Vill að stjórnvöld hefji strax samræður við Kanada um gjaldmiðlamál Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. júní 2011 11:54 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Formaður Framsóknarflokksins segir að skoða verði alvarlega möguleikann á tvíhliða gjaldmiðlasamstarfi við Kanada og vill að stjórnvöld hefji strax samræður við kanadísk stjórnvöld til að sjá hvaða möguleikar séu í stöðunni. Kanadískir embættismenn, m.a frá Seðlabanka Kanada, áttu óformlega fundi hér á landi í febrúar síðastliðnum með íslenskum kaupsýslumönnum, þar sem m.a voru ræddar hugmyndir um upptöku Kanadadollars sem gjaldmiðils hér á landi, eins og fréttastofa greindi frá í síðustu viku. Komið hefur fram að bæði Bank of Canada, sem er seðlabanki kanadíska ríkisins, og fjármálaráðuneytið í Kanada eru jákvæð í garð þess að skoða gjaldmiðlasamstarf við íslensk stjórnvöld með upptöku Kanadadollars en engar viðræður í þá veru hafa átt sér stað milli stjórnvalda ríkjanna. Jón Steinsson, doktor í hagfræði og lektor við Columbia háskóla, hefur verið jákvæður í garð þessarar hugmyndar en hann segir að peningamálastjórn hafi verið til fyrirmyndar í Kanada undanfarna áratugi. Efnahagur Kanada sé á margan hátt líkur efnahag Íslands og bæði löndin flytji út mikið af hrávöru sem þýði að sveiflur í hrávöruverðum á heimsmarkaði hafi áhrif hagkerfi beggja ríkjanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir mikilvægt að að ræða málið til hlítar. Kanadískur dollar sé áhugaverður kostur. „Ég er búinn að fylgjast með þessu í dálítinn tíma og sé að þetta er alvöru mál, alvöru umræða sem er búið að leggja mikla vinnu í. Það væri fráleitt að slá þetta út af borðinu. Einmitt við þessar aðstæður þurfum við að skoða alla möguleika til hlítar. Ég var í Kanada fyrir nokkrum vikum og hitti þar öldungardeildarþingmann sem þekkti til þessa máls. Svo að tvímælalaust er þetta eitthvað sem við eigum að skoða." Veist þú til þess frá fyrstu hendi að Kanadamenn séu spenntir fyrir þessu? „Já, ég veit af nokkrum, bæði embættismönnum og stjórnmálamönnum sem hafa fylgst með þessu og lýst velvilja í garð Íslendinga og áhuga á því að taka upp aukið samstarf í efnahagsmálum. Enda þjónar það hagsmunum Kanada ekki síður en okkar. Nú eru miklir hagsmunir undir á norðurslóðum. Menn eru að keppast um þær. Bandaríkjamenn einbeita sér að Grænlandi, vilja draga það nær sér frá Evrópu, en Kanadamenn sjá sér hag í því að mynda sterk tengsl við Ísland," segir Sigmundur Davíð. Hann segir að til skamms tíma sé mikilvægt að styðja við krónuna hins vegar þurfi að skoða aðra kosti sem langtímalausn. „Það er samt ekki seinna vænna að byrja að skoða þessa möguleika og hefja samræður við Kanada til að vita hvaða möguleikar verða fyrir hendi í framtíðinni," segir Sigmundur Davíð. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Komu til Íslands í vor til að ræða einhliða upptöku Kanadadollars Bæði fjármálaráðuneyti Kanada og Seðlabanki Kanada eru sögð jákvæð fyrir einhliða upptöku kanadísks dollars á Íslandi. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að kanadískir embættismenn hafi komið til Íslands fyrr á þessu ári og rætt þessar aðgerðir við íslenska kaupsýslumenn. 3. júní 2011 12:00 Hægt að taka upp Kanadadollara á þremur mánuðum Það er hægt að taka upp kanadískan dollar á þremur mánuðum sem gjaldmiðil á Íslandi í stað krónu og upptaka hans mun ekki standa í vegi fyrir aðild að Evrópusambandinu, heldur auðvelda hana ef eitthvað er. Þetta segir lektor í hagfræði. 