Zenit tilbúið að borga einn milljarð fyrir Viðar Örn Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. febrúar 2017 18:45 Viðar Örn Kjartansson. Vísir/Getty Landsliðsmaðurinn Viðar Örn Kjartansson gæti verið á leiðinni til rússneska stórliðsins Zenit frá Pétursborg. Rússneska stórveldið Zenit hefur samkvæmt heimildum 365 virkjað klásúlu í samningi Viðars við ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv. Kaupverðið mun vera níu milljónir Evra, eða rúmur milljarður króna. Þess má geta að Viðar Örn þreytti frumraun sína í Evrópudeildinni með Maccabi Tel Aviv gegn Zenit í september í fyrra. Zenit vann 4-3 í hreint ótrúlegum leik. Viðar skoraði þá fyrir Maccabi, með fínum skalla á fimmtugustu mínútu. Félagsskiptaglugginn í Rússlandi lokaði nýverið en, náist samningar á milli hans og félagsins gæti Viðar því gengið til liðs við Zenit í sumar. Zenit er sem stendur í öðru sæti efstu deildarinnar í Rússlandi, fimm stigum á eftir Spartak frá Moskvu. Annað sætið gefur rétt á umspili í meistaradeildinni, en Zenit hefur leikið í deild þeirra sterkustu sex af síðustu átta tímabilum. Liðið vann Evrópukeppni félagsliða 2008 og hefur fimm sinnum orðið rússneskur meistari. Heimavöllur félagsins tekur tæplega 70 þúsund manns og með liðinu leika þekktir leikmenn, á borð við Branislav Ivanovic, sem lék með Chelsea auk rússnesku landsliðsmannanna Aleksandr Kerzhakov, Artym Dzyuba og Aleksandr Kokorin. Viðar Örn Kjartansson er markahæsti leikmaður ísraelsku deildarinnar með 15 mörk í 21 leik. Síðan hann fór út í atvinnumennsku til Valerenga í Noregi hefur hann skorað 79 mörk í 117 leikjum í efstu deildum í Noregi, Kína, Svíþjóð og Ísrael. Fótbolti Tengdar fréttir Viðar með þrennu í sigri Maccabi Viðar Örn Kjartansson skoraði öll þrjú mörk Maccabi Tel Aviv þegar liðið vann 3-0 sigur á Shmona í ísraelsku úrvalsdeildinni í dag. 18. febrúar 2017 20:45 Viðar gulltryggði sigurinn á heimavelli Viðar Örn Kjartansson skoraði annað marka Maccabi Tel Aviv í 2-0 sigri gegn Yehuda á heimavelli í dag. 25. febrúar 2017 20:45 Tíu marka maður í fjórða landinu á fjórum árum Viðar Örn Kjartansson, skoraði sitt tíunda mark í ísraelsku deildinni á mánudag og er nú búinn að skora að minnsta kosti tíu deildarmörk í fjórum löndum. 1. febrúar 2017 06:00 Viðar Örn tryggði liði sínu sigur í toppslaginum í Ísrael Viðar Örn Kjartansson heldur áfram að gera það gott í Ísrael en hann var á skotskónum í úrvalsdeildinni þar í landi í kvöld. 4. febrúar 2017 21:00 Twitter-síða Viðars notuð til að selja sólgleraugu Viðar Örn Kjartansson er ekki kominn í sólgleraugnabransann. 20. febrúar 2017 10:00 Viðar og félagar áfram á beinu brautinni Viðar Örn Kjartansson var á sínum stað í byrjunarliði Maccabi Tel Aviv þegar liðið vann 0-1 útisigur á Maccabi Petah Tikva í ísraelsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 13. febrúar 2017 22:17 Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Viðar Örn Kjartansson gæti verið á leiðinni til rússneska stórliðsins Zenit frá Pétursborg. Rússneska stórveldið Zenit hefur samkvæmt heimildum 365 virkjað klásúlu í samningi Viðars við ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv. Kaupverðið mun vera níu milljónir Evra, eða rúmur milljarður króna. Þess má geta að Viðar Örn þreytti frumraun sína í Evrópudeildinni með Maccabi Tel Aviv gegn Zenit í september í fyrra. Zenit vann 4-3 í hreint ótrúlegum leik. Viðar skoraði þá fyrir Maccabi, með fínum skalla á fimmtugustu mínútu. Félagsskiptaglugginn í Rússlandi lokaði nýverið en, náist samningar á milli hans og félagsins gæti Viðar því gengið til liðs við Zenit í sumar. Zenit er sem stendur í öðru sæti efstu deildarinnar í Rússlandi, fimm stigum á eftir Spartak frá Moskvu. Annað sætið gefur rétt á umspili í meistaradeildinni, en Zenit hefur leikið í deild þeirra sterkustu sex af síðustu átta tímabilum. Liðið vann Evrópukeppni félagsliða 2008 og hefur fimm sinnum orðið rússneskur meistari. Heimavöllur félagsins tekur tæplega 70 þúsund manns og með liðinu leika þekktir leikmenn, á borð við Branislav Ivanovic, sem lék með Chelsea auk rússnesku landsliðsmannanna Aleksandr Kerzhakov, Artym Dzyuba og Aleksandr Kokorin. Viðar Örn Kjartansson er markahæsti leikmaður ísraelsku deildarinnar með 15 mörk í 21 leik. Síðan hann fór út í atvinnumennsku til Valerenga í Noregi hefur hann skorað 79 mörk í 117 leikjum í efstu deildum í Noregi, Kína, Svíþjóð og Ísrael.
