Yfirverktaki rifti samningi vegna brota Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 10. ágúst 2016 07:00 Hreiðar Hermannsson, eigandi Sandfells, segist hafa rift samningum við undirverktaka sinn eftir að uppvíst varð um slæm kjör verkafólks hans. Mynd/aðsend Fyrirtækið Isdekora greiddi verkamönnum sem reistu vinnubúðir á Bakka norðan Húsavíkur tæplega sex hundruð króna tímakaup. Isdekora ehf. er í eigu Remigijus Norkus og starfaði sem verktaki fyrir byggingarfélagið Sandfell. sem er í eigu Hreiðars Hermannssonar. Fréttablaðið greindi frá áhyggjum verkalýðsfélagsins Framsýnar af kjörum verkafólks við framkvæmdir fyrir norðan, þá við Þeistareyki, seint í mars á þessu ári. Þá greindi Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar, frá því að félagið stæði í ströngu eftir að framkvæmdir hófust við Húsavík, um brot á kjörum verkafólks. Dæmi væru um hugmyndir um að greiða verkafólki tæpar sex hundruð krónur á tímann. Kjör á fimmta tug verkafólks við Þeistareyki voru leiðrétt með aðkomu verkalýðsfélagsins á síðasta ári. Í tilfelli verkafólks sem vann hjá Isdekora sagði Aðalsteinn að umræddir starfsmenn ynnu 120-130% vinnu og væru þannig sviknir um hátt í þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði. Morgunblaðið greindi fyrst frá kjörum verkafólks á Bakka í júlí á þessu ári. Hreiðar Hermannsson, eigandi Sandfells, segist engan grun hafa haft um slæm kjör verkafólks hjá undirverktaka sínum. „Enginn frá þessum verktaka vinnur fyrir Sandfell í dag og um leið og þetta varð uppvíst var gengið í málið. Ég var algjörlega grunlaus,“ segir Hreiðar um málið og að um fimm starfsmenn hafi verið að ræða en á síðari stigum framkvæmda aðeins tvo. Hann hafi áður reitt sig á sama verktaka og talið hann traustan. „Hann hefur unnið nokkrum sinnum fyrir mig og hann sagði mér að allt væri í toppstandi. Við komumst að því að þetta væri ekki í lagi og þar með var öllum samningum rift,“ segir Hreiðar og segir brot verktakans hafa verið áfall fyrir sig. „Yfirleitt er borgað yfir taxta og þegar það er greitt undir taxta þá er það algjörlega óásættanlegt,“ segir Hreiðar. „Það eru engin illindi í þessu, við þekktum hann ekki áður nema að góðu,“ ítrekar Hreiðar um riftun Sandfells á samningi við undirverktaka sinn.Geta kært fyrirtæki sem brjóta á fólki til lögreglu Í júlí áttu fulltrúar Framsýnar fund með fulltrúum Vinnumálastofnunar vegna mála sem tengjast uppbyggingu orkuiðnaðar við Húsavík. Fjöldi undirverktaka kemur að uppbyggingunni og síðan framkvæmdir hófust hafa komið upp nokkur brot sem tengjast launakjörum starfsmanna. Vinnumálastofnun mun aðstoða Framsýn í þessum málum og Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, segir að í flestum tilfellum leysist málin með því að kjör verkafólks séu leiðrétt. „Aðeins örfá mál hafa farið á borð lögreglu,“ segir Unnur. „Í flestum tilfellum getum við kært fyrirtæki sem brjóta á starfsfólki. Það eru hins vegar stéttarfélögin sem uppgötva brotin og því er þetta samvinnuverkefni. Félögin mætti kalla launalögreglu á vinnumarkaði,“ segir Unnur. Athugasemd til lesenda: Um er að ræða byggingarfélagið Sandfell sem er í eigu Hreiðars Hermannssonar en ekki Sandfell ehf. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Tengdar fréttir Brotið á verkafólki á Þeistareykjum Tugir starfsmanna fengu um 1.200 krónur á tímann síðasta sumar fyrir vinnu við uppbyggingu við Þeistareyki. Unnu 68 tíma á viku. 29. mars 2016 06:00 Dæmi um tímakaup upp á tæpar 600 krónur Grunur leikur á að brotið hafi verið alvarlega á réttindum starfsmanna á vinnusvæðinu við Bakka norðan Húsavíkur. 