Vinna að sátt eftir átök Snærós Sindradóttir skrifar 15. júní 2016 07:00 Samtökin 78 hafa logað stafnanna á milli síðan það lá fyrir að BDSM á Íslandi væru á hraðri leið inn í samtökin. vísir/Vilhelm Stjórn Samtakanna '78 og velunnarar samtakanna taka nú þátt í sáttameðferð til að lægja öldurnar eftir sérstaklega erfiðan vetur. Segja má að samtökin séu klofin eftir að félaginu BDSM á Íslandi var veitt innganga í samtökin á aðalfundi 5.mars. Þann 6. maí dró formaður samtakanna sig í hlé úr starfinu af persónulegum ástæðum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sáttameðferðin á viðkvæmu stigi. Þó hafi verið haldnir jákvæðir fundir fyrr í þessari viku sem miði að sáttum. Þann 18. maí síðastliðinn afhenti hópur sem kallar sig Velunnara Samtakanna '78 stjórn samtakanna undirskriftir 128 meðlima sem vilja að aðalfundurinn verði endurtekinn. Þann 6. júní birtist svo löng yfirlýsing frá Velunnurum Samtakanna '78 á heimasíðu félagsins undir yfirskriftinni „Vegferð sitjandi stjórnar Samtakanna '78 út í ógöngur“. Málið hefur valdið vandræðum síðan áður en aðalfundur samtakanna var haldinn þann 5. mars síðastliðinn. Í lok febrúar sagði Fréttablaðið frá því að BDSM á Íslandi vildu fá inngöngu í samtökin en formaður BDSM á Íslandi sagði þá að kynningarstarf Samtakanna '78 á meðal ungmenna væri einn stærsti þátturinn í ósk BDSM félagsins um inngöngu. Unglingar með BDSM-hneigðir glímdu við sams konar togstreitu innra með sér og samkynhneigð ungmenni. Innganga BDSM á Íslandi var síðan staðfest á áðurnefndum aðalfundi. Lögmaður Samtakanna '78 komst fljótlega að þeirri niðurstöðu að til fundarins hefði ekki verið boðað með löglegum hætti. Boðað var til félagsfundar til að staðfesta ákvarðanir aðalfundar aftur í byrjun apríl. Áður fór þó fram opinn fundur á vegum samtakanna. Í fundargerð fundarins eru umræður fundarins raktar og ljóst að mörgum var heitt í hamsi. Félagar í BDSM á Íslandi táruðust í pontu og allt leit út fyrir að sátt næðist í málinu. Samþykkt fundarins var að nýjan aðalfund þyrfti að halda, þrátt fyrir mikinn tilkostnað. Niðurstaða stjórnar var hins vegar áðurnefndur félagsfundur þar sem allar ákvarðanir aðalfundar voru staðfestar, þar með talin aðild BDSM á Íslandi. Í yfirlýsingu Velunnara segir að þeir hafi einnig fengið lögfræðiálit og niðurstöður þess séu að boða eigi til aðalfundar strax, stjórnin sem sitji sé umboðslaus vegna ágalla á aðalfundi 5. mars og ólöglegt hafi verið að ganga til aðalfundarstarfa á félagsfundinum 9. apríl.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hættir sem formaður Samtakana '78 Segir ástæðuna vera vegna heilsu sinnar og persónulegra haga. 6. maí 2016 16:38 Lilja segir sig úr Samtökunum ´78 eftir 28 ár Aðild BDMS virðist ætla að kljúfa Samtökin ´78. 11. apríl 2016 13:52 Þátttaka í Gleðigöngunni stór áfangi fyrir BDSM á Íslandi Formaður BDSM á Íslandi segir að æðislegt hafi verið að ganga í Gleðigöngunni í Reykjavík um helgina. Ókvæðisorð voru hrópuð að BDSM-fólki á meðan á göngu stóð. 9. ágúst 2016 05:00 Félagsfundur hefur það í hendi sér að hafna aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum '78 Boðað hefur verið til félagsfundar hjá samtökunum þar sem annað hvort verður farið lið fyrir lið í gegnum ákvarðanir aðalfundarins eða boðað verður til nýs aðalfundar. 18. mars 2016 15:59 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Barst tilkynning um olíustuldur í Hafnarfirði Segir Heimildina stunda „rætna herferð“ gegn ferðaþjónustunni Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Sjá meira
