Wikileaks: Er oft međ krosslagđar hendur

 
Innlent
20:34 04. DESEMBER 2010
Ingibjörg Sólrún Gisladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gisladóttir. MYND/VILHELM GUNNARSSON

Hún hefur sterkar skoðanir, á auðvelt með að gera málamiðlanir, er náin Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs og er oft með krosslagðar hendur í upphafi funda. Svona er Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir, þáverandi utanríkisráðherra og formanni Samfylkingarinnar, lýst í skýrslu sendiherra Bandaríkjanna hér á landi til Condoleezzu Rice, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Skýrsluna sendi sendiherrann Carol van Voorst í byrjun apríl 2008 en henni var greinlega ætlað að undirbúa Rice undir komu Ingibjargar til Washington. Ingibjörg fór í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna 10.-12. apríl 2008 og til stóð að hún og Rice myndu eiga saman fund. Í skýrslunni fer van Voorst ítarlega yfir bakgrunn Ingibjargar og stöðu hennar sem utanríkisráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Wikileaks: Er oft međ krosslagđar hendur
Fara efst