Íslenski boltinn

Viðar Halldórsson: Bumbuboltinn á ekki að hafa áhrif á stefnu KSÍ

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar FH, segir að þau félög í neðri deildum á Íslandi sem eru ekki með barna- og unglingastarf eigi ekki að hafa atkvæðisrétt á ársþingi KSÍ.

Félögin í efstu deild hafa fjögur atkvæði en minnstu félögin í landinu hafa eitt atkvæði. Önnur hafa tvö til þrjú atkvæði.

FH og fleiri félög í efstu deild studdu Björn Einarsson í kjöri til formanns KSÍ en Guðni Bergsson naut mikils stuðnings meðal félaga í neðri deildunum. Hann vóg þungt en Guðni hrósaði sigri í formannskjörinu á ársþingi KSÍ á laugardaginn.

„Menn hafa rýnt í þetta og telja þetta vera örsökina fyrir því að Guðni fékk fleiri atkvæði. Þá er spurningin hvað er grasrót? Í mínum huga eru þessi neðstu deildar félög, eins og þau eru á Íslandi í dag, ekki grasrót,“ sagði Viðar í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í dag.

„Til gamans sýnist mér 30 af þeim 40 félögum sem hafa skráð sig til leiks í tveimur neðstu deildunum séu án barna- og unglingastarfs og kvennastarfs. Þetta eru hópar manna sem hafa tekið sig saman og vilja spila fótbolta í meistaraflokki. Það kalla ég ekki grasrót,“ sagði Viðar og tók dæmi um að KR hefði fjögur atkvæði en KV tvö.

En þurfa félögin í neðri deildunum ekki að hafa sinn málsvara innan KSÍ?

„Auðvitað þurfum við að passa líka upp á það og alls ekki að örfá félög ráði öllu. Það er fullt af frábærum félögum í neðri deildunum sem eru bara með eitt atkvæði. Ég set stórt spurningamerki við það sem við köllum bumbubolta, að þau hafi áhrif á stefnu KSÍ. Mér finnst það óeðlilegt,“ sagði Viðar.

Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Geir heiðraður af ÍSÍ og UEFA

Geir Þorsteinsson, fráfarandi formaður KSÍ, var í dag sæmdur gullmerki ÍSÍ á 71. ársþingi KSÍ sem nú stendur yfir í Vestmannaeyjum.

Maggi Gylfa kjörinn í aðalstjórn KSÍ

Borghildur Sigurðardóttir, Magnús Gylfason, Guðrún Inga Sívertsen og Vignir Már Þormóðsson voru öll kosin í aðalstjórn KSÍ á 71. ársþingi Knattspyrnusambandsins í Vestmannaeyjum í dag.

Björn: Skýr hræðsluáróður hjá framboði Guðna

Björn Einarsson segist hafa búist við annarri niðurstöðu í kjöri til formanns KSÍ og segir að skýr hræðsluáróður hafi verið rekinn af framboði Guðna Bergssonar, mótframbjóðanda hans.

Besta leiðin til að bæta ímyndina er að vanda til verka

Guðni Bergsson var um helgina kjörinn nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands eftir spennandi kosningabaráttu við Björn Einarsson.­ Guðni boðar breytingar og meira gagnsæi í rekstri KSÍ. Hann vill bæta ímynd sambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×