Enski boltinn

Van Gaal vill færri sendingar aftur á markmann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Van Gaal og félagar sækja Newcastle heim í kvöld.
Van Gaal og félagar sækja Newcastle heim í kvöld. vísir/getty
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, vill að leikmenn liðsins fækki sendingum aftur til markmanns.

Stuðningsmenn United létu óánægju sína í ljós í leiknum gegn Sunderland á laugardaginn þegar boltinn var sendur til Davids de Gea skömmu eftir að liðið átti hornspyrnu.

„Ég er sammála stuðningsmönnunum að við þurfum ekki að nota markmanninn svona mikið í uppspilinu,“ sagði van Gaal.

„Það hafa komið augnablik í leikjum okkar þar sem við hefðum getað hækkað tempóið án þess að nota markmanninn. En stundum sjá leikmenn ekki aðra lausn.

„Að spila sóknarleik er siðurinn á Englandi. En ég held að stuðningsmennirnir hafi einnig notið þess að sjá United halda boltanum.

„Þetta snýst um að blanda þessu tvennu saman,“ sagði Hollendingurinn en stuðningsmenn United kyrjuðu „Attack, attack, attack“ í fyrri hálfleik gegn Sunderland þar sem lærisveinum van Gaals gekk illa að skapa sér góð færi.

United náði þó að knýja fram 2-0 sigur með tveimur mörkum frá fyrirliðanum Wayne Rooney í seinni hálfleik.

Manchester United situr í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 50 stig en liðið sækir Newcastle United heim á St James' Park í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 19:45 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Einnig verður hægt að fylgjast með honum í beinni textalýsingu á Vísi.

United á erfiða leiki framundan, bæði í deild og bikar, en dagskrá næsta mánaðarins eða svo má sjá hér að neðan:

Næstu leikir Manchester United:

4. mars. Newcastle - Man Utd

9. mars. Man Utd - Arsenal (8-liða úrslit í ensku bikarkeppninni)

15. mars. Man Utd - Tottenham

22. mars. Liverpool - Man Utd

4. apríl. Man Utd - Aston Villa

12. apríl. Man Utd - Man City

18. apríl. Chelsea - Man Utd

Van Gaal vill sjá þennan mann notaðan minna í uppspili United.vísir/getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×