FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ NÝJAST 16:14

Bein útsending: FM95BLÖ á Ţjóđhátíđ

LÍFIĐ

Wikileaks: Er oft međ krosslagđar hendur

 
Innlent
20:34 04. DESEMBER 2010
Ingibjörg Sólrún Gisladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gisladóttir. MYND/VILHELM GUNNARSSON

Hún hefur sterkar skoðanir, á auðvelt með að gera málamiðlanir, er náin Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs og er oft með krosslagðar hendur í upphafi funda. Svona er Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir, þáverandi utanríkisráðherra og formanni Samfylkingarinnar, lýst í skýrslu sendiherra Bandaríkjanna hér á landi til Condoleezzu Rice, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Skýrsluna sendi sendiherrann Carol van Voorst í byrjun apríl 2008 en henni var greinlega ætlað að undirbúa Rice undir komu Ingibjargar til Washington. Ingibjörg fór í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna 10.-12. apríl 2008 og til stóð að hún og Rice myndu eiga saman fund. Í skýrslunni fer van Voorst ítarlega yfir bakgrunn Ingibjargar og stöðu hennar sem utanríkisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Wikileaks: Er oft međ krosslagđar hendur
Fara efst