Umfjöllun: Markalaust í Garðabænum Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. maí 2011 15:15 Leik Stjörnunnar og Víkings í 2. umferð Pepsi-deildar karla lauk með 0-0 jafntefli í Garðabænum í dag. Víkingar tylla sér með þessu á toppinn en Stjörnumenn ná fyrsta stigi sumarsins. Víkingsmenn unnu nýliðaslag í síðustu umferð þegar þeir unnu Þór heima 2-0 en Stjörnumenn töpuðu 4-2 í Keflavík. Fyrstu mínútur leiksins voru gríðarlega spennandi, Helgi Sigurðsson fékk dauðafæri á 4. mínútu eftir aukaspyrnu Sigurðs Egils Lárussonar en hann setti boltann yfir markið. Stjörnumenn brunuðu beint upp í sókn eftir það og bjargaði Egill Atlason á línu fyrir Víkingsmenn strax í næstu sókn. Fjörið hélt áfram. Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar nýtti sér varnarmistök Mark Rutgers og stakk sér inn fyrir vörn Víkings en Magnús Þormar í marki Víkings varði vel. Mark Rutgers bætti þó næstum upp fyrir mistökin nokkrum mínútum síðar þegar hann átti þrumuskot í slá eftir fyrirgjöf Sigurðs Egils. Eftir þetta róaðist leikurinn til muna og flautaði Þóroddur Hjaltalín til hálfleiks í stöðunni 0-0. Seinni hálfleikurinn var hinsvegar afar bragðdaufur, aðeins kom eitt færi þegar hinn 16 ára leikmaður Víkings, Aron Elís Þrándsson slapp í gegn um vörn Stjörnunnar eftir mistök en hann renndi boltanum framhjá. Hvorugt liðið ógnaði af alvöru það sem eftir er og lauk leiknum því með 0-0 jafntefli. Stjörnumenn spiluðu betur í þessum leik en vörn Víkings stóð allt vel af sér og héldu hreinu annan leikinn í röð. Víkingsmenn fengu betri færi en það kom lítið út úr spili þeirra í dag. Stjarnan-Víkingur 0-0 - tölfræðin í leiknumÁhorfendur: 823 Dómari: Þóroddur Hjaltalín 7Skot (á mark): 13 - 7( 4- 2 )Varin skot: Magnús Karl Pétursson 2 – Magnús Þormar 3Horn: 12 - 1Aukaspyrnur fengnar: 26 - 12Rangstöður: 1 -7Stjarnan (4-2-3-1) Magnús Karl Pétursson 5 Jóhann Laxdal 6 Daníel Laxdal 7 Nikolaj Hagelskjaer Pedersen 7 Hafsteinn Rúnar Helgason 6 Björn Pálsson 6 (69. Jesper Holdt Jensen 4) Þorvaldur Árnason 5 Víðir Þorvarðsson 4 (61. Aron Grétar Jafetsson 6) Halldór Orri Björnsson 6 Hörður Árnason 5 (81. Grétar Atli Grétarsson ) Garðar Jóhannsson 4Víkingur (4-2-3-1) Magnús Þormar 6 Walter Hjaltested 6Egill Atlason 7 - Maður leiksins - Mark Rutgers 6 Hörður Sigurjón Bjarnason 5 Halldór Smári Sigurðsson 6 Denis Abdulahi 5 Baldur Ingimar Aðalsteinsson 5 (87. Gunnar Helgi Steindórsson) Sigurður Egill Lárusson 6 (87. Kjartan Dige Baldursson) Pétur Georg Markan 4 (45. Aron Elís Þrándarson 6) Helgi Sigurðsson 4 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Nýliðar Þórs unnu Framara í Laugardalnum Þórsarar fögnuðu fyrstu stigum sínum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag þegar þeir lögðu Fram að velli með einu marki gegn engu í Laugardalnum. Óhætt er að segja að Þórsarar hafi stolið stigunum þremur því Framarar voru mun meira með boltann og sköpuðu sér fleiri færi. Barátta Þórsara sem voru tilbúnir að "deyja fyrir klúbbinn“ skilaði sér þó í þremur stigum á meðan Framarar eru stigalausir að loknum tveimur umferðum. 7. maí 2011 15:15 Umfjöllun: Albert tryggði Fylki sigur í Eyjum Albert Brynjar Ingason skoraði bæði mörk Fylkismanna í 2-1 sigri liðsins á ÍBV á Hásteinsvellinum í Eyjum í 2.umferð Pepsi-deildar karla í dag. Þetta var fyrsti sigur Fylkis í sumar en liðið missti niður 2-0 forystu í fyrstu umferðinni. 