Enski boltinn

Tuttugu ára Ástrali elti Gylfa til Swansea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty
Ginacarlo Gallifuoco, 20 ára ástralskur miðjumaður, hefur gert eins árs samning velska liðið Swansea City og mun því spila með liðinu í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Gallifuoco eltir Gylfa okkar Sigurðsson því hann var hjá Tottenham áður en samningur hans rann út í sumar. Swansea fær því strákinn frítt.

„Þetta er fullkomið félag fyrir mig til að taka næsta skref á mínum ferli og ég get ekki beðið eftir því að byrja," sagði Ginacarlo Gallifuoco við Wales Online.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea fá West Bromwich Albion í heimsókn á Liberty Stadium en velska liðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína.

Gylfi búið til sigurmarkið í báðum leikjunum en hann skoraði það sjálfur á móti Manchester united á Old Trafford og lagði síðan upp sigurmark Nathan Dyer í 1-0 sigri á Burnley í síðasta leik.






Tengdar fréttir

Gylfi Þór og félagar slógu út lið Kára

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea City slógu Kára Árnason og félaga í Rotherham United út úr enska deildabikarnum í kvöld. Swansea City var eitt af fjölmörgum liðum sem komust áfram í 3. umferð.

Gylfi lagði upp sigurmark Swansea

Swansea er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir að liðið lagði nýliða Burnley 1-0 á heimavelli.

Keown: Kaupin á Gylfa þau bestu í sumar

Martin Keown, fyrrum varnarmaður Arsenal og enska landsliðsins hefur hrifist af spilamennsku Gylfa Þórs Sigurðssonar í upphafi tímabilsins.

Gunnar Nelson tók ísfötuáskorun Gylfa Sigurðssonar

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson hjá Swansea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta skoraði á UFC bardagamanninn Gunnar Nelson að láta hella yfir sig fullri fötu af ísvatni og styrkja um leið rannsóknir á MND.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×