Viðskipti innlent

WOW hefur flug til Bandaríkjanna í mars

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
WOW air mun fljúga til Boston og Washington D.C. á næsta ári. Flogið verður fimm sinnum í viku á Boston Logan flugvöll frá og með 27. mars og fjórum sinnum í viku á Baltimore – Washington flugvöll frá 4. júní.

Samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu verður flogið allt árið til Boston en flugin til Washington verða árstíðarbundin til að byrja með. Þá verður flogið á Airbus A321 vélum sem verða 200 sæta, en ekki 220 eins og gengur og gerist. Þannig á að gefa farþegum meira pláss en venjulega hjá öðrum lággjaldaflugfélögum.

„Það var alltaf draumur okkar að fljúga einnig til Norður-Ameríku og við erum því afar stolt að geta kynnt Ameríkuflugið okkar í dag og þar með látið draum okkar rætast. Við höfum fengið frábærar móttökur frá fyrsta degi og við seldum milljónasta farmiðann fyrir skömmu.

Það er ljóst að mikil þörf var á því að lækka fargjöld og efla heilbrigða samkeppni í flugi til og frá Íslandi. Okkar markmið er að bjóða ávallt lægstu fargjöldin sem við mögulega getum og erum við því mjög ánægð með að kynna hér með mun lægri fargjöld til Norðu-Ameríku en áður hafa þekkst,“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

WOW til Norður-Ameríku

WOW air mun á næsta ári hefja áætlunarflug til Boston í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×