7. maí 2011 15:00 Bjarni: Vantaði meiri grimmd „Fyrsta stigið er komið en við hefðum viljað hafa þau þrjú. Við vorum í heildina ívið sterkari en það vantaði græðgina inn í teig til að klára þetta," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar eftir 0-0 jafntefli gegn Víking í dag. 7. maí 2011 18:49 Andri: Sáttur með stigið hérna „Við fáum við stig hérna í dag og ég er sáttur með að fá stig á þessum útivelli. en eins og leikurinn spilaðist í dag hefði ég hinsvegar viljað fá þau þrjú," sagði Andri Marteinsson, þjálfari Víkinga eftir 0-0 jafntefli í Garðabænum. 7. maí 2011 18:34 Helgi: Frábært að vera á toppnum „Það er frábært að við fáum alla vega að vera á toppnum í sólarhring. Sjálfstraustið er að byggjast upp í liðinu og það er frábært að halda hreinu tvisvar í röð," sagði Helgi Sigurðsson, leikmaður Víkings eftir 0-0 jafntefli í Garðabænum. 7. maí 2011 18:23 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leik Stjörnunnar og Víkings í 2. umferð Pepsi-deildar karla lauk með 0-0 jafntefli í Garðabænum í dag. Víkingar tylla sér með þessu á toppinn en Stjörnumenn ná fyrsta stigi sumarsins. Víkingsmenn unnu nýliðaslag í síðustu umferð þegar þeir unnu Þór heima 2-0 en Stjörnumenn töpuðu 4-2 í Keflavík. Fyrstu mínútur leiksins voru gríðarlega spennandi, Helgi Sigurðsson fékk dauðafæri á 4. mínútu eftir aukaspyrnu Sigurðs Egils Lárussonar en hann setti boltann yfir markið. Stjörnumenn brunuðu beint upp í sókn eftir það og bjargaði Egill Atlason á línu fyrir Víkingsmenn strax í næstu sókn. Fjörið hélt áfram. Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar nýtti sér varnarmistök Mark Rutgers og stakk sér inn fyrir vörn Víkings en Magnús Þormar í marki Víkings varði vel. Mark Rutgers bætti þó næstum upp fyrir mistökin nokkrum mínútum síðar þegar hann átti þrumuskot í slá eftir fyrirgjöf Sigurðs Egils. Eftir þetta róaðist leikurinn til muna og flautaði Þóroddur Hjaltalín til hálfleiks í stöðunni 0-0. Seinni hálfleikurinn var hinsvegar afar bragðdaufur, aðeins kom eitt færi þegar hinn 16 ára leikmaður Víkings, Aron Elís Þrándsson slapp í gegn um vörn Stjörnunnar eftir mistök en hann renndi boltanum framhjá. Hvorugt liðið ógnaði af alvöru það sem eftir er og lauk leiknum því með 0-0 jafntefli. Stjörnumenn spiluðu betur í þessum leik en vörn Víkings stóð allt vel af sér og héldu hreinu annan leikinn í röð. Víkingsmenn fengu betri færi en það kom lítið út úr spili þeirra í dag. Stjarnan-Víkingur 0-0 - tölfræðin í leiknumÁhorfendur: 823 Dómari: Þóroddur Hjaltalín 7Skot (á mark): 13 - 7( 4- 2 )Varin skot: Magnús Karl Pétursson 2 – Magnús Þormar 3Horn: 12 - 1Aukaspyrnur fengnar: 26 - 12Rangstöður: 1 -7Stjarnan (4-2-3-1) Magnús Karl Pétursson 5 Jóhann Laxdal 6 Daníel Laxdal 7 Nikolaj Hagelskjaer Pedersen 7 Hafsteinn Rúnar Helgason 6 Björn Pálsson 6 (69. Jesper Holdt Jensen 4) Þorvaldur Árnason 5 Víðir Þorvarðsson 4 (61. Aron Grétar Jafetsson 6) Halldór Orri Björnsson 6 Hörður Árnason 5 (81. Grétar Atli Grétarsson ) Garðar Jóhannsson 4Víkingur (4-2-3-1) Magnús Þormar 6 Walter Hjaltested 6Egill Atlason 7 - Maður leiksins - Mark Rutgers 6 Hörður Sigurjón Bjarnason 5 Halldór Smári Sigurðsson 6 Denis Abdulahi 5 Baldur Ingimar Aðalsteinsson 5 (87. Gunnar Helgi Steindórsson) Sigurður Egill Lárusson 6 (87. Kjartan Dige Baldursson) Pétur Georg Markan 4 (45. Aron Elís Þrándarson 6) Helgi Sigurðsson 4
