Umræða lituð af fordómum Viktoría Hermannsdóttir skrifar 16. febrúar 2015 07:00 Fit Hostel. Í rannsókn Jóhönnu kom fram að íbúar Reykjanesbæjar hefðu neikvætt viðhorf til hælisleitenda í bænum. Hælisleitendur hafa meðal annars búið á Fit hosteli í Reykjanesbæ. Fréttablaðið/Vilhelm Viðhorf íbúa Reykjanesbæjar til hælisleitenda er mun neikvæðara en viðhorf íbúa á höfuðborgarsvæðinu og þeir telja að til þeirra renni meiri fjármunir en raun ber vitni. Þetta kemur fram í rannsókn Jóhönnu Maríu Jónsdóttur á kostnaði og viðhorfi vegna hælisleitenda í Reykjanesbæ. Rannsóknin er lokaverkefni Jóhönnu Maríu til B.S.-gráðu frá viðskiptadeild við Háskólann á Bifröst. Í Reykjanesbæ voru 66 prósent aðspurðra ýmist ósammála eða mjög ósammála fullyrðingu um að „búseta hælisleitenda hér á landi sé góð fyrir samfélagið“. Í Reykjavík voru 29 prósent ósammála eða mjög ósammála fullyrðingunni. Jóhanna segist hafa valið ritgerðarefnið þar sem hún hafi sjálf haft vissar hugmyndir um það hversu mikill kostnaður fylgdi hælisleitendum og haft frekar neikvætt viðhorf til þeirra. Hún vildi vita hver raunverulegur kostnaður bæjarins væri vegna hælisleitenda, hvernig honum væri ráðstafað eða hver greiddi hann. „Ég bjó á Suðurnesjum og vann í Reykjanesbæ á þessum tíma og varð mikið vör við frekar neikvæða umræðu. Umræðan var oft á þann veg að þeir væru að fá of mikið, kostuðu bæjarfélagið mikla peninga og hefðu ekki góð áhrif á samfélagið,“ segir hún. Reykjanesbær var til ársloka 2013 eina sveitarfélagið sem sá um að þjónusta hælisleitendur.Jóhanna María JónsdóttirNiðurstöður rannsóknarinnar voru að íbúar í Reykjanesbæ eru heilt yfir með neikvæðari sýn og viðhorf í garð hælisleitenda en höfuðborgarbúar. „Það skýrist líklega af nálægðinni, það voru svo margir hælisleitendur hér á tímabili og fólk tekur meira eftir því hér en í Reykjavík,“ segir Jóhanna. Þegar spurt var út í fjármuni til hælisleitenda þá töldu 61 prósent þátttakenda í Reykjanesbæ of háar fjárhæðir renna til þeirra, á móti 30 prósentum svarenda í Reykjavík. Einnig var upphæðin sem Reyknesingar töldu hælisleitendurna fá mun hærri en hún er í raun. Í ritgerð Jóhönnu kemur fram að Félagsþjónustan fær 7.477 krónur á dag fyrir hvern hælisleitanda og það þarf að duga fyrir öllu, þar með talið leigu á húsnæði, hita og rafmagni, interneti, fæði, læknisskoðun og þess háttar. Hver hælisleitandi fær 8.000 krónur inn á Bónuskort á viku sem og 2.700 krónur sem er það sem þeir hafa til ráðstöfunar sjálfir eða 10.800 krónur á mánuði. Jóhanna segir niðurstöðurnar hafa komið sér að vissu leyti á óvart. „Ég vissi að viðhorfið væri neikvætt en ekki að það væri svona mikið og eins hvað þeir töldu að íbúarnir fengju meiri pening en raun ber vitni.“ Tengdar fréttir Fjölskyldufólkið aðlagast betur Breytingar sem í fyrra voru gerðar á skipulagi þjónustu við hælisleitendur eru til þess fallnar að draga úr fordómum í garð þeirra. Þetta segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í sveitarfélaginu. 16. febrúar 2015 07:00 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Viðhorf íbúa Reykjanesbæjar til hælisleitenda er mun neikvæðara en viðhorf íbúa á höfuðborgarsvæðinu og þeir telja að til þeirra renni meiri fjármunir en raun ber vitni. Þetta kemur fram í rannsókn Jóhönnu Maríu Jónsdóttur á kostnaði og viðhorfi vegna hælisleitenda í Reykjanesbæ. Rannsóknin er lokaverkefni Jóhönnu Maríu til B.S.-gráðu frá viðskiptadeild við Háskólann á Bifröst. Í Reykjanesbæ voru 66 prósent aðspurðra ýmist ósammála eða mjög ósammála fullyrðingu um að „búseta hælisleitenda hér á landi sé góð fyrir samfélagið“. Í Reykjavík voru 29 prósent ósammála eða mjög ósammála fullyrðingunni. Jóhanna segist hafa valið ritgerðarefnið þar sem hún hafi sjálf haft vissar hugmyndir um það hversu mikill kostnaður fylgdi hælisleitendum og haft frekar neikvætt viðhorf til þeirra. Hún vildi vita hver raunverulegur kostnaður bæjarins væri vegna hælisleitenda, hvernig honum væri ráðstafað eða hver greiddi hann. „Ég bjó á Suðurnesjum og vann í Reykjanesbæ á þessum tíma og varð mikið vör við frekar neikvæða umræðu. Umræðan var oft á þann veg að þeir væru að fá of mikið, kostuðu bæjarfélagið mikla peninga og hefðu ekki góð áhrif á samfélagið,“ segir hún. Reykjanesbær var til ársloka 2013 eina sveitarfélagið sem sá um að þjónusta hælisleitendur.Jóhanna María JónsdóttirNiðurstöður rannsóknarinnar voru að íbúar í Reykjanesbæ eru heilt yfir með neikvæðari sýn og viðhorf í garð hælisleitenda en höfuðborgarbúar. „Það skýrist líklega af nálægðinni, það voru svo margir hælisleitendur hér á tímabili og fólk tekur meira eftir því hér en í Reykjavík,“ segir Jóhanna. Þegar spurt var út í fjármuni til hælisleitenda þá töldu 61 prósent þátttakenda í Reykjanesbæ of háar fjárhæðir renna til þeirra, á móti 30 prósentum svarenda í Reykjavík. Einnig var upphæðin sem Reyknesingar töldu hælisleitendurna fá mun hærri en hún er í raun. Í ritgerð Jóhönnu kemur fram að Félagsþjónustan fær 7.477 krónur á dag fyrir hvern hælisleitanda og það þarf að duga fyrir öllu, þar með talið leigu á húsnæði, hita og rafmagni, interneti, fæði, læknisskoðun og þess háttar. Hver hælisleitandi fær 8.000 krónur inn á Bónuskort á viku sem og 2.700 krónur sem er það sem þeir hafa til ráðstöfunar sjálfir eða 10.800 krónur á mánuði. Jóhanna segir niðurstöðurnar hafa komið sér að vissu leyti á óvart. „Ég vissi að viðhorfið væri neikvætt en ekki að það væri svona mikið og eins hvað þeir töldu að íbúarnir fengju meiri pening en raun ber vitni.“
Tengdar fréttir Fjölskyldufólkið aðlagast betur Breytingar sem í fyrra voru gerðar á skipulagi þjónustu við hælisleitendur eru til þess fallnar að draga úr fordómum í garð þeirra. Þetta segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í sveitarfélaginu. 16. febrúar 2015 07:00 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Fjölskyldufólkið aðlagast betur Breytingar sem í fyrra voru gerðar á skipulagi þjónustu við hælisleitendur eru til þess fallnar að draga úr fordómum í garð þeirra. Þetta segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í sveitarfélaginu. 16. febrúar 2015 07:00