Viðskipti innlent

Una og Sæunn til fréttastofu 365

Atli Ísleifsson skrifar
Una Sighvatsdóttir og Sæunn Gísladóttir.
Una Sighvatsdóttir og Sæunn Gísladóttir. Vísir
Una Sighvatsdóttir og Sæunn Gísladóttir hafa hafið störf á fréttastofu 365.

Una, sem mun starfa á fréttastofu Stöðvar 2, starfaði um árabil hjá Árvakri, fyrst sem blaðamaður á Morgunblaðinu en svo á fréttavefnum mbl.is.

Hún lét af störfum hjá Árvakri á síðasta ári og flutti þá af landi brott til að leggja stund á meistaranám í stjórnmálafræði við Universitat Pompeu Fabra í Barcelona á Spáni.

Sæunn til Fréttablaðsins

Þá hefur Sæunn Gísladóttir hafið störf á Fréttablaðinu þar sem hún mun fjalla um viðskipti og efnahagsmál. Sæunn starfaði áður hjá Viðskiptablaðinu.

Hún er hagfræðingur að mennt og útskrifuð frá St. Andrews háskóla í Skotlandi en þar nam hún einnig rússnesku.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×