Erlent

Ungabarni bjargað úr blokk sem hrundi fyrir fjórum dögum

Samúel Karl Ólason skrifar
Björgunarmenn að störfum.
Björgunarmenn að störfum. Vísir/AFP
Björgunarmenn í Kenía björguðu sjö mánaða gamalli stúlku úr rústum blokkar sem hrundi fyrir fjórum dögum. Minnst 23 létu lífið í húsinu og hafa tveir bræður sem áttu húsið verið handteknir. Um hundrað er enn saknað.

Faðir stúlkunnar segir björgunina vera kraftaverk. Hann veit þó ekki hvort að móðir stúlkunnar sé lífs eða liðin.

Starfsmenn Rauða krossins í Kenía sögðu AFP fréttaveitunni að stúlkan hefði fundist ofan í fötu þar sem hún var vafin í teppi. Hún hafi verið með vökvaskort en annars hafi hún ekki litið út fyrir að vera slösuð.

Allt í allt var hún föst í rústunum í um 80 klukkustundir.

Um 150 fjölskyldu bjuggu í blokkinni, en til stóð að rífa hana. Yfirvöld höfðu sagt blokkina vera óíbúðarhæfa. Þó var hún byggð fyrir einungis tveimur árum síðan. Eigendur blokkarinnar gáfu þó aldrei skipun um að blokkin skildi tæmd.

Auk bræðranna sem áttu blokkina voru þrír embættismenn handteknir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×