Zenit tilbúið að borga einn milljarð fyrir Viðar Örn Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. febrúar 2017 18:45 Viðar Örn Kjartansson. Vísir/Getty Landsliðsmaðurinn Viðar Örn Kjartansson gæti verið á leiðinni til rússneska stórliðsins Zenit frá Pétursborg. Rússneska stórveldið Zenit hefur samkvæmt heimildum 365 virkjað klásúlu í samningi Viðars við ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv. Kaupverðið mun vera níu milljónir Evra, eða rúmur milljarður króna. Þess má geta að Viðar Örn þreytti frumraun sína í Evrópudeildinni með Maccabi Tel Aviv gegn Zenit í september í fyrra. Zenit vann 4-3 í hreint ótrúlegum leik. Viðar skoraði þá fyrir Maccabi, með fínum skalla á fimmtugustu mínútu. Félagsskiptaglugginn í Rússlandi lokaði nýverið en, náist samningar á milli hans og félagsins gæti Viðar því gengið til liðs við Zenit í sumar. Zenit er sem stendur í öðru sæti efstu deildarinnar í Rússlandi, fimm stigum á eftir Spartak frá Moskvu. Annað sætið gefur rétt á umspili í meistaradeildinni, en Zenit hefur leikið í deild þeirra sterkustu sex af síðustu átta tímabilum. Liðið vann Evrópukeppni félagsliða 2008 og hefur fimm sinnum orðið rússneskur meistari. Heimavöllur félagsins tekur tæplega 70 þúsund manns og með liðinu leika þekktir leikmenn, á borð við Branislav Ivanovic, sem lék með Chelsea auk rússnesku landsliðsmannanna Aleksandr Kerzhakov, Artym Dzyuba og Aleksandr Kokorin. Viðar Örn Kjartansson er markahæsti leikmaður ísraelsku deildarinnar með 15 mörk í 21 leik. Síðan hann fór út í atvinnumennsku til Valerenga í Noregi hefur hann skorað 79 mörk í 117 leikjum í efstu deildum í Noregi, Kína, Svíþjóð og Ísrael. Fótbolti Tengdar fréttir Viðar með þrennu í sigri Maccabi Viðar Örn Kjartansson skoraði öll þrjú mörk Maccabi Tel Aviv þegar liðið vann 3-0 sigur á Shmona í ísraelsku úrvalsdeildinni í dag. 18. febrúar 2017 20:45 Viðar gulltryggði sigurinn á heimavelli Viðar Örn Kjartansson skoraði annað marka Maccabi Tel Aviv í 2-0 sigri gegn Yehuda á heimavelli í dag. 25. febrúar 2017 20:45 Tíu marka maður í fjórða landinu á fjórum árum Viðar Örn Kjartansson, skoraði sitt tíunda mark í ísraelsku deildinni á mánudag og er nú búinn að skora að minnsta kosti tíu deildarmörk í fjórum löndum. 1. febrúar 2017 06:00 Viðar Örn tryggði liði sínu sigur í toppslaginum í Ísrael Viðar Örn Kjartansson heldur áfram að gera það gott í Ísrael en hann var á skotskónum í úrvalsdeildinni þar í landi í kvöld. 4. febrúar 2017 21:00 Twitter-síða Viðars notuð til að selja sólgleraugu Viðar Örn Kjartansson er ekki kominn í sólgleraugnabransann. 20. febrúar 2017 10:00 Viðar og félagar áfram á beinu brautinni Viðar Örn Kjartansson var á sínum stað í byrjunarliði Maccabi Tel Aviv þegar liðið vann 0-1 útisigur á Maccabi Petah Tikva í ísraelsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 13. febrúar 2017 22:17 Mest lesið Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Viðar Örn Kjartansson gæti verið á leiðinni til rússneska stórliðsins Zenit frá Pétursborg. Rússneska stórveldið Zenit hefur samkvæmt heimildum 365 virkjað klásúlu í samningi Viðars við ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv. Kaupverðið mun vera níu milljónir Evra, eða rúmur milljarður króna. Þess má geta að Viðar Örn þreytti frumraun sína í Evrópudeildinni með Maccabi Tel Aviv gegn Zenit í september í fyrra. Zenit vann 4-3 í hreint ótrúlegum leik. Viðar skoraði þá fyrir Maccabi, með fínum skalla á fimmtugustu mínútu. Félagsskiptaglugginn í Rússlandi lokaði nýverið en, náist samningar á milli hans og félagsins gæti Viðar því gengið til liðs við Zenit í sumar. Zenit er sem stendur í öðru sæti efstu deildarinnar í Rússlandi, fimm stigum á eftir Spartak frá Moskvu. Annað sætið gefur rétt á umspili í meistaradeildinni, en Zenit hefur leikið í deild þeirra sterkustu sex af síðustu átta tímabilum. Liðið vann Evrópukeppni félagsliða 2008 og hefur fimm sinnum orðið rússneskur meistari. Heimavöllur félagsins tekur tæplega 70 þúsund manns og með liðinu leika þekktir leikmenn, á borð við Branislav Ivanovic, sem lék með Chelsea auk rússnesku landsliðsmannanna Aleksandr Kerzhakov, Artym Dzyuba og Aleksandr Kokorin. Viðar Örn Kjartansson er markahæsti leikmaður ísraelsku deildarinnar með 15 mörk í 21 leik. Síðan hann fór út í atvinnumennsku til Valerenga í Noregi hefur hann skorað 79 mörk í 117 leikjum í efstu deildum í Noregi, Kína, Svíþjóð og Ísrael.