Fótbolti Tengdar fréttir Viðar með þrennu í sigri Maccabi Viðar Örn Kjartansson skoraði öll þrjú mörk Maccabi Tel Aviv þegar liðið vann 3-0 sigur á Shmona í ísraelsku úrvalsdeildinni í dag. 18. febrúar 2017 20:45 Viðar gulltryggði sigurinn á heimavelli Viðar Örn Kjartansson skoraði annað marka Maccabi Tel Aviv í 2-0 sigri gegn Yehuda á heimavelli í dag. 25. febrúar 2017 20:45 Tíu marka maður í fjórða landinu á fjórum árum Viðar Örn Kjartansson, skoraði sitt tíunda mark í ísraelsku deildinni á mánudag og er nú búinn að skora að minnsta kosti tíu deildarmörk í fjórum löndum. 1. febrúar 2017 06:00 Viðar Örn tryggði liði sínu sigur í toppslaginum í Ísrael Viðar Örn Kjartansson heldur áfram að gera það gott í Ísrael en hann var á skotskónum í úrvalsdeildinni þar í landi í kvöld. 4. febrúar 2017 21:00 Twitter-síða Viðars notuð til að selja sólgleraugu Viðar Örn Kjartansson er ekki kominn í sólgleraugnabransann. 20. febrúar 2017 10:00 Viðar og félagar áfram á beinu brautinni Viðar Örn Kjartansson var á sínum stað í byrjunarliði Maccabi Tel Aviv þegar liðið vann 0-1 útisigur á Maccabi Petah Tikva í ísraelsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 13. febrúar 2017 22:17 Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Viðar með þrennu í sigri Maccabi Viðar Örn Kjartansson skoraði öll þrjú mörk Maccabi Tel Aviv þegar liðið vann 3-0 sigur á Shmona í ísraelsku úrvalsdeildinni í dag. 18. febrúar 2017 20:45
Viðar gulltryggði sigurinn á heimavelli Viðar Örn Kjartansson skoraði annað marka Maccabi Tel Aviv í 2-0 sigri gegn Yehuda á heimavelli í dag. 25. febrúar 2017 20:45
Tíu marka maður í fjórða landinu á fjórum árum Viðar Örn Kjartansson, skoraði sitt tíunda mark í ísraelsku deildinni á mánudag og er nú búinn að skora að minnsta kosti tíu deildarmörk í fjórum löndum. 1. febrúar 2017 06:00
Viðar Örn tryggði liði sínu sigur í toppslaginum í Ísrael Viðar Örn Kjartansson heldur áfram að gera það gott í Ísrael en hann var á skotskónum í úrvalsdeildinni þar í landi í kvöld. 4. febrúar 2017 21:00
Twitter-síða Viðars notuð til að selja sólgleraugu Viðar Örn Kjartansson er ekki kominn í sólgleraugnabransann. 20. febrúar 2017 10:00
Viðar og félagar áfram á beinu brautinni Viðar Örn Kjartansson var á sínum stað í byrjunarliði Maccabi Tel Aviv þegar liðið vann 0-1 útisigur á Maccabi Petah Tikva í ísraelsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 13. febrúar 2017 22:17