Vinna að sátt eftir átök Snærós Sindradóttir skrifar 15. júní 2016 07:00 Samtökin 78 hafa logað stafnanna á milli síðan það lá fyrir að BDSM á Íslandi væru á hraðri leið inn í samtökin. vísir/Vilhelm Stjórn Samtakanna '78 og velunnarar samtakanna taka nú þátt í sáttameðferð til að lægja öldurnar eftir sérstaklega erfiðan vetur. Segja má að samtökin séu klofin eftir að félaginu BDSM á Íslandi var veitt innganga í samtökin á aðalfundi 5.mars. Þann 6. maí dró formaður samtakanna sig í hlé úr starfinu af persónulegum ástæðum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sáttameðferðin á viðkvæmu stigi. Þó hafi verið haldnir jákvæðir fundir fyrr í þessari viku sem miði að sáttum. Þann 18. maí síðastliðinn afhenti hópur sem kallar sig Velunnara Samtakanna '78 stjórn samtakanna undirskriftir 128 meðlima sem vilja að aðalfundurinn verði endurtekinn. Þann 6. júní birtist svo löng yfirlýsing frá Velunnurum Samtakanna '78 á heimasíðu félagsins undir yfirskriftinni „Vegferð sitjandi stjórnar Samtakanna '78 út í ógöngur“. Málið hefur valdið vandræðum síðan áður en aðalfundur samtakanna var haldinn þann 5. mars síðastliðinn. Í lok febrúar sagði Fréttablaðið frá því að BDSM á Íslandi vildu fá inngöngu í samtökin en formaður BDSM á Íslandi sagði þá að kynningarstarf Samtakanna '78 á meðal ungmenna væri einn stærsti þátturinn í ósk BDSM félagsins um inngöngu. Unglingar með BDSM-hneigðir glímdu við sams konar togstreitu innra með sér og samkynhneigð ungmenni. Innganga BDSM á Íslandi var síðan staðfest á áðurnefndum aðalfundi. Lögmaður Samtakanna '78 komst fljótlega að þeirri niðurstöðu að til fundarins hefði ekki verið boðað með löglegum hætti. Boðað var til félagsfundar til að staðfesta ákvarðanir aðalfundar aftur í byrjun apríl. Áður fór þó fram opinn fundur á vegum samtakanna. Í fundargerð fundarins eru umræður fundarins raktar og ljóst að mörgum var heitt í hamsi. Félagar í BDSM á Íslandi táruðust í pontu og allt leit út fyrir að sátt næðist í málinu. Samþykkt fundarins var að nýjan aðalfund þyrfti að halda, þrátt fyrir mikinn tilkostnað. Niðurstaða stjórnar var hins vegar áðurnefndur félagsfundur þar sem allar ákvarðanir aðalfundar voru staðfestar, þar með talin aðild BDSM á Íslandi. Í yfirlýsingu Velunnara segir að þeir hafi einnig fengið lögfræðiálit og niðurstöður þess séu að boða eigi til aðalfundar strax, stjórnin sem sitji sé umboðslaus vegna ágalla á aðalfundi 5. mars og ólöglegt hafi verið að ganga til aðalfundarstarfa á félagsfundinum 9. apríl.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hættir sem formaður Samtakana '78 Segir ástæðuna vera vegna heilsu sinnar og persónulegra haga. 6. maí 2016 16:38 Lilja segir sig úr Samtökunum ´78 eftir 28 ár Aðild BDMS virðist ætla að kljúfa Samtökin ´78. 11. apríl 2016 13:52 Þátttaka í Gleðigöngunni stór áfangi fyrir BDSM á Íslandi Formaður BDSM á Íslandi segir að æðislegt hafi verið að ganga í Gleðigöngunni í Reykjavík um helgina. Ókvæðisorð voru hrópuð að BDSM-fólki á meðan á göngu stóð. 9. ágúst 2016 05:00 Félagsfundur hefur það í hendi sér að hafna aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum '78 Boðað hefur verið til félagsfundar hjá samtökunum þar sem annað hvort verður farið lið fyrir lið í gegnum ákvarðanir aðalfundarins eða boðað verður til nýs aðalfundar. 18. mars 2016 15:59 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Stjórn Samtakanna '78 og velunnarar samtakanna taka nú þátt í sáttameðferð til að lægja öldurnar eftir sérstaklega erfiðan vetur. Segja má að samtökin séu klofin eftir að félaginu BDSM á Íslandi var veitt innganga í samtökin á aðalfundi 5.mars. Þann 6. maí dró formaður samtakanna sig í hlé úr starfinu af persónulegum ástæðum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sáttameðferðin á viðkvæmu stigi. Þó hafi verið haldnir jákvæðir fundir fyrr í þessari viku sem miði að sáttum. Þann 18. maí síðastliðinn afhenti hópur sem kallar sig Velunnara Samtakanna '78 stjórn samtakanna undirskriftir 128 meðlima sem vilja að aðalfundurinn verði endurtekinn. Þann 6. júní birtist svo löng yfirlýsing frá Velunnurum Samtakanna '78 á heimasíðu félagsins undir yfirskriftinni „Vegferð sitjandi stjórnar Samtakanna '78 út í ógöngur“. Málið hefur valdið vandræðum síðan áður en aðalfundur samtakanna var haldinn þann 5. mars síðastliðinn. Í lok febrúar sagði Fréttablaðið frá því að BDSM á Íslandi vildu fá inngöngu í samtökin en formaður BDSM á Íslandi sagði þá að kynningarstarf Samtakanna '78 á meðal ungmenna væri einn stærsti þátturinn í ósk BDSM félagsins um inngöngu. Unglingar með BDSM-hneigðir glímdu við sams konar togstreitu innra með sér og samkynhneigð ungmenni. Innganga BDSM á Íslandi var síðan staðfest á áðurnefndum aðalfundi. Lögmaður Samtakanna '78 komst fljótlega að þeirri niðurstöðu að til fundarins hefði ekki verið boðað með löglegum hætti. Boðað var til félagsfundar til að staðfesta ákvarðanir aðalfundar aftur í byrjun apríl. Áður fór þó fram opinn fundur á vegum samtakanna. Í fundargerð fundarins eru umræður fundarins raktar og ljóst að mörgum var heitt í hamsi. Félagar í BDSM á Íslandi táruðust í pontu og allt leit út fyrir að sátt næðist í málinu. Samþykkt fundarins var að nýjan aðalfund þyrfti að halda, þrátt fyrir mikinn tilkostnað. Niðurstaða stjórnar var hins vegar áðurnefndur félagsfundur þar sem allar ákvarðanir aðalfundar voru staðfestar, þar með talin aðild BDSM á Íslandi. Í yfirlýsingu Velunnara segir að þeir hafi einnig fengið lögfræðiálit og niðurstöður þess séu að boða eigi til aðalfundar strax, stjórnin sem sitji sé umboðslaus vegna ágalla á aðalfundi 5. mars og ólöglegt hafi verið að ganga til aðalfundarstarfa á félagsfundinum 9. apríl.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hættir sem formaður Samtakana '78 Segir ástæðuna vera vegna heilsu sinnar og persónulegra haga. 6. maí 2016 16:38 Lilja segir sig úr Samtökunum ´78 eftir 28 ár Aðild BDMS virðist ætla að kljúfa Samtökin ´78. 11. apríl 2016 13:52 Þátttaka í Gleðigöngunni stór áfangi fyrir BDSM á Íslandi Formaður BDSM á Íslandi segir að æðislegt hafi verið að ganga í Gleðigöngunni í Reykjavík um helgina. Ókvæðisorð voru hrópuð að BDSM-fólki á meðan á göngu stóð. 9. ágúst 2016 05:00 Félagsfundur hefur það í hendi sér að hafna aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum '78 Boðað hefur verið til félagsfundar hjá samtökunum þar sem annað hvort verður farið lið fyrir lið í gegnum ákvarðanir aðalfundarins eða boðað verður til nýs aðalfundar. 18. mars 2016 15:59 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Hættir sem formaður Samtakana '78 Segir ástæðuna vera vegna heilsu sinnar og persónulegra haga. 6. maí 2016 16:38
Lilja segir sig úr Samtökunum ´78 eftir 28 ár Aðild BDMS virðist ætla að kljúfa Samtökin ´78. 11. apríl 2016 13:52
Þátttaka í Gleðigöngunni stór áfangi fyrir BDSM á Íslandi Formaður BDSM á Íslandi segir að æðislegt hafi verið að ganga í Gleðigöngunni í Reykjavík um helgina. Ókvæðisorð voru hrópuð að BDSM-fólki á meðan á göngu stóð. 9. ágúst 2016 05:00
Félagsfundur hefur það í hendi sér að hafna aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum '78 Boðað hefur verið til félagsfundar hjá samtökunum þar sem annað hvort verður farið lið fyrir lið í gegnum ákvarðanir aðalfundarins eða boðað verður til nýs aðalfundar. 18. mars 2016 15:59