Innlent

„Mikilvægt að rödd Íslands heyrist“

Samúel Karl Ólason skrifar
Gunnar Bragi Sveinsson.
Gunnar Bragi Sveinsson. Vísir/Stefán
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra er nú á leið til Kænugarðs til að kynna sér ástandið og greina ráðamönnum þar frá þátttöku Íslands í refsiaðgerðum gegn Rússum og bandamönnum þeirra í Úkraínu.

Ráðherra mun einnig heimsækja úkraínska þingið og Maidan torg þar sem talið er að allt að 80 manns hafi fallið fyrir skotum leyniskytta í mótmælum almennings gegn stjórn Janukovits fyrrverandi forseta landsins.

Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er með í för og hann ræddi við ráðherrann þegar þeir millilentu í Helsinki í Finnlandi skömmu fyrir hádegi í dag.

„Tilgangur þessarar ferðar er að tengjast bráðabirgðastjórninni sem er núna við völd í Úkraínu og að sýna um leið samstöðu með úkraínsku þjóðinni að sjálfsögðu. Við munum nota þessa ferð til að funda með kollega mínum, þingmönnum, fulltrúum frjálsra félagasamtaka og mögulega fleiri aðilum.“

„Það er rétt sem kom fram í innganginum að fréttinni að við höfum tekið undir þær þvingunaraðgerðir sem hafa verið settar fram nú þegar. Það er mikilvægt að rödd Íslands heyrist í þessu máli eins og rödd allra annarra þjóða sem sýna úkraínsku þjóðinni stuðning,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra í samtali við Heimi Má Pétursson í hádegisfréttum Bylgjunnar.


Tengdar fréttir

Gunnar Bragi utanríkisráðherra á leið til Úkraínu

Gunnar Bragi Sveinsson fer í opinbera heimsókn til Úkraínu í dag þar sem hann mun ræða við stjórnvöld um ástandið í landinu. Hann staðfesti í gær þvingunaraðgerðir gegn þeim sem tengjast aðgerðum Rússa á Krímskaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×