Innlent

Vantar fólk í meira en 30 stöðugildi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Enn vantar á fjórða tug starfsmanna á Enn vantar á fjórða tug starfsmanna á  leikskóla Reykjavíkurborgar.
Enn vantar á fjórða tug starfsmanna á Enn vantar á fjórða tug starfsmanna á leikskóla Reykjavíkurborgar. vísir/eyþór
Ráðningarstaðan í leikskólum Reykjavíkurborgar hefur í vetur verið nokkru verri en veturinn 2015-2016, samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Þó hefur gengið vel að ráða í lausar stöður það sem af er árinu.

Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að óráðið er í 33 stöðugildi í 64 leikskólum, þar af í 18 stöðugildi leikskólakennara og tæplega þrjár deildarstjórastöður. Níu starfsmenn vantar í sérkennslu eða stuðning, en það eru stöður fyrir sérkennara og þroskaþjálfa.

Staðan í ráðningarmálum grunnskóla er nokkuð svipuð og undanfarin ár. Ómannað er í 4,5 stöðugildi grunnskólakennara í 36 grunnskóla borgarinnar. Þá vantar þrjá stuðningsfulltrúa, 2,5 stöður skólaliða, einn yfirmann mötuneytis, tvo þroskaþjálfa og einn námsráðgjafa.

Í svarinu kemur fram að eins og jafnan að hausti hafi gengið hægt að manna frístundaheimilin en þar hafi staðan batnað á milli mánaða og nú aftur frá áramótum. Þar vantar nú 41 starfsmann og er það allt í hlutastörf. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir

Börn send heim vegna manneklu

Senda þarf allt að þrjátíu börn heim á hverjum degi af leikskólanum Austurkór í Kópavogi vegna manneklu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×