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Nýliðar Þórs unnu Framara í Laugardalnum Þórsarar fögnuðu fyrstu stigum sínum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag þegar þeir lögðu Fram að velli með einu marki gegn engu í Laugardalnum. Óhætt er að segja að Þórsarar hafi stolið stigunum þremur því Framarar voru mun meira með boltann og sköpuðu sér fleiri færi. Barátta Þórsara sem voru tilbúnir að "deyja fyrir klúbbinn“ skilaði sér þó í þremur stigum á meðan Framarar eru stigalausir að loknum tveimur umferðum. 7. maí 2011 15:15 Umfjöllun: Albert tryggði Fylki sigur í Eyjum Albert Brynjar Ingason skoraði bæði mörk Fylkismanna í 2-1 sigri liðsins á ÍBV á Hásteinsvellinum í Eyjum í 2.umferð Pepsi-deildar karla í dag. Þetta var fyrsti sigur Fylkis í sumar en liðið missti niður 2-0 forystu í fyrstu umferðinni. 7. maí 2011 15:00 Bjarni: Vantaði meiri grimmd „Fyrsta stigið er komið en við hefðum viljað hafa þau þrjú. Við vorum í heildina ívið sterkari en það vantaði græðgina inn í teig til að klára þetta," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar eftir 0-0 jafntefli gegn Víking í dag. 7. maí 2011 18:49 Andri: Sáttur með stigið hérna „Við fáum við stig hérna í dag og ég er sáttur með að fá stig á þessum útivelli. en eins og leikurinn spilaðist í dag hefði ég hinsvegar viljað fá þau þrjú," sagði Andri Marteinsson, þjálfari Víkinga eftir 0-0 jafntefli í Garðabænum. 7. maí 2011 18:34 Helgi: Frábært að vera á toppnum „Það er frábært að við fáum alla vega að vera á toppnum í sólarhring. Sjálfstraustið er að byggjast upp í liðinu og það er frábært að halda hreinu tvisvar í röð," sagði Helgi Sigurðsson, leikmaður Víkings eftir 0-0 jafntefli í Garðabænum. 7. maí 2011 18:23 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Í beinni: KR - Breiðablik | Fyrsti heimaleikur sumarsins á Meistaravöllum Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Umfjöllun: Nýliðar Þórs unnu Framara í Laugardalnum Þórsarar fögnuðu fyrstu stigum sínum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag þegar þeir lögðu Fram að velli með einu marki gegn engu í Laugardalnum. Óhætt er að segja að Þórsarar hafi stolið stigunum þremur því Framarar voru mun meira með boltann og sköpuðu sér fleiri færi. Barátta Þórsara sem voru tilbúnir að "deyja fyrir klúbbinn“ skilaði sér þó í þremur stigum á meðan Framarar eru stigalausir að loknum tveimur umferðum. 7. maí 2011 15:15
Umfjöllun: Albert tryggði Fylki sigur í Eyjum Albert Brynjar Ingason skoraði bæði mörk Fylkismanna í 2-1 sigri liðsins á ÍBV á Hásteinsvellinum í Eyjum í 2.umferð Pepsi-deildar karla í dag. Þetta var fyrsti sigur Fylkis í sumar en liðið missti niður 2-0 forystu í fyrstu umferðinni. 7. maí 2011 15:00
Bjarni: Vantaði meiri grimmd „Fyrsta stigið er komið en við hefðum viljað hafa þau þrjú. Við vorum í heildina ívið sterkari en það vantaði græðgina inn í teig til að klára þetta," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar eftir 0-0 jafntefli gegn Víking í dag. 7. maí 2011 18:49
Andri: Sáttur með stigið hérna „Við fáum við stig hérna í dag og ég er sáttur með að fá stig á þessum útivelli. en eins og leikurinn spilaðist í dag hefði ég hinsvegar viljað fá þau þrjú," sagði Andri Marteinsson, þjálfari Víkinga eftir 0-0 jafntefli í Garðabænum. 7. maí 2011 18:34
Helgi: Frábært að vera á toppnum „Það er frábært að við fáum alla vega að vera á toppnum í sólarhring. Sjálfstraustið er að byggjast upp í liðinu og það er frábært að halda hreinu tvisvar í röð," sagði Helgi Sigurðsson, leikmaður Víkings eftir 0-0 jafntefli í Garðabænum. 7. maí 2011 18:23
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn