Viðskipti innlent

Valitor verður ekki tekið til gjaldþrotaskipta vegna Wikileaks

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Valitor, og Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks.
Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Valitor, og Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks. Vísir/Getty Images
Valitor verður ekki tekið til gjaldþrotaskipta eins og Sunshine Press Productions, rekstraraðili Wikileaks, og Datacell höfðu krafist. Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. Málið snýst í grunninn um að Wikileaks vill bætur eftir að Valitor lokaði fyrir greiðslugátt sem félagið var með hjá Datacell án heimildar.



Hæstirettúr taldi að Sunshine Press Productions og Datacell hefðu ekki sýnt fram á að þeir ættu lögvarða kröfu á hendur fyrirtækinu, að svo komnu máli. Dómurinn hefur áður komist að þeirri niðurstöðu að Valitor var ekki heimilt að loka greiðslugátt sem notuð var til að safna fé fyrir Wikileaks en í þeim dómi var ekki talað um bótaskyldu.



Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×