Fótbolti Tengdar fréttir Viðar með þrennu í sigri Maccabi Viðar Örn Kjartansson skoraði öll þrjú mörk Maccabi Tel Aviv þegar liðið vann 3-0 sigur á Shmona í ísraelsku úrvalsdeildinni í dag. 18. febrúar 2017 20:45 Viðar gulltryggði sigurinn á heimavelli Viðar Örn Kjartansson skoraði annað marka Maccabi Tel Aviv í 2-0 sigri gegn Yehuda á heimavelli í dag. 25. febrúar 2017 20:45 Tíu marka maður í fjórða landinu á fjórum árum Viðar Örn Kjartansson, skoraði sitt tíunda mark í ísraelsku deildinni á mánudag og er nú búinn að skora að minnsta kosti tíu deildarmörk í fjórum löndum. 1. febrúar 2017 06:00 Viðar Örn tryggði liði sínu sigur í toppslaginum í Ísrael Viðar Örn Kjartansson heldur áfram að gera það gott í Ísrael en hann var á skotskónum í úrvalsdeildinni þar í landi í kvöld. 4. febrúar 2017 21:00 Twitter-síða Viðars notuð til að selja sólgleraugu Viðar Örn Kjartansson er ekki kominn í sólgleraugnabransann. 20. febrúar 2017 10:00 Viðar og félagar áfram á beinu brautinni Viðar Örn Kjartansson var á sínum stað í byrjunarliði Maccabi Tel Aviv þegar liðið vann 0-1 útisigur á Maccabi Petah Tikva í ísraelsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 13. febrúar 2017 22:17 Mest lesið Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Sjá meira
Viðar með þrennu í sigri Maccabi Viðar Örn Kjartansson skoraði öll þrjú mörk Maccabi Tel Aviv þegar liðið vann 3-0 sigur á Shmona í ísraelsku úrvalsdeildinni í dag. 18. febrúar 2017 20:45
Viðar gulltryggði sigurinn á heimavelli Viðar Örn Kjartansson skoraði annað marka Maccabi Tel Aviv í 2-0 sigri gegn Yehuda á heimavelli í dag. 25. febrúar 2017 20:45
Tíu marka maður í fjórða landinu á fjórum árum Viðar Örn Kjartansson, skoraði sitt tíunda mark í ísraelsku deildinni á mánudag og er nú búinn að skora að minnsta kosti tíu deildarmörk í fjórum löndum. 1. febrúar 2017 06:00
Viðar Örn tryggði liði sínu sigur í toppslaginum í Ísrael Viðar Örn Kjartansson heldur áfram að gera það gott í Ísrael en hann var á skotskónum í úrvalsdeildinni þar í landi í kvöld. 4. febrúar 2017 21:00
Twitter-síða Viðars notuð til að selja sólgleraugu Viðar Örn Kjartansson er ekki kominn í sólgleraugnabransann. 20. febrúar 2017 10:00
Viðar og félagar áfram á beinu brautinni Viðar Örn Kjartansson var á sínum stað í byrjunarliði Maccabi Tel Aviv þegar liðið vann 0-1 útisigur á Maccabi Petah Tikva í ísraelsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 13. febrúar 2017 22:17