkrabíl í forgangsakstri Slysið varð á Reykjanesbraut við Vallahverfi í Hafnarfirði. 17. október 2016 13:15
Banaslys á Suðurnesjum Banaslys varð þegar tvær bifreiðir lentu í árekstri á Reykjanesbraut, skammt frá Rósaselstorgi á Suðurnesjum um hádegisbil í dag. 17. október 2016 17:28
Þrjú voru flutt á sjúkrahús eftir alvarlegt slys á Reykjanesbraut Lögreglumaður á bifhjóli í forgangsakstri og bíll rákust saman. 17. október 2016 15:59
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent