Erlent

Trump segist munu viðurkenna niðurstöðuna ef hann sigrar

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump í Delaware, Ohio.
Donald Trump í Delaware, Ohio. Vísir/AFP
Bandaríski forsetaframbjóðandinn Donald Trump segir að hann muni viðurkenna niðurstöðu forsetakosninganna sem fram fara þann 8. nóvember, ef hann ber sigur úr býtum.

„Ég mun viðurkenna niðurstöðuna í þessu sögulega forsetakjöri, ef ég vinn,“ sagði Trump á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í bænum Delaware í Ohio-ríki í dag.

Trump hefur verið harðlega gagnrýndur vegna orða sinna í kappræðum næturinnar þar sem hann neitaði að svara hvort hann muni viðurkenna niðurstöðu kosninganna.

„Ég mun taka afstöðu til þess þegar að sá tími kemur,“ sagði Trump á kosningafundinum og sakaði fjölmiðla og fleiri um að vera óheiðarlega. „En ég tel að kjósendur sjái í gegnum þetta.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×