Viðskipti erlent

Varar við auknum skuldum og verðbólgu í Bretlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Philip Hammond, fjármálaráðherra Bretlandsd.
Philip Hammond, fjármálaráðherra Bretlandsd. Vísir/AFP
Philip Hammond, fjármálaráðherra Bretlands, varar við þeirri gífurlegu óvissu sem fylgi Brexit. Hann segir spár benda til hægs hagvaxtar, aukinna skulda ríkisins og aukinnar verðbólgu. Þá segir hann að ríkisstjórn Bretlands muni ekki geta sagt til um framhaldið þegar 50. grein Lissabonsáttmálans verður virkjuð.

Í sjónvarpsviðtali í dag sagði Hammond ríkissjóður Bretlands þyrfti að takast á við ýmis vandamál á næsta ári.

Hann sagði nauðsynlegt að Bretar héldu trúverðugleika sínum. Skuldir ríkisins væru miklar og nauðsynlegt væri að tryggja fjárhag ríkisins fyrir erfitt tímabil.

Samkvæmt Sky News er talið að Bretland muni mögulega þurfa að fylla upp í um 100 milljarða punda gat á fjárlögum vegna Brexit. Nýverið var sú ákvörðun tekin að draga úr fjárlögum ríkissjóðs á kostnaði skattgreiðenda og hafa stjórnarandstöðuþingmenn kallað eftir því að ákvörðunin verði dregin til baka.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×