18. júlí 2016 11:33 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Fyrirtækið Isdekora greiddi verkamönnum sem reistu vinnubúðir á Bakka norðan Húsavíkur tæplega sex hundruð króna tímakaup. Isdekora ehf. er í eigu Remigijus Norkus og starfaði sem verktaki fyrir byggingarfélagið Sandfell. sem er í eigu Hreiðars Hermannssonar. Fréttablaðið greindi frá áhyggjum verkalýðsfélagsins Framsýnar af kjörum verkafólks við framkvæmdir fyrir norðan, þá við Þeistareyki, seint í mars á þessu ári. Þá greindi Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar, frá því að félagið stæði í ströngu eftir að framkvæmdir hófust við Húsavík, um brot á kjörum verkafólks. Dæmi væru um hugmyndir um að greiða verkafólki tæpar sex hundruð krónur á tímann. Kjör á fimmta tug verkafólks við Þeistareyki voru leiðrétt með aðkomu verkalýðsfélagsins á síðasta ári. Í tilfelli verkafólks sem vann hjá Isdekora sagði Aðalsteinn að umræddir starfsmenn ynnu 120-130% vinnu og væru þannig sviknir um hátt í þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði. Morgunblaðið greindi fyrst frá kjörum verkafólks á Bakka í júlí á þessu ári. Hreiðar Hermannsson, eigandi Sandfells, segist engan grun hafa haft um slæm kjör verkafólks hjá undirverktaka sínum. „Enginn frá þessum verktaka vinnur fyrir Sandfell í dag og um leið og þetta varð uppvíst var gengið í málið. Ég var algjörlega grunlaus,“ segir Hreiðar um málið og að um fimm starfsmenn hafi verið að ræða en á síðari stigum framkvæmda aðeins tvo. Hann hafi áður reitt sig á sama verktaka og talið hann traustan. „Hann hefur unnið nokkrum sinnum fyrir mig og hann sagði mér að allt væri í toppstandi. Við komumst að því að þetta væri ekki í lagi og þar með var öllum samningum rift,“ segir Hreiðar og segir brot verktakans hafa verið áfall fyrir sig. „Yfirleitt er borgað yfir taxta og þegar það er greitt undir taxta þá er það algjörlega óásættanlegt,“ segir Hreiðar. „Það eru engin illindi í þessu, við þekktum hann ekki áður nema að góðu,“ ítrekar Hreiðar um riftun Sandfells á samningi við undirverktaka sinn.Geta kært fyrirtæki sem brjóta á fólki til lögreglu Í júlí áttu fulltrúar Framsýnar fund með fulltrúum Vinnumálastofnunar vegna mála sem tengjast uppbyggingu orkuiðnaðar við Húsavík. Fjöldi undirverktaka kemur að uppbyggingunni og síðan framkvæmdir hófust hafa komið upp nokkur brot sem tengjast launakjörum starfsmanna. Vinnumálastofnun mun aðstoða Framsýn í þessum málum og Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, segir að í flestum tilfellum leysist málin með því að kjör verkafólks séu leiðrétt. „Aðeins örfá mál hafa farið á borð lögreglu,“ segir Unnur. „Í flestum tilfellum getum við kært fyrirtæki sem brjóta á starfsfólki. Það eru hins vegar stéttarfélögin sem uppgötva brotin og því er þetta samvinnuverkefni. Félögin mætti kalla launalögreglu á vinnumarkaði,“ segir Unnur. Athugasemd til lesenda: Um er að ræða byggingarfélagið Sandfell sem er í eigu Hreiðars Hermannssonar en ekki Sandfell ehf. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Tengdar fréttir Brotið á verkafólki á Þeistareykjum Tugir starfsmanna fengu um 1.200 krónur á tímann síðasta sumar fyrir vinnu við uppbyggingu við Þeistareyki. Unnu 68 tíma á viku. 29. mars 2016 06:00 Dæmi um tímakaup upp á tæpar 600 krónur Grunur leikur á að brotið hafi verið alvarlega á réttindum starfsmanna á vinnusvæðinu við Bakka norðan Húsavíkur. 18. júlí 2016 11:33 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Brotið á verkafólki á Þeistareykjum Tugir starfsmanna fengu um 1.200 krónur á tímann síðasta sumar fyrir vinnu við uppbyggingu við Þeistareyki. Unnu 68 tíma á viku. 29. mars 2016 06:00
Dæmi um tímakaup upp á tæpar 600 krónur Grunur leikur á að brotið hafi verið alvarlega á réttindum starfsmanna á vinnusvæðinu við Bakka norðan Húsavíkur. 18. júlí 2016 11:33
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent