Yfirverktaki rifti samningi vegna brota Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 10. ágúst 2016 07:00 Hreiðar Hermannsson, eigandi Sandfells, segist hafa rift samningum við undirverktaka sinn eftir að uppvíst varð um slæm kjör verkafólks hans. Mynd/aðsend Fyrirtækið Isdekora greiddi verkamönnum sem reistu vinnubúðir á Bakka norðan Húsavíkur tæplega sex hundruð króna tímakaup. Isdekora ehf. er í eigu Remigijus Norkus og starfaði sem verktaki fyrir byggingarfélagið Sandfell. sem er í eigu Hreiðars Hermannssonar. Fréttablaðið greindi frá áhyggjum verkalýðsfélagsins Framsýnar af kjörum verkafólks við framkvæmdir fyrir norðan, þá við Þeistareyki, seint í mars á þessu ári. Þá greindi Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar, frá því að félagið stæði í ströngu eftir að framkvæmdir hófust við Húsavík, um brot á kjörum verkafólks. Dæmi væru um hugmyndir um að greiða verkafólki tæpar sex hundruð krónur á tímann. Kjör á fimmta tug verkafólks við Þeistareyki voru leiðrétt með aðkomu verkalýðsfélagsins á síðasta ári. Í tilfelli verkafólks sem vann hjá Isdekora sagði Aðalsteinn að umræddir starfsmenn ynnu 120-130% vinnu og væru þannig sviknir um hátt í þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði. Morgunblaðið greindi fyrst frá kjörum verkafólks á Bakka í júlí á þessu ári. Hreiðar Hermannsson, eigandi Sandfells, segist engan grun hafa haft um slæm kjör verkafólks hjá undirverktaka sínum. „Enginn frá þessum verktaka vinnur fyrir Sandfell í dag og um leið og þetta varð uppvíst var gengið í málið. Ég var algjörlega grunlaus,“ segir Hreiðar um málið og að um fimm starfsmenn hafi verið að ræða en á síðari stigum framkvæmda aðeins tvo. Hann hafi áður reitt sig á sama verktaka og talið hann traustan. „Hann hefur unnið nokkrum sinnum fyrir mig og hann sagði mér að allt væri í toppstandi. Við komumst að því að þetta væri ekki í lagi og þar með var öllum samningum rift,“ segir Hreiðar og segir brot verktakans hafa verið áfall fyrir sig. „Yfirleitt er borgað yfir taxta og þegar það er greitt undir taxta þá er það algjörlega óásættanlegt,“ segir Hreiðar. „Það eru engin illindi í þessu, við þekktum hann ekki áður nema að góðu,“ ítrekar Hreiðar um riftun Sandfells á samningi við undirverktaka sinn.Geta kært fyrirtæki sem brjóta á fólki til lögreglu Í júlí áttu fulltrúar Framsýnar fund með fulltrúum Vinnumálastofnunar vegna mála sem tengjast uppbyggingu orkuiðnaðar við Húsavík. Fjöldi undirverktaka kemur að uppbyggingunni og síðan framkvæmdir hófust hafa komið upp nokkur brot sem tengjast launakjörum starfsmanna. Vinnumálastofnun mun aðstoða Framsýn í þessum málum og Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, segir að í flestum tilfellum leysist málin með því að kjör verkafólks séu leiðrétt. „Aðeins örfá mál hafa farið á borð lögreglu,“ segir Unnur. „Í flestum tilfellum getum við kært fyrirtæki sem brjóta á starfsfólki. Það eru hins vegar stéttarfélögin sem uppgötva brotin og því er þetta samvinnuverkefni. Félögin mætti kalla launalögreglu á vinnumarkaði,“ segir Unnur. Athugasemd til lesenda: Um er að ræða byggingarfélagið Sandfell sem er í eigu Hreiðars Hermannssonar en ekki Sandfell ehf. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Tengdar fréttir Brotið á verkafólki á Þeistareykjum Tugir starfsmanna fengu um 1.200 krónur á tímann síðasta sumar fyrir vinnu við uppbyggingu við Þeistareyki. Unnu 68 tíma á viku. 29. mars 2016 06:00 Dæmi um tímakaup upp á tæpar 600 krónur Grunur leikur á að brotið hafi verið alvarlega á réttindum starfsmanna á vinnusvæðinu við Bakka norðan Húsavíkur. 18. júlí 2016 11:33 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Sjá meira
Fyrirtækið Isdekora greiddi verkamönnum sem reistu vinnubúðir á Bakka norðan Húsavíkur tæplega sex hundruð króna tímakaup. Isdekora ehf. er í eigu Remigijus Norkus og starfaði sem verktaki fyrir byggingarfélagið Sandfell. sem er í eigu Hreiðars Hermannssonar. Fréttablaðið greindi frá áhyggjum verkalýðsfélagsins Framsýnar af kjörum verkafólks við framkvæmdir fyrir norðan, þá við Þeistareyki, seint í mars á þessu ári. Þá greindi Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar, frá því að félagið stæði í ströngu eftir að framkvæmdir hófust við Húsavík, um brot á kjörum verkafólks. Dæmi væru um hugmyndir um að greiða verkafólki tæpar sex hundruð krónur á tímann. Kjör á fimmta tug verkafólks við Þeistareyki voru leiðrétt með aðkomu verkalýðsfélagsins á síðasta ári. Í tilfelli verkafólks sem vann hjá Isdekora sagði Aðalsteinn að umræddir starfsmenn ynnu 120-130% vinnu og væru þannig sviknir um hátt í þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði. Morgunblaðið greindi fyrst frá kjörum verkafólks á Bakka í júlí á þessu ári. Hreiðar Hermannsson, eigandi Sandfells, segist engan grun hafa haft um slæm kjör verkafólks hjá undirverktaka sínum. „Enginn frá þessum verktaka vinnur fyrir Sandfell í dag og um leið og þetta varð uppvíst var gengið í málið. Ég var algjörlega grunlaus,“ segir Hreiðar um málið og að um fimm starfsmenn hafi verið að ræða en á síðari stigum framkvæmda aðeins tvo. Hann hafi áður reitt sig á sama verktaka og talið hann traustan. „Hann hefur unnið nokkrum sinnum fyrir mig og hann sagði mér að allt væri í toppstandi. Við komumst að því að þetta væri ekki í lagi og þar með var öllum samningum rift,“ segir Hreiðar og segir brot verktakans hafa verið áfall fyrir sig. „Yfirleitt er borgað yfir taxta og þegar það er greitt undir taxta þá er það algjörlega óásættanlegt,“ segir Hreiðar. „Það eru engin illindi í þessu, við þekktum hann ekki áður nema að góðu,“ ítrekar Hreiðar um riftun Sandfells á samningi við undirverktaka sinn.Geta kært fyrirtæki sem brjóta á fólki til lögreglu Í júlí áttu fulltrúar Framsýnar fund með fulltrúum Vinnumálastofnunar vegna mála sem tengjast uppbyggingu orkuiðnaðar við Húsavík. Fjöldi undirverktaka kemur að uppbyggingunni og síðan framkvæmdir hófust hafa komið upp nokkur brot sem tengjast launakjörum starfsmanna. Vinnumálastofnun mun aðstoða Framsýn í þessum málum og Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, segir að í flestum tilfellum leysist málin með því að kjör verkafólks séu leiðrétt. „Aðeins örfá mál hafa farið á borð lögreglu,“ segir Unnur. „Í flestum tilfellum getum við kært fyrirtæki sem brjóta á starfsfólki. Það eru hins vegar stéttarfélögin sem uppgötva brotin og því er þetta samvinnuverkefni. Félögin mætti kalla launalögreglu á vinnumarkaði,“ segir Unnur. Athugasemd til lesenda: Um er að ræða byggingarfélagið Sandfell sem er í eigu Hreiðars Hermannssonar en ekki Sandfell ehf. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Tengdar fréttir Brotið á verkafólki á Þeistareykjum Tugir starfsmanna fengu um 1.200 krónur á tímann síðasta sumar fyrir vinnu við uppbyggingu við Þeistareyki. Unnu 68 tíma á viku. 29. mars 2016 06:00 Dæmi um tímakaup upp á tæpar 600 krónur Grunur leikur á að brotið hafi verið alvarlega á réttindum starfsmanna á vinnusvæðinu við Bakka norðan Húsavíkur. 18. júlí 2016 11:33 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Sjá meira
Brotið á verkafólki á Þeistareykjum Tugir starfsmanna fengu um 1.200 krónur á tímann síðasta sumar fyrir vinnu við uppbyggingu við Þeistareyki. Unnu 68 tíma á viku. 29. mars 2016 06:00
Dæmi um tímakaup upp á tæpar 600 krónur Grunur leikur á að brotið hafi verið alvarlega á réttindum starfsmanna á vinnusvæðinu við Bakka norðan Húsavíkur. 18. júlí 2016 11:33