Stjórn Samtakanna '78 og velunnarar samtakanna taka nú þátt í sáttameðferð til að lægja öldurnar eftir sérstaklega erfiðan vetur. Segja má að samtökin séu klofin eftir að félaginu BDSM á Íslandi var veitt innganga í samtökin á aðalfundi 5.mars. Þann 6. maí dró formaður samtakanna sig í hlé úr starfinu af persónulegum ástæðum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sáttameðferðin á viðkvæmu stigi. Þó hafi verið haldnir jákvæðir fundir fyrr í þessari viku sem miði að sáttum. Þann 18. maí síðastliðinn afhenti hópur sem kallar sig Velunnara Samtakanna '78 stjórn samtakanna undirskriftir 128 meðlima sem vilja að aðalfundurinn verði endurtekinn. Þann 6. júní birtist svo löng yfirlýsing frá Velunnurum Samtakanna '78 á heimasíðu félagsins undir yfirskriftinni „Vegferð sitjandi stjórnar Samtakanna '78 út í ógöngur“. Málið hefur valdið vandræðum síðan áður en aðalfundur samtakanna var haldinn þann 5. mars síðastliðinn. Í lok febrúar sagði Fréttablaðið frá því að BDSM á Íslandi vildu fá inngöngu í samtökin en formaður BDSM á Íslandi sagði þá að kynningarstarf Samtakanna '78 á meðal ungmenna væri einn stærsti þátturinn í ósk BDSM félagsins um inngöngu. Unglingar með BDSM-hneigðir glímdu við sams konar togstreitu innra með sér og samkynhneigð ungmenni. Innganga BDSM á Íslandi var síðan staðfest á áðurnefndum aðalfundi. Lögmaður Samtakanna '78 komst fljótlega að þeirri niðurstöðu að til fundarins hefði ekki verið boðað með löglegum hætti. Boðað var til félagsfundar til að staðfesta ákvarðanir aðalfundar aftur í byrjun apríl. Áður fór þó fram opinn fundur á vegum samtakanna. Í fundargerð fundarins eru umræður fundarins raktar og ljóst að mörgum var heitt í hamsi. Félagar í BDSM á Íslandi táruðust í pontu og allt leit út fyrir að sátt næðist í málinu. Samþykkt fundarins var að nýjan aðalfund þyrfti að halda, þrátt fyrir mikinn tilkostnað. Niðurstaða stjórnar var hins vegar áðurnefndur félagsfundur þar sem allar ákvarðanir aðalfundar voru staðfestar, þar með talin aðild BDSM á Íslandi. Í yfirlýsingu Velunnara segir að þeir hafi einnig fengið lögfræðiálit og niðurstöður þess séu að boða eigi til aðalfundar strax, stjórnin sem sitji sé umboðslaus vegna ágalla á aðalfundi 5. mars og ólöglegt hafi verið að ganga til aðalfundarstarfa á félagsfundinum 9. apríl.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hættir sem formaður Samtakana '78 Segir ástæðuna vera vegna heilsu sinnar og persónulegra haga. 6. maí 2016 16:38 Lilja segir sig úr Samtökunum ´78 eftir 28 ár Aðild BDMS virðist ætla að kljúfa Samtökin ´78. 11. apríl 2016 13:52 Þátttaka í Gleðigöngunni stór áfangi fyrir BDSM á Íslandi Formaður BDSM á Íslandi segir að æðislegt hafi verið að ganga í Gleðigöngunni í Reykjavík um helgina. Ókvæðisorð voru hrópuð að BDSM-fólki á meðan á göngu stóð. 9. ágúst 2016 05:00 Félagsfundur hefur það í hendi sér að hafna aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum '78 Boðað hefur verið til félagsfundar hjá samtökunum þar sem annað hvort verður farið lið fyrir lið í gegnum ákvarðanir aðalfundarins eða boðað verður til nýs aðalfundar. 18. mars 2016 15:59 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Barst tilkynning um olíustuldur í Hafnarfirði Segir Heimildina stunda „rætna herferð“ gegn ferðaþjónustunni Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Sjá meira
Hættir sem formaður Samtakana '78 Segir ástæðuna vera vegna heilsu sinnar og persónulegra haga. 6. maí 2016 16:38
Lilja segir sig úr Samtökunum ´78 eftir 28 ár Aðild BDMS virðist ætla að kljúfa Samtökin ´78. 11. apríl 2016 13:52
Þátttaka í Gleðigöngunni stór áfangi fyrir BDSM á Íslandi Formaður BDSM á Íslandi segir að æðislegt hafi verið að ganga í Gleðigöngunni í Reykjavík um helgina. Ókvæðisorð voru hrópuð að BDSM-fólki á meðan á göngu stóð. 9. ágúst 2016 05:00
Félagsfundur hefur það í hendi sér að hafna aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum '78 Boðað hefur verið til félagsfundar hjá samtökunum þar sem annað hvort verður farið lið fyrir lið í gegnum ákvarðanir aðalfundarins eða boðað verður til nýs aðalfundar. 18. mars 2016 15:59