3. júní 2011 19:09 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Formaður Framsóknarflokksins segir að skoða verði alvarlega möguleikann á tvíhliða gjaldmiðlasamstarfi við Kanada og vill að stjórnvöld hefji strax samræður við kanadísk stjórnvöld til að sjá hvaða möguleikar séu í stöðunni. Kanadískir embættismenn, m.a frá Seðlabanka Kanada, áttu óformlega fundi hér á landi í febrúar síðastliðnum með íslenskum kaupsýslumönnum, þar sem m.a voru ræddar hugmyndir um upptöku Kanadadollars sem gjaldmiðils hér á landi, eins og fréttastofa greindi frá í síðustu viku. Komið hefur fram að bæði Bank of Canada, sem er seðlabanki kanadíska ríkisins, og fjármálaráðuneytið í Kanada eru jákvæð í garð þess að skoða gjaldmiðlasamstarf við íslensk stjórnvöld með upptöku Kanadadollars en engar viðræður í þá veru hafa átt sér stað milli stjórnvalda ríkjanna. Jón Steinsson, doktor í hagfræði og lektor við Columbia háskóla, hefur verið jákvæður í garð þessarar hugmyndar en hann segir að peningamálastjórn hafi verið til fyrirmyndar í Kanada undanfarna áratugi. Efnahagur Kanada sé á margan hátt líkur efnahag Íslands og bæði löndin flytji út mikið af hrávöru sem þýði að sveiflur í hrávöruverðum á heimsmarkaði hafi áhrif hagkerfi beggja ríkjanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir mikilvægt að að ræða málið til hlítar. Kanadískur dollar sé áhugaverður kostur. „Ég er búinn að fylgjast með þessu í dálítinn tíma og sé að þetta er alvöru mál, alvöru umræða sem er búið að leggja mikla vinnu í. Það væri fráleitt að slá þetta út af borðinu. Einmitt við þessar aðstæður þurfum við að skoða alla möguleika til hlítar. Ég var í Kanada fyrir nokkrum vikum og hitti þar öldungardeildarþingmann sem þekkti til þessa máls. Svo að tvímælalaust er þetta eitthvað sem við eigum að skoða." Veist þú til þess frá fyrstu hendi að Kanadamenn séu spenntir fyrir þessu? „Já, ég veit af nokkrum, bæði embættismönnum og stjórnmálamönnum sem hafa fylgst með þessu og lýst velvilja í garð Íslendinga og áhuga á því að taka upp aukið samstarf í efnahagsmálum. Enda þjónar það hagsmunum Kanada ekki síður en okkar. Nú eru miklir hagsmunir undir á norðurslóðum. Menn eru að keppast um þær. Bandaríkjamenn einbeita sér að Grænlandi, vilja draga það nær sér frá Evrópu, en Kanadamenn sjá sér hag í því að mynda sterk tengsl við Ísland," segir Sigmundur Davíð. Hann segir að til skamms tíma sé mikilvægt að styðja við krónuna hins vegar þurfi að skoða aðra kosti sem langtímalausn. „Það er samt ekki seinna vænna að byrja að skoða þessa möguleika og hefja samræður við Kanada til að vita hvaða möguleikar verða fyrir hendi í framtíðinni," segir Sigmundur Davíð. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Komu til Íslands í vor til að ræða einhliða upptöku Kanadadollars Bæði fjármálaráðuneyti Kanada og Seðlabanki Kanada eru sögð jákvæð fyrir einhliða upptöku kanadísks dollars á Íslandi. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að kanadískir embættismenn hafi komið til Íslands fyrr á þessu ári og rætt þessar aðgerðir við íslenska kaupsýslumenn. 3. júní 2011 12:00 Hægt að taka upp Kanadadollara á þremur mánuðum Það er hægt að taka upp kanadískan dollar á þremur mánuðum sem gjaldmiðil á Íslandi í stað krónu og upptaka hans mun ekki standa í vegi fyrir aðild að Evrópusambandinu, heldur auðvelda hana ef eitthvað er. Þetta segir lektor í hagfræði. 3. júní 2011 19:09 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Komu til Íslands í vor til að ræða einhliða upptöku Kanadadollars Bæði fjármálaráðuneyti Kanada og Seðlabanki Kanada eru sögð jákvæð fyrir einhliða upptöku kanadísks dollars á Íslandi. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að kanadískir embættismenn hafi komið til Íslands fyrr á þessu ári og rætt þessar aðgerðir við íslenska kaupsýslumenn. 3. júní 2011 12:00
Hægt að taka upp Kanadadollara á þremur mánuðum Það er hægt að taka upp kanadískan dollar á þremur mánuðum sem gjaldmiðil á Íslandi í stað krónu og upptaka hans mun ekki standa í vegi fyrir aðild að Evrópusambandinu, heldur auðvelda hana ef eitthvað er. Þetta segir lektor í hagfræði. 3. júní 2011 19:09