Erlent

Trump staðfestur sem frambjóðandi Repúblikana

Samúel Karl Ólason skrifar
Donald J. Trump er formlega orðinn forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins. Kjörmenn flokksins hafa í kvöld verið að gera grein fyrir atkvæðum sinna ríkja á flokksþingi Repúblikana og var það sonur Trump, Donald Trump yngri, sem kynnti atkvæðin sem tryggðu Trump þann meirihluta sem hann þurfti.

Hann kynnti atkvæði New York, heimaríkis Trump.

Ólíklegt var að Trump tækist ekki að bera sigur úr býtum og þá sérstaklega eftir að andstæðingum hans mistókst að fá reglum flokksþingsins breytt á dögunum.

Árangur Trump í forvali flokksins hefur komið mörgum á óvart, en þegar hann tilkynnti framboð sitt voru fáir sem tóku hann alvarlega. Þá hefur hann þótt umdeildur bæði utan og innan Repúblikanaflokksins. Fjöldi þingmanna flokksins hundsuðu flokksþingið og þá hafa einhverjir ekki viljað lýsa yfir stuðningi við Trump.

Trump bar þó sigur úr býtum gegn 16 öðrum frambjóðendum.

Mikið hefur verið um mótmæli í Cleveland og hefur lögreglan þurft að stíga á milli fylkinga. Samkvæmt AP fréttaveitunni voru hundruð manna að mótmæla tilnefningu Trump og kom til átaka á milli fylkinga.

Búist er við því að Trump muni halda ræðu á þinginu á fimmtudaginn. Eftir það tekur við kosningabarátta gegn Hillary Clinton fyrir forsetakosningarnar í nóvember.


Tengdar fréttir

Pence má gera mistök af og til

Donald Trump, sem væntanlega verður formlega gerður að forsetaefni repúblikana í dag, sagði varaforsetaefni sitt, Mike Pence, hafa gert mistök þegar hann greiddi atkvæði með innrás í Írak árið